Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 122

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 122
304 HELGAFELL ríkti allmikill hátíðleiki, talsverð auð- mýking af hans hálfu, og loks kom tilkynning um að engin vinna væri fáanleg. Hann var ekkert óánægður, og þótt kynlegt sé fannst honum hann ekkert bendlaður við allan þennan aulaskap. Hann var lifandi ungur maður sem þarfnaðist peninga til þess að geta haldið áfram að vera það, og það var engin önnur leið að fá þá en að vinna fyrir þeim; og það fékkst engin vinna. Þetta var hrein óhlut- kennd gáta sem hann langaði til að reyna í síðasta sinn að ráða. Nú var hann ánægður yfir að því var lokið. Hann fór í huganum að kryfja ævi- íeril sinn. Að undanteknum fáum augnablikum hafði líf hans að mestu leyti verið ólistrænt, en nú á síðustu stundu ákvað hann að það skyldi verða eins laust við ónákvæmni og unnt var. Hann gekk framhjá óteljandi verzl- unum og matsölustöðum á leið sinni til K.F.U.M., þar sem hann fékk sér pappír og blek og fór að semja Bœn- arsfyrá sína. í eina klukkustund vann hann að samningu þessa skjals, þá ætlaði skyndilega að líða yfir hann vegna þess hve andrúmsloftið var vont og hann hungraður. Það var eins og hann væri að synda burt frá sjálfum sér með löngum tökum, hann flýtti sér út úr húsinu. í Miðborgar- garðinum, beint á móti Alþýðubóka- safninu, drakk hann næstum einn lítra af vatni og hresstist við það. Gamall maður stóð á miðri steinstétt- inni umkringdur máfum, dúfum, og rauðbrystingum. Hann tók hnefafylli sína af brauðskorpum úr stórum pappírspoka og fleygði fyrir fuglana með stimamjúku handbragði. Hann fann sig óljóst knúðan til að biðja karlinn um einn skerf, en hann leyfði þeirri hugsun ekki að vakna til meðvitundar; hann fór inn á Al- þýðubókasafnið og las Proust í eina klukkustund, þá fannst honum hann vera að synda af stað aftur og þaut á dyr. Hann drakk meira af vatni úr gosbrunninum í garðinum og hóf síð- an hina löngu göngu heim til herbergis síns. Ég ætla að fara heim og sofa leng- ur, sagði hann; það er ekkert annað ráð. Hann vissi að hann var alltof þreyttur og veikur til þess að blekkja sjálfan sig með því að hann væri heill, og samt virtist önd hans ennþá fjörug og vakandi. Hún, eins og væri hún sérstök vera, hélt áfram að tauta ó- svífin gamanyrði um hinar sönnu lík- amlegu þjáningar hans. Hann komst heim snemma síðdegis og fór óðara að hita kaffi á litlu gasstónni. Það var engin mjólk í könnunni, og syk- urhálfpundið sem hann hafði útvegað fyrir viku var búið; hann drakk bolla af heitum svörtum vökvanum, sitj- andi á rúminu og brosti. Hann hafði stolið tylft af pappírs- örkum frá K.F.U.M. og vonaði að geta lokið að semja skjal sitt, en að- eins tilhugsunin um að skrifa olli hon- um óþægindum. Við því varð ekkert gert. Hann tók að fægja skildinginn sem hann fann um morguninn, og sú heimskulega iðja veitti honum ein- hvern veginn mikla ánægju. Engan amerískan skilding er hægt að gera eins skínandi og penný. Hve marga pennýa mundi hann þurfa til að geta haldið áfram að lifa ? Var enginn hlutur eftir sem hann gat selt ? Hann leit kringum sig í snauðu herberginu. Nei. Urið hans var farið; einnig bæk- ur hans. Allar þessar ágætu bækur;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.