Helgafell - 01.10.1946, Qupperneq 108
290
HELGAFELL
um, sem ég sleit mér út á að berjast
við, sendi mér seinna bréf og gjafir,
og þakkaði mér. Þeir vissu, hvað ég
hafði lagt á mig — fyrir þá. En það
er langt síðan .... Og þeir fóru aftur
út í veröldina, heilbrigðir, en ég varð
eftir og slóst við nýja menn. Stöðugt
nýja og nýja fína menn, sem voru
óðir á nóttunni. Og loks var allt meira
og minna uppgefið og bilað, taugarn-
ar, hjartað, fæturnir, allt. Ég mátti
fara, loksins. Og enginn til þess að
kosta mig á fínt hæli, til þess að venja
mig af .... enda litlu að bjarga þar
sem ég var. En ég spyr yður aðeins
um eitt — á ég ekki eins og hálfpart-
inn skilið að fá öðru hverju eitt og eitt
glas af þessu koníaki, sem er það bezta
sem taugar mínar fá ?
Ég gaf þjóninum aftur merki.
— Ættuð þér ekki að vera á heimili
fyrir gamalt fólk, sagði ég, sem eftir
vel unnið ævistarf á heimtingu á því
að þjóðfélagið sjái fyrir því ? Þér hlyt-
uð að geta fengið þau meðmæli sem
til þyrfti, til dæmis frá doktor Duval.
Hún horfði á mig forviða, eins og
hún hefði búizt við öðru af mér, og
sagði svo með hægð, og eins og hún
yrði að setja sér að svara mér kurteis-
lega:
— Minn kæri herra — ég hef verið
á þessum elliheimilum. Tvisvar! Og
fer þangað aldrei aftur — aldrei! Ég
hef séð nóg af veiku fólki um dag-
ana ! Og hálfgeggjuðu. Og ef mig lang-
ar til þess að sjá gamalmenni, þá þarf
ég ekki annað en að horfa í spegil —
það nægir mér.
Ég svaraði engu, lét hana jafna sig.
— Ég vil vera í París ! sagði hún.
Ég hugsaði sem svo, á elliheimilinu:
Hvers vegna skyldi ég ekki einhvern
tíma sjá París, eins og aðrir ? Ég get
lifað á að selja blóm. Gerir ekkert til
þó að ég búi í háaloftskytru og sé
fátæk — ef ég má fara inn á kaffihúsin
á kvöldin og ganga borð frá borði og
stanza hjá ungu, ástföngnu fólki og
bjóða því blómin mín. Segja kannske
eitthvað skemmtilegt, fá hnyttið svar,
og hlýlegt augnaráð, sjá æskuna í
París .... Ég vil vera hún systir Marta,
sem allt hverfið þekkir, sem kemur
strokandi inn á kaffihúsin á kvöldin
með fangið fullt af ilmandi blómum
handa ungum konum, sem eru elskað-
ar . . . . svona hugsaði ég, og svo lagði
ég af stað, gangandi, til þess að spara
aurana. Þetta var um haust og inn-
dælt veður, ég var fjörutíu og tvo daga
á leiðinni, og sjaldan hefur mér liðið
betur. Ég sagði öllum frá því, að ég
hefði fengið eins konar stöðu í París,
ég ætti að selja blóm, fólki frá öllum
löndum, sem væri að skemmta sér,
og í góðu skapi. Var það til of mikils
mælzt af herra mínum og skapara, að
ég fengi að selja blóm .... ?
Augu hennar fylltust af tárum.
— En mér er ekki hleypt inn á staði,
þar sem fólk kaupir blóm. Ég er á
götunni. Gatan og ölmusan .... það
eru mín endalok.
Hún lagði olnbogana á borðið, tók
báðum sínum beinastóru, holdlausu
hrömmum fyrir andlitið og grét béisk-
lega.
Alfonsarnir voru hættir að skotra til
okkar augum með tortryggnu glotti.
Sumir gripu blað og flettu því, þegar
gamla konan fór að gráta, aðrir gerðu
sér upp galsa, kölluðust á spaugsyrðum
milli borðanna. Stelpumar mændu á
systur Mörtu, og töluðu hljóðlega. Sú
sem næst okkur sat sagði með barns-
legri rödd :
— Það veit enginn okkar, hvað fyrir