Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 71

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 71
UM GARÐ-VIST ÍSLENDINGA Á ÖLDINNI SEM LEIÐ 253 hver félagi upp nafn einhvers þeirra; þó nefndist sá, er vekja skyldi í hvert sinn, alltaf Robespierre. í þessu fé- lagi voru þrír íslendingar, þeir Geir T. Zoéga, síðar rektor, er nefndist Santerre, nafn, sem hann vafalaust sízt bar með rentu, Björn Bjarnarson, síðar sýslumaður í Dalasýslu, sem nefndist Égalité eftir föður síra Fil- lippusar, og Skúli Thoroddsen, síðar sýslumaður í ísafjarðarsýslu, sem nefndist St. Just, og mátti það til sanns vegar færast. ,,Einn maður úr félaginu, sem enn er á lífi, segir, að það hafi verið frábærlega áhrifa- mikið að vakna við það á morgnana, að rödd með íslenzkum málbæ grenj- aði: ,,Borrgarri Collot’ d’ Herrbois (þ. e. Otto Jespersen síðar prófess- or) erruð þérr vakandi, það err Rro- bespierrre.” „Sérstaklega kunnu Is- lendingar vel við sig í þessum félags- skap,“ segir höf. ,,gervin voru þeim að skapi.“ „Réttlátu, róttæku sam- borgarar,” ritar Skúli Thoroddsen, er hann var kærður um ofbeldisverk (hranalegra vakningu) ; ,,St. Just borgari hefur varið sig, og þér hafið þegar í huga yðar sýknað hann, látið atkvæði yðar sýna réttláta sannfær- ingu yðar. Sýknið St. Just.“ Síðar lognaðist þetta félag út af. Þetta var auðvitað glens og gaman. En þegar stjórnmálin komu fram á sumblum Garð-búa, gat farið að grána gamanið, og kom stundum í ljós, að mjög grunnt var þá á því góða með íslenzkum og dönskum Garð-búum. Það var auðvitað, að all- ar frelsishreyfingar í öðrum löndum (að undanteknu íslandi) nutu hylli róttækra Dana á Garði. Ekki var það sízt frelsishreyfing Norðmanna og viðureign þeirra við afturhaldið sænska. Árið 1882 gekkst því Jóhann Ottosen, sagnfræðingur, ágætur Dani, fyrir því, að 20 norskum stúdentum, er staddir voru í Kaupmannahöfn, var boðið í sumbl á Garði, en hlauzt lítil ánægja af. „Norðmannasumblið á Garði fór að ýmsu leyti sögulega fram,” segir höf. „Ottosen mælti snoturlega fyrir minni Noregs og þeim viðgangi skáldskap- arins, sem þar hafði orðið síðari árin, svo að nú væri Noregur fremstur allra Norðurlanda í því efni. Fór allt vel á meðan á ræðunni stóð og eins undir síðari ræðu hans fyrir minni Suður- Jótlands. En er íslendingurinn Skúli Thoroddsen mælti fyrir minni Jóh. Sverdrups, eins helzta stjórnmála- manns og framsóknarmanns Norð- manna um það bil, brá svo kynlega við, að mikill hluti þeirra, er við- staddir voru, ekki danskir hægrimenn einir, heldur einnig Norðmenn, létu í ljós óánægju með því að sitja fyrir skálinni og sveia. Hér var bersýni- lega lagt út á hættulega braut og í þann veginn að hlaupa pólitík í sumbl- ið. Það tókst að vísu að laga þetta, en síðar um kvöldið varð sprenging, sem fékk varanlegri afleiðingar. Þeg- ar gripið var fram í ræðu Hannesar Hafstein, síðar ráðherra, missti hann á sér stjórn og réðist með áköfum orðum á framferði danskra Garð-búa við hina íslenzku félaga. Af þessu varð slíkur kurr að slíta varð sumbl- inu. Sú saga gekk, að Ussing Garð- prófastur hefði stefnt fyrir sig ís- lendingum í reiði sinni yfir þessu at- viki, en þess sér hvergi stað í skjöl- unum. Aftur á móti fengu danskir Garð-búar skömmu síðar tækifæri til þess að sýna vinarþel, er íslendingur, Árni Finsen, drukknaði á innri höfn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.