Helgafell - 01.10.1946, Page 134

Helgafell - 01.10.1946, Page 134
316 HELGAFELL þar sem nokkrir yfirmenn landsmála og andlengrar stéttar mála ræðast við. Á blaÖsíðu 140 legg ur höf. Sigurði dómkirkjupresti þessi orð í munn. ,,ÞaÖ er ekki manna að aflétta nauð þeirrar þjóðar, sem drottinn vill aga með sínu réttlæti: hún biÖur um þá hluti, sem ekki fást fyrir bænarstað nokkurs manns, uns straff er fram- komiÖ fyrir hennar illu verk. Inexora- bilia er hennar líf“. Dómkirkjupresturinn er fulltrúi aft- urhaldsafla þeirra tíma. Gljáandi af sælleik fjálgar hann um, að inexora- bilia eða 'harka, ósveigjanleiki eymd- arkjaranna sé þjóSarinnar líf. Fjallar þá bókin um þessi inexora- bilia þjóðarinnar. Svo er ekki að sjá. Réttlætinu eru gerS nokkur skil í sögulok. Grunnhljómur sögunnar er annar og gefinn til kynna með heiti bókarinnar, sem höfundurinn valdi að síðustu : HiS ljósa man, eitt bezt völdu bókarheita höfundarins. Þetta er harm- saga mikillar konu, SnæfríSar íslands- sólar, sem á ein síns liðs í höggi við ó- freskjuna miklu, þjóðfélagsbáknið í víðtækasta skilningi. ViS getum líka táknaS ófreskju þessa með hinum gatslitnu, óákveðnu glósum: aldar- anda—örlög. Séð innanfrá, frá persón- unni sjálfri, berst hún við ill örlög. SéS utanfrá, frá sjónarhóli nútíma- mannsins, sem reynir að rýna inn í þann þokuhnoðra, sem þjóðfélagssljó augu allra tíma hafa skoðaS einu nafni sem örlög, ræðir hér um baráttu ein- staklingsins gegn vissum tegundum þjóðfélagsafla; hér rísa sem andstæður tilfinningarlíf einstaklingsins og þjóð- félagsandinn (aldarandinn). í liÖ með þjóSfélagsandanum gegn einstaklings- tilfinningunni er einnig teflt fram skyldunni. í sameiningu mynda þau hin alltyfirskyggjandi INEXORA- BILIA sögunnar, ósveigjanleik þeirra afla, sem einstaklingurinn á í höggi við. Tilfinning einstaklingsins, íklædd allri þeirri fegurÖ og göfgi, sem framast má, hlýtur að bíða lægri hlut fyrir sameinuðum öflum ytri aSstæÖna, sem eru henni fjandsamleg. Saga hins ljósa mans er saga þessa ó- sigurs. HiS ljósa man er því mikil og fög- ur ástarsaga, enda þótt minnsti hluti bókarinnar fjalli um ástir. En hið sama getum við sagt um Laxdælu. Þótt allt annað efni hennar gleymist, þá gleymist ekki ást GuSrúnar og Kjartans eða öllu heldur ást GuSrún- ar til Kjartans. ÞaS er einkennilegt um Halldór Kiljan Laxness, aS hann er í senn lítið og mikið ástarskáld. Ástar- og kynferðislífslýsingar fylla ekki marg- ar blaðsíður í bókum hans, en þegar hann kemur inn á efniS, verður lýs- ing hans svo full fegurðar og við- kvæmni að leita verður til Viktoríu Hamsuns og beztu lýsinga Heming- ways til að finna samjöfnuS. Enda eigum við það Halldóri Kiljan að þakka, hversu kynferðislífslýsingum yngstu rithöfundanna íslenzku er í hóf stillt á sama tíma og erlendir rit- höfundar, þar á meðal NorSurlanda- rithöfundar, gera sér mat úr siðferÖi- legu losi nútímans og notfæra sér eftir beztu getu allt að takmörkum borgaralegs velsæmis sölumöguleika kynferðislífsskáldskaparins. Kiljan, hin mikla fyrirmynd ungskáldanna, hefur verið þeim strangur siðameist- ari. Hættan sem liggur í fyrirmyndum er að nokkru leyti bætt upp með ágæti þeirrar listar, sem höfð er að fyrirmynd.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.