Helgafell - 01.10.1946, Side 13

Helgafell - 01.10.1946, Side 13
HVAR ERU ÍSLENZKU HANDRITIN BEZT KOMIN ? 195 VII. Þeir tiltölulega fáu Norðurlandabúar, sem muna yfirleitt eftir því, að ís- land sé til, virða fyrir sér framtíðarhorfurnar á samskiptum íslendinga við Norðurlandaþjóðirnar með ugg og döprum vonum í senn. Á styrjaldarárun- um var oss varnað alls sambands við Norðurlönd. Landið var hersetið af liði tveggja stórvelda, þótt ólíku væri saman að jafna við hernám Noregs og Danmerkur.og enn er ekki bitið úr nálinni um stöðu þess gagnvart Vesturveld- unum. Vitanlega verða Norðurlandaþjóðirnar að eiga við sig sjálfar, hvort þær teldu sig nokkurs missa í við það, ef ísland slitnaði úr hinum gömlu menn- ingatengslum við Norðurlönd og horfði einungis í aðrar áttir. Hins vegar hafa komið fram margendurtekin ummæli um það af hálfu íslendinga á síðustu árum, að vér óskum einskis fremur en að varðveita og styrkja vin- áttusamband vort við frændþjóðirnar, en baráttu þeirra og raunum höfum vér fylgzt með af einlægri samúð. Bæði þetta og hinn vaxandi áhugi á forn- bókmenntum vorum og sögu er sprottið af þörfinni að átta sig með nýjum hætti á nýrri reynslu og vandamálum. Á hinn bóginn finnum vér ef til vill sár- ar en nokkru sinni fyrr til þess tómlætis, sem vér höfum búið við og eigum enn við að búa af hálfu hinna Norðurlandaþjóðanna. Það þykir enn sem fyrr sjálfsögð skylda, að vér þekkjum almennt talsvert til skandínavísku þjóð- anna, kunnum skil á tungum þeirra og bókmenntum, jafnvel þótt margir af lærdómsmönnum þeirra í norrænum fræðum, er tæplega geta fylgzt með í sérgrein sinni án þess að hagnýta sér íslenzk rit um þau efni, séu hvorki læsir á vora tungu né viti yfirleitt neitt um það, sem gerist á íslandi. Þetta misræmi er vatn á myllu þeirra íslendinga, einkum af hinni yngri kynslóð, sem öðlazt hafa menntun sína í Bretlandi og Ameríku, án þess að tengjast nokkrum persónulegum kynnum við Norðurlönd, og líta svo á, að vér höfum lagt meira af mörkum í menningarviðskiptum vorum við þau en vér höfum fengið í staðinn. Þessir menn telja miklu skynsamlegra að hlaupa með öllu yfir þann óþarfa millilið, en sækja oss fremur erlenda menntun beint til stór- þjóðanna, sem Skandínavar sjálfir horfa upp til. Hvað kemur nú þetta íslenzku handritunum við ? Meira en lítið og á marg- víslegan hátt. Afhending þeirra mundi verða slíkur stórviðburður í þjóðlífi voru, að erlendir menn eiga erfitt með að gera sér það í hugalund. Þeim óbifanlega ásetningi vorum að varðveita þjóðmenningu vora, hvað sem á dynur, mundi hún verða ómetanlegur styrkur. Hún væri norrænt dreng- skaparbragð, sem yrði meira metið en þúsundir af skálaræðum um ,,sögu- eyna“. ísland mundi við þetta tengjast Norðurlöndum með nýjum hætti, ekki aðeins vegna þess, að vér teldum það óvefengjanlegt vitni um réttlætis- tilfinningu, sem annars kveður ekki of mikið að í milliríkjaviðskiptum, heldur mundi oss finnast sem í því fælist sættir við margt, sem á undan er gengið í sorgarsögu umliðinna alda, og jafnframt skuldbinding um, að vér gerðum meira eftir en áður til þess að útbreiða þekkingu á fornmenningu vorri meðal norrænna þjóða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.