Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 121

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 121
HINN FRÆKNI UNGI MAÐUR í SVÍFANDI RÓLU 303 eða ef til vill á rangri öld, og átti nú tuttugu og tveggja ára gamall að verða hrakinn af henni. Þessi hugsun var ekki hryggileg. Hann sagði við sjálfan sig, einhvern tíma verð ég að skrifa Bœnasfyrá um leyji til að lifa. Hann féllst á hugsunina um að deyja, án þess að aumkva sjálfan sig eða mann- kynið, hugsaði að hann mundi að minnsta kosti fá að sofa næstu nótt. Leigan fyrir næsta dag var greidd; það var ennþá einn morgundagur eft- ir. Og síðan varð hann að fara þangað sem aðrir heimilislausir fóru. Það gat verið að hann heimsækti Hjálpræðis- herinn — syngi um Guð og Jesúm (ókæri sálar minnar), ver frelsaður, et og sof. En hann vissi að hann mundi ekki gera það. Líf hans var einkalíf. Hann langaði ekki til að hnekkja þeirri staðreynd. Allt annað var betra. Gegnum loftið í svífandi rólu, raul- aði hugur hans. Það var skemmtilegt, furðulega gaman. Róla til guðs, eða út í tómið, í svífandi rólu inn í ein- hverja tegund eilífðarinnar; hann baðst hlutlægt fyrir um þrek til að fljúga það með sóma. Ég á eitt sent, sagði hann. Það er amerískur skildingur. í kvöld ætla ég að faegja hann unz hann skín sem sól og ég ætla að lesa orðin á honum. Hann var nú á gangi í sjálfri borg- inni, innan um lifandi menn. Hann sá mynd sína í speglum í gluggum verzlananna og var óánægður með útlit sitt. Hann sýndist alls ekki eins hraustur og honum fannst hann vera; hann sýndist, í raun og veru, ofur- lítið hrumaður hvar sem á hann var litið, hálsinn, herðarnar, handlegg- irnir, búkurinn, og hnén. Þetta dugir ekki, sagði hann, og hann hleypti í sig krafti og safnaði saman öllum hin- um sundurlausu líkamshlutum og varð stinnur, þykjastbeinn og þéttur. Hann gekk framhjá mörgum mat- sölustöðum með aðáunarverðum sjálfs- aga, leit ekki svo mikið sem á þá, og að lokum kom hann að húsi, sem hann fór inn í. Hann fór með lyftu upp á sjöundu hæð, gekk eftir gangi, og opnaði dyr og hvarf inn á vinnu- miðlunarskrifstofu. Það voru tvær tylftir af ungum mönnum fyrir á þeim stað. Hann stóð úti í horni og beið þess að verða yfirheyrður. Loksins var honum auðsýnd sú náð, og horuð og gáfnasljó kvensa um fimmtugt lagði fyrir hann spurningarnar. Segið mér nú, spurði hún, hvað getið þér gert ? Hann varð forviða. Ég get skrifað, sagði hann hátíðlega. Þér meinið að þér hafið góða rit- hönd ? Er það ? spurði hin roskna stúlka. Ójá, svaraði hann. En ég á við að ég get skrifað. Skrifað hvað ? spurði kvenmaður- inn næstum reiðilega. Óbundið mál, sagði hann blátt áfram. Það varð þögn. Að lokum sagði fraukan: Kunnið þér á ritvél ? Vissulega, sagði ungi maðurinn. Ágætt, hélt stúlkan áfram, við höf- um heimilisfang yðar; við munum halda sambandi við yður. Það er ekk- ert handa yður í dag, alls ekki neitt. Það fór á líka leið á ’hinni skrif- stofunni, að öðru leyti en því að hann var yfirheyrður af hégómlegum ungum manni sem líktist mjög svíni. Frá vinnumiðlunarskrifstofunum sneri hann til stóru deildarverzlananna. Þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.