Helgafell - 01.10.1946, Side 38

Helgafell - 01.10.1946, Side 38
220 HELGAFELL ég ekki reyna að dæma um, en þeir voru mjög óánægðir með þær breyt- ingar, sem nýlega höfðu átt sér stað. Þeir höfðu í einu verið sviptir biskups- stóli, latínuskóla og prentsmiðju og söknuðu þess sárt. Þeir kenndu Magn- úsi Stephensen og samherjum hans um þetta, og það er víst, að ýmsar kenn- ingar um bókmenntir og trúmál, sem boðaðar voru í mörgum ritum Lands- uppfræðingafélagsins, fengu litlar undirtektir meðal Norðlendinga. Séra Jón Jónsson var einn af þeim, sem harðast dæmdu sumar hinar nýju guðs- orðabækur, sérstaklega sálmabókina, og hann ætlaði með félagsstofnuninni að hefja ennþá öflugri mótspyrnu gegn skynsemistrúnni sunnlenzku. Félagið studdist við frjáls samskot meðlimanna, sem þó hafa varla numið miklu, og styrkinn frá London, auk þess sem inn kom fyrir ritin. Þau voru í litlu átta blaða broti og nefndust Rit þess xslenzþa evangelisþa Smábóþafélags. (Venju- lega nefnd smárit). Þau gátu ekki komið út 1815, eins og ætlazt var til, því vegna stríðsins var ekkert prentað á íslandi það ár, og er fyrsta smáritið prent- að í Kaupmannahöfn 1816. Lögin voru prentuð 1818 og boðsrit um útgáfuna sennilega áriðl 819, og sama ár var birt skýrsla um hag félagsins og önnur sams konar skýrsla er til frá 1821. Fyrst í stað virðast ritin hafa komið reglulega út, en seinna urðu misbrestir á því, og langflest eru þau prentuð í Kaupmanna- höfn. Þegar stofnandi og formaður félagsins dó 1846, höfðu komið út 67 ritl- ingar og seinna bættust 13 við, svo alls urðu þeir 80, og kom hinn síðasti út í Kaupmannahöfn 1854. Ritin voru næstum því öll þýdd úr erlendum málum, og gerði stofnandinn sjálfur flestar þýðingarnar, en frumsamdir voru helzt sálmar. Um það, hversu mikil áhrif þessir ritlingar höfðu á fólkið.verður ekk- ert sagt, en einhver hafa þau sennilega verið. Nú eru Smáritin orðin mjög sjaldgæf, að minsta kosti í heilum eintökum. Hið íslenzlia Bólimentafélag var stofnað 1816 fyrir frumkvæði Rasks og Árna Helgasonar. Það átti að styðja og vernda íslenzka tungu og bókment- ir og menningu og heiður íslenzku þjóðarinnar með útgáfu bóka eða á annan hátt, er ástæður kynnu að leyfa. Það var í tveimur deildum, í Reykjavík og Kaupmannahöfn, og var hin síðarnefnda miklu afkastameiri. Reykjavíkur- deildin kom engri bók út fyrr en árið 1849. Þessi deildaskipting hélzt til 1911, er báðar deildirnar sameinuðust með aðsetri í Reykjavík. Hér verður ekki rakin saga þessa félags, sem í meira en öld hefur verið einn merkasti liðurinn í menningarlífi íslenzku þjóðarinnar, en látið nægja að vísa í Minn- ingarrit félagsins frá 1866 og 1916. Hér verður þó minnzt á þá starfsemi þess, er við kemur úgáfu tímarita. í fyrstu lögum félagsins er þegar gert ráð fyrir, að það muni gefa út frétta- rit, og átti það einnig að flytja ritdóma um útlendar bækur, en ekki íslenzkar. Um þær mátti aðeins birta hlutlausar umsagnir. Þetta ákvæði sýnir, að fé- lagið vildi halda sér utan við deilur um bókmenntagagnrýni, sem var víst ekki á marga fiska um það leyti. Hafnardeildin hóf nú að gefa út íslenz\ sagnablöS, og kom fyrsta deild þeirra 1817 í 300 eintökum, sem útbýtt var ókeypis meðal félagsmanna. Öðrum voru þau seld. í fyrstu deildinni var yfirlit helztu erlendra frétta frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.