Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 52
234
HELGAFELL
árið 1879 var til meðferðar í efri deild,
báru þrír alþingismenn, þeir Bergur
Thorberg, Eiríkur Kúld og Magnús
Stephensen fram tillögu um að veita
„skáldunum Benedi/jf Gröndal,
Matthíasi Jochumssyni og Steingrími
Thorsteinsson 1000 kr. hverjum.“ Til-
lagan var samþykkt í efri deild, en
neðri deild felldi styrkveitinguna niður.
Árið 1883 veitti alþingi samtals
15.400 kr. til vísindalegra og verk-
legra fyrirtækja. Skáldin, sem slík,
hlutu þó ekki grænan eyri af þeirri
upphæð. Þorvaldi Thoroddsen voru
veittar 1000 kr. til jarðfræðirannsókna
og 1000 kr. ferðastyrkur til útlanda.
Benedi\t Gröndal hlaut 600 kr. hvort
ár fjárhagstímabilsins ,,til að halda
áfram myndasafni yfir íslenzk dýr og
til að semja þjóðmenningarsögu Norð-
urlanda.“
Alþingi 1885 var venju fremur
rausnarlegt á fjárveitingar til menn-
ingarmála. Það bar til tíðinda á því
þingi, að samþykkt var fyrsta styrk-
veitingin til listrœnnar starjsemi.
Voru það 600 kr., er GuÖrún Waage
hlaut til að læra sönglist. Kom það
fram í umræðum, að þeir, sem mæltu
fyrir tillögunni, gerðu sér vonir um,
að söngkonan gæti orðið íslandi til
sóma erlendis og aukið með þeim
hætti hróður þess, ef vel tækist til.
Hitt virðist ekki hafa vakað fyrir
mönnum, að hún kæmi hingað aftur
að loknu náni, og yrði til að glæða
sönglistarlíf á íslandi. Guðrún var
dóttir Eggerts Waage stúdents og
verzlunarmanns í Reykjavík. Móðir
Guðrúnar var Kristín, dóttir Sigurð-
ar stúdents Sivertsen á Stóra-Hrauni,
og konu hans, Höllu Jónsdóttur.
Guðrún ólst upp í Reykjavík hjá
foreldrum sínum. Jónas Helgason,
sem um þetta leyti var einhver fremsti
maður í sönglífi bæjarins, rómaði mjög
rödd hennar og kvað hana miklum
hæfileikum gædda á því sviði. Var
það og samhljóða álit þeirra, er helzt
gátu lagt til mála, að Guðrún gæti
átt veglega framtíð sem söngkona.
Hvöttu þeir hana til utanfarar og
gengust fyrir því að afla styrks frá
þinginu. Litlu eftir að Guðrún hlaut
styrkinn, hélt hún til Kaupmanna-
hafnar og var þar við söngnám um
skeið. Gerðist lífið henni mótdrægt,
vonbrigði ærin, en framabraut tor-
stigin. Fór svo, að hún hætti námi,
en var þó í Kaupmannahöfn enn um
sinn. Árið 1893 kom hún heim til
Reykjavíkur og var þá heilsuveil orð-
in. Dvaldist hún hjá foreldrum sínum
til æviloka, '1898. Bróðir Guðrúnar var
hinn kunni leikari, Jens Waage.
Árið 1887 var talin mikil þörf að
spara útgjöld til vísindalegra og verk-
legra fyrirtækja. Var heildarupphæðin
lækkuð úr 25.400 kr., niður í 6.180
kr. Má því ljóst vera, að ekki áraði
vel til að rétta fjárfúlgur að lista-
mönnum og skáldum, enda er þess
hvergi getið, að neinum hafi flogið
slíkt í hug á því þingi.
Árið 1889 gerðist það tíðinda, að
Gestur Pálsson, sem þá var skrif-
stofustjóri alþingis, sótti um 600 kr.
styrk á ári, tvö ár hin næstu, til rit-
starfa. Fjárlaganefnd neðri deildar
taldi ekki fært að sinna þeirri um-
sókn. Tók þá Þórarinn prójastur
Bö&varsson að sér að flytja tillögu
um styrk ,,til cand. phil. Gests Páls-
sonar, til að gefa út skáldsögu og
leikrit. Ákvað hann upphæðina
tvennar 600 krónur, og skyldi þó síð-
ari greiðslan ekki innt af hendi fyrr
en ritin væru komin út.