Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 135

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 135
BÓKMENNTIR 317 Yfir ástarlífslýsingum Kiljans ríkir alltaf norræn heiði. Þær eru engin innflutningsvara. Þær bera á sér helztu einkenni þjóðflokksins: stolt og viðkvæmni. Snæfríður íslandssól elsk- ar með hverri taug líkamans og hefur sig næstum því yfir náttúrulögmálið: tímann, sem gefur frið gleymskunn- ar. Jafnframt því streymir útfrá sál hennar kuldi heiðríkjunnar. Óslökkv- andi eld ástarinnar þekur jökulbreiða stoltsins. Höfundurinn gat ekki valið henni táknrænna nafn en 5nœ-fríÖur íslands-só/. Hún er í senn snær og sól, ís og eldur. Ást hennar minnir á ást Guðrúnar Ósvífursdóttur með þeim sama mun sem er á þjóðfélagskerfi aldanna og tilhögun einstakra atvika. Halldóri er það skyn gefið að finna einstök orð, sem eru heil ástarlýsing eða ástartjáning útaf fyrir sig. Hver gleymir hinum ,,ávala vanga“ Ástu Sóllilju. Og geta nokkur orð lýst betur huglægri ást en orð Bjarts í Sumar- húsum: „lífsblómiS mitt“. Hinn sama sefjunarmátt orðanna finnum við í ástarsögunni, Hinu ljósa mani. OrSin: hið ljósa man, íslands- sól, álfakroppurinn mjói, eru öll þrungin sefjandi lýsingum huglægrar ástar. Fyrir þessi orð ein lyftist þessi kona upp á svið kvenhugsjóna vorra. „Allir vildu SnæfríSi íslandssól elsk- aS hafa" myndi margur segja, svo að vikið sé ofurlítið við ummælunum um Lilju Eysteins. SnæfríSi íslandssól, persónugerv- ing íss og elds, stolts og ástar, sjálfs- hörku og viðkvæmni, verður ekki betur lýst en með hennar eigin orð- um, þar sem ris harmsögu hennar er einna mest, en það er þegar hún segir elskhuga sínum skilaboðin, sem voru árum saman á leiðinni, en hann hafði ekki viljað hlýða á, þegar fram komu: „síðan hafði hún upp fyrir honum þau orð, sem hún hafði falið dauðamanni föðurs síns, að flytja elskhuga sínum af Þingvöllum við Öxará forðum, þess efnis, ef minn herra gæti bjargað sóma íslands, þótt mig áfalli smán, skal þó andlit hans jafnan lýsa þessu mani“. Svona er SnæfríSur íslandssól. Og þetta er hennar Inexorabilia. Ég hef reynt þótt margt sé enn vantalað, að skýra inntak síðustu tveggja skáldsagna H. K. L. út frá bókmenntalegum rökum. Ég hef lagt aðaláherzluna á meðferS höfundar- ins á aðalpersónunum, því að í þeim liggur þungamiðja verkanna, til- gangur og tæki. Aukapersónum, þótt skemmtilegar séu, verður því ekki hægt að gera nein skil í stuttri bóka- umsögn sem þessari. Um söguform, sögusnið og stíl, H. K. L. hefur mönnum verið tíð- rætt í bókaumsögnum, en þó hefur því enginn veruleg skil verið gerð enn sem komið er, sem varla von er til. ÞaS verður einhverntíma kærkomið efni í doktorsritgerð fyrir ungan bók- mennta- og stílfræðing. Þar sem H. K. L. er þegar orðinn „klassisk- ur“, þ. e. mat á verkum hans virðist nú hafið yfir politískar skoðanir manna, þá þarf það verkefni ekki að dragast svo mjög úr hömlu úr þessu. Hér verSur ekki farið út í rýningu á stíl hans eða sögusniði, heldur vikið að þýðingu þess fyrir bókmenntalíf þjóðarinnar. Maður furðar sig á því nú, að einhverntíma hafi verið borið upp á þenna rithöfund, að hann hafi verið bæði klúr í ástarlýsingum og skrifaði vont mál. Ég hefi þegar sýnt fram á viðkvæmni hans og huglægni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.