Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 71
UM GARÐ-VIST ÍSLENDINGA Á ÖLDINNI SEM LEIÐ
253
hver félagi upp nafn einhvers þeirra;
þó nefndist sá, er vekja skyldi í hvert
sinn, alltaf Robespierre. í þessu fé-
lagi voru þrír íslendingar, þeir Geir
T. Zoéga, síðar rektor, er nefndist
Santerre, nafn, sem hann vafalaust
sízt bar með rentu, Björn Bjarnarson,
síðar sýslumaður í Dalasýslu, sem
nefndist Égalité eftir föður síra Fil-
lippusar, og Skúli Thoroddsen, síðar
sýslumaður í ísafjarðarsýslu, sem
nefndist St. Just, og mátti það til
sanns vegar færast. ,,Einn maður
úr félaginu, sem enn er á lífi, segir,
að það hafi verið frábærlega áhrifa-
mikið að vakna við það á morgnana,
að rödd með íslenzkum málbæ grenj-
aði: ,,Borrgarri Collot’ d’ Herrbois
(þ. e. Otto Jespersen síðar prófess-
or) erruð þérr vakandi, það err Rro-
bespierrre.” „Sérstaklega kunnu Is-
lendingar vel við sig í þessum félags-
skap,“ segir höf. ,,gervin voru þeim
að skapi.“ „Réttlátu, róttæku sam-
borgarar,” ritar Skúli Thoroddsen, er
hann var kærður um ofbeldisverk
(hranalegra vakningu) ; ,,St. Just
borgari hefur varið sig, og þér hafið
þegar í huga yðar sýknað hann, látið
atkvæði yðar sýna réttláta sannfær-
ingu yðar. Sýknið St. Just.“ Síðar
lognaðist þetta félag út af.
Þetta var auðvitað glens og gaman.
En þegar stjórnmálin komu fram á
sumblum Garð-búa, gat farið að
grána gamanið, og kom stundum í
ljós, að mjög grunnt var þá á því
góða með íslenzkum og dönskum
Garð-búum. Það var auðvitað, að all-
ar frelsishreyfingar í öðrum löndum
(að undanteknu íslandi) nutu hylli
róttækra Dana á Garði. Ekki var
það sízt frelsishreyfing Norðmanna
og viðureign þeirra við afturhaldið
sænska. Árið 1882 gekkst því Jóhann
Ottosen, sagnfræðingur, ágætur Dani,
fyrir því, að 20 norskum stúdentum,
er staddir voru í Kaupmannahöfn,
var boðið í sumbl á Garði, en hlauzt
lítil ánægja af.
„Norðmannasumblið á Garði fór að
ýmsu leyti sögulega fram,” segir höf.
„Ottosen mælti snoturlega fyrir minni
Noregs og þeim viðgangi skáldskap-
arins, sem þar hafði orðið síðari árin,
svo að nú væri Noregur fremstur allra
Norðurlanda í því efni. Fór allt vel á
meðan á ræðunni stóð og eins undir
síðari ræðu hans fyrir minni Suður-
Jótlands. En er íslendingurinn Skúli
Thoroddsen mælti fyrir minni Jóh.
Sverdrups, eins helzta stjórnmála-
manns og framsóknarmanns Norð-
manna um það bil, brá svo kynlega
við, að mikill hluti þeirra, er við-
staddir voru, ekki danskir hægrimenn
einir, heldur einnig Norðmenn, létu
í ljós óánægju með því að sitja fyrir
skálinni og sveia. Hér var bersýni-
lega lagt út á hættulega braut og í
þann veginn að hlaupa pólitík í sumbl-
ið. Það tókst að vísu að laga þetta,
en síðar um kvöldið varð sprenging,
sem fékk varanlegri afleiðingar. Þeg-
ar gripið var fram í ræðu Hannesar
Hafstein, síðar ráðherra, missti hann
á sér stjórn og réðist með áköfum
orðum á framferði danskra Garð-búa
við hina íslenzku félaga. Af þessu
varð slíkur kurr að slíta varð sumbl-
inu. Sú saga gekk, að Ussing Garð-
prófastur hefði stefnt fyrir sig ís-
lendingum í reiði sinni yfir þessu at-
viki, en þess sér hvergi stað í skjöl-
unum. Aftur á móti fengu danskir
Garð-búar skömmu síðar tækifæri til
þess að sýna vinarþel, er íslendingur,
Árni Finsen, drukknaði á innri höfn-