Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 115
ALDAHVÖRF
297
ljósgjafa, ef samanburður er gerður á
sýndarljósmagni og raunverulegu ljós-
magni hans, því að vitað er, að magn
ljósgjafa sýnist minnka í beinu hlut-
falli við annað veldi fjarlægðarinnar.
Nú segjum við: „Þetta er allt gott
og blessað, en finnast nokkrir ljósgjaf-
ar með þekktu ljósmagni í eyheimun-
um fjarlægu?” Svarið er já. Náttúran
hefur ekki aðeins veitt okkur ljós-
gjafa með þekktum styrkleika heldur
einnig það, sem kalla mætti stjörnu-
vita með geysimiklu ljósmagni, en
vitar þessir draga að sér athygli okkar
með því að breyta geislamagni sínu.
Margar stjörnur breyta ljósmagni sínu
mjög reglulega. Stundum orsakast
breytingar þessar af myrkvunum, þeg-
ar fylgihnöttur stjörnunnar lendir milli
hennar og okkar. í öðrum tilfellum
virðist ljósbreytingin orsakast af reglu-
bundinni útþenslu og samdrætti stjarn-
anna. Síðarnefnd tegund breytingar
var fyrst fundin hjá stjörnunni ö í Sef-
eifs stjörnumerkinu, þess vegna eru
allar stjörnur, sem sýna þessar sveifl-
ur, nefndar Sefeifsstjörnur. Nýlega hef-
ur uppgötvazt að Pólstjarnan er
Sefeifsstjarna. Sveiflutími hennar er
Línuritið sýnir breytingu á ljósmagni stjörn-
unnar 8 í Sefeifsstjörnumerkinu. Það eykst
fremur hratt úr lágmarki upp í hámark, en
minnkar á nokkuð lengri tíma ofan í lágmark
aftur. Atburðaröð þessi endurtekur sig reglu-
lega á 5/2 sólarhring.
Hin mikJa þo\a í stjörnumerkinu Orion.
Hún er innan takmarka vetrarbrautar okkar,
geysimikið samsafn lýsandi lofttegunda.
mjög nálægt því að vera fjórir sóla-
hringar. Breytingin á ljósmagni Pól-
stjörnunnar er ekki mikil, og er það
skýringin á því, að nefnt eðli hennar
uppgötvaðist ekki fyrr en raun ber vitni
um. Ljósmyndir af stjörnunni sýndu
þetta og gerðu að engu fullyrðingu
leikritapersónu Shakespeares, sem
sagðist vera ,,óumbreytanlegur eins og
Norðurstjarnan“.
Sefeifsstjörnurnar hafa mjög sér-
kennilegan eiginleika, sem amerísku
stjörnufræðingarnir Henrietta Leatíitt
og dr. HarloW Shapley uppgötvuðu og
færðu sér í nyt. Þau rannsökuðu hóp
Sefeifsstjarna, sem uppgötvaður var í
Magellansskýi, geysistóru stjörnusafni,
sem hinn mikli sæfari gat fyrstur
manna um. Þar sem stjörnur þessar
eru í sama stjörnuhóp, eru þær allar
í mjög svipaðri fjarlægð frá jörðinni,
þannig að bera má saman ljósmagn