Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 144

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 144
326 HELGAFELL byggðist. Ég tel, að hann færi gild rök fyrir því, að það, sem í fornum ritum var kallað Trölladyngjur, sé það, sem nú kallast Dyngju- fjöll og Herðubreiðarfjöll. En ég á erfiðara með að sannfærast um þá skoðun hans, að öll Trölladyngjugos, sem nefnd eru í annálum, beri að telja til gosa í Ódáðahrauni. Ólafur leggur nokkra áherzlu á það, að þegar fleir- tölumyndin (Trölladyngjur) er notuð, sé átt við eldstöðvarnar í Ödáðahrauni, en ekki Trölladyngju á Reykjanesi. En ekki verður með því sannað, að Trölladyngjugosið 1188 hafi verið í Ódáðahrauni, því sá eini forni annáll, Skálholtsannáll, er getur þessa goss, notar einmitt eintölumyndina. En Ólafur hef- ur, þótt undarlegt megi virðast, aðallega not- að hina óábyggilegu annálaútgáfu frá 1847, en ekki hina vönduðu útgáfu Gustav Storms. Ég sé ekki heldur ástæðu til að ætla, að gos það, er Gísli biskup Oddsson telur hafa orðið í Trölladyngju á árunum 1340—'42 hafi verið í Ódáðahrauni fremur en á Reykja- nesi. Til þess að geta komið sem flestum Grímsvatnagosum inn á Ódáðahraunssvæðið heldur Ólafur því fram, að Grímsvötn hafi aðeins vcrið „þjóðsagnakennd ævintýravötn, sem áttu sér engan fastan samastað“. Þetta er ekki alls kostar rétt. Á 16. og 17. öld hefur mönnum ekki aðeins verið ljóst, að Grímsvötn voru inni í Vatnajökli, heldur hafa menn og haft nokkra hugmynd um, hvar í Vatnajökli þessar eldstöðvar voru. Það er að öllum Iíkindum rangt hjá Ólafi, að Grímsvatnaheitið sé ungur tilbúningur í sam- bandi við þjóðsöguna um Vestfjarða-Grím. Það mætti þá alveg eins segja, að Grímseyjar- nafnið væri ungur tilbúningur í sambandi við þá sögn. Það mun vera Grímsvatnanafnið, sem hefur haft áhrif á þjóðsöguna en ekki öfugt. En þótt Ólafur færi helzti mörg gos á Ódáðahrauns reikning hefur honum á hinn bóginn sézt yfir gos, sem að öllum líkindum hafa orðið á Ódáðahraunssvæðinu eða í norð- anverðum Vatnajökli. Af tíðavísum séra Þórarins Jónssonar má sjá, að gos hefur orðið á þessum slóðum 1807. Og veturinn 1711—- 1712 kom stórt hlaup í Jökulsá á Fjöllum, sem sjálfsagt hefur orsakazt af jarðeldum í norðanverðiim Vatnajökli. Ólafur telur, að samband sé milli gosa í Heklu og gosa á Ódáðahraunssvæðinu, en ég fæ ekki með bezta vilja séð, að það sé nokkur flugufótur fyrir þeirri staðhæfingu. Á eftir gossögumii fylgir allangur kafli um brennisteinsnám í Þingeyjarsýslu. Þar sem saga brennisteinsnámsins og brennisteins- verzlunarinnar er svo ítarlega rakin, hefði mátt nefna, að til er bréf frá Eiríki 14. Svía- konungi, dagsett 27. marz 1567 (prentað m. a. í íslenzka fornbréfasafninu), sem sýnir, að konungur hafði í hyggju að losa Island undan dönsku krúnunni. Var þetta aðallega í þeim tilgangi að komast yfir brennisteinsnámurnar, en Svíar voru um þetta leyti að lenda í púð- urhraki sökum brennisteinsskorts. Er þettta gott dæmi um það, hversu þýðingarmikill íslenzki brennisteinninn þótti í eina tíð. I síðari hluta annars bindis og fyrri hluta þriðja bindis hefur Ólafur safnað tröllasögum og útilegumanna tengdum Ódáðahrauni, svo og hrakningasögum og slysfara. Er lengsti kaflinn um Benedikt Sigurjónsson, sem þekktari er undir nafninu Fjalla-Bensi. Þar næst fylgir kafli um eyðibýli, og loks er síðari hluti þriðja bindis þættir um ferðir höfundar sjálfs um Ódáðahraun. Ólafur skrif- ar látlaust og viðfeldið mál, en fremur til- þrifalítið og verða ferðaþættirnir nokkuð lang- dregnir á köflum. Þess skal að Iokum getið, að ritverkið er vandað að ytri frágangi, bæði um prentun og band. Prófarkalestur er sæmilegur á sum- um köflunum, en villur allmargar í öðrum. Ritvcrkið er prýtt hundruðum Ijósmynda. Em þær flestar teknar af Edvardi Sigurgeirs- syni, Stefáni Gunnbirni Egilssyni og höfundi sjálfum. Þær era margar prýðilega teknar og prentun á þeim góð, en betra hefði verið að hafa þær færri og prenta þær sem heilsíðu- myndir, því ýmsar þeirra njóta sín ekki sem hálfsíðumyndir. Æskilegt hefði verið að hafa fleiri kort í þessu ritverki. Það er yfirleitt galli á flestum íslenzkum ritum jarðfræði- og landfræðilegs efnis, hversu lítíð þar er af kortum. Það hefði verið ólíkt þægilegra ó- kunnugum að fylgjast með í ferðaþáttum höfundarins ef Ieiðirnar hefðu verið lagðar inn á kort. ---------Með ritverkinu Ódáðahraun hef- ur Ólafur Jónsson unnið þrekvirki, sem er aðdáunarvert, ekki sízt þegar tekið er rillit til þess, að þetta er tómstundaverk. Nafn hans verður hér eftir letrað feitum stöfum í rannsóknarsögu íslenzkra öræfa. SigurSur Pórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.