Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 132

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 132
314 HELGAFELL aði hana aldrei. Jón fær kraft sinn í baráttunni gegn ofurmagninu úr sömu uppsprettunni og íslenzka þjóð- in sótti hann um aldaraðir: úr frum- stæðustu þáttum sálarinnar. Styrkur Jóns og þjóðarinnar í hinum ójafna leik liggur í einfaldleik sálarinnar og siðferðilegum þrótti, þ. e. algeru vit- undarleysi hennar um nokkra sök á öllum þeim ókjörum, sem yfir dundu. Hinar þrjár fjarvíddir í beztu per- sónulýsingum Halldórs Kiljans Lax- ness, einstaklingurinn — tegundin eða manngerðin — táknmyndin, skipa nefndum skáldritum hans meðal ‘helztu skáldrita heimsbókmenntanna. Til 'hliðsjónar þessu get ég nefnt sem dæmi Faust Goethes. Það sem gefur þessu sígilda bókmenntaafreki ekki aðeins hæð og breidd heldur líka dýpt eru einmitt hinar þrjár víddir persónulýsingarinnar. Faust er ein- staklingur — tegund (þessi vídd þó óljósust ) og táknmynd. Hann er tákn- mynd eins höfuðskapgerðaþáttar þýzku þjóðarinnar: hinnar eilífu leit- ar og sóknar, sem að vísu hefur orðið henni tvíeggjað sverð á stundum. Ég geri hvorugum þeirra Laxness né Goethe of hátt undir höfði með því að líkja þessum verkum þeirra saman. Halldór Kiljan lýkur fslandsklukk- unni að Hveradölum, Hellisheiði vet- urinn 1942—43 (í svigum skal þess getið, að það væri mikill bókmennta- fræðilegur ávinningur, ef rithöfundar birtu tíma og stað, sem verk þeirra eru sköpuð á. Minnumst hér íslend- ingasagna!). Heimstyrjöld in nýja hefur náð hámarki sínu. Meðan skáld- ið skapar verk sitt, leggja árásarveldi styrjaldarinnar næstum því heila heimsálfu í áþján og nokkuð af tveim- ur öðrum. Smáríkin eru ekki aðeins fjárhagslega rúin inn að skyrtunni, étin út á vergang, heldur þykist hver vel sloppinn, sem heldur lífi og lim- um. Ef grimmdaræði fasismans gagn- vart minnimáttar þjóðum á þessum tíma og allt til stríðsloka er haft í huga, þá stækka fjarvíddir hins tákn- ræna verks Halldórs Kiljans Lax- ness. Þá verður skáldsagan stórkost- legasta stríðsádeilan á árásar- og eyð- ingaröfl síðustu heimsstyrjaldar, sem mér er kunnugt um að enn hafi verið skrifuð. Hvað sem skáldið kann að hafa hugsað sér við sköpun persón- unnar, Jón Hreggviðsson, þá er hann ekki aðeins persónugervingur hins kúgaða íslenzka almúga heldur og hinna fótumtroðnu smáþjóða í næsta vonlítilli baráttu við siðlaust hervald. Ég vek athygli á því, að ég nota hér orðið ,,fótumtroðinn“ að nokkru leyti í bókstaflegri merkingu. Ég vil nefna eitt dæmi um, hvað táknræna per- sónu Jóns Hreggviðssonar er alger. Nasistahervaldið átti í öllum höndum við smáþjóðir eins og Dani, enda urðu Danir að hlýða hverri skipun, sem kom frá Dagmarhúsi, háborg Þjóðverja í Kaupmannahöfn, alltfrá því að fóðra hernámsliðið gratís og borga aðra vöru, sem Þjóðverjum þóknaðist að veita sér, og upp í rétt- armorð. Þrátt fyrir þetta tókst ægi- legasta herveldi sögunnar ekki að sigra hina illa vopnuðu smáþjóð nema í orði kveðnu. Hún lagði niður vopn (sem hún tók reyndar upp aftur), en gafst aldrei upp. Sjálfsbjargarhvöt hennar reyndist jafn ósigrandi og hjá Jóni Hreggviðssyni. Einn hinna aðdáunar- verðu eiginleika Jóns er sálarró hans og sálarstyrkur, það að geta skopazt að kvölurum sínum upp í opið geðið á þeim. Hversu fruntalega sem Þjóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.