Helgafell - 01.10.1946, Side 88

Helgafell - 01.10.1946, Side 88
270 HELGAFELL borið órofatraust, hvor heldur sem það bað hana að leita sálum manna mis- kunnar á himnum eða gá að kúnum úti í haga, þegar gæzlumaðurinn varð að hverfa frá. Um hin lygnu vötn hinnar kristalsskæru elsku hennar ef- aðist enginn, þó að lífið kenndi öll- um, að margar eru ástirnar í mann- heimum eins konar Skolugafljót. Og þegar við lesum nú hin inni- legu og spaklegu orð S.N. um ástgoð liðinna, íslenzkra kynslóða, þá er eins og hann leiði okkur að tærri upp- sprettulind, sem alltaf hefur að vísu verið í landareign okkar, en gleymzt af því að yfir götuna þangað hafði gróið. 3. Þriðja hugleiðingin heitir Laugar- dagur og mánudaur. Þar er aðalíhug- unarefni höfundarins hin algenga trú manna á misjafna heill vikudaga og hvernig sú trú muni vera til komin. Höfundurinn byrjar á því að ræða um hjátrú almennt og bendir á, að hún sé oftast nær að upphafi reynsla. ,,Oft og einatt misskilin, stundum líka athugun, sem vitur maður hefur sett fram í lögmáli án þess að skýra það nánar fyrir alþýðu manna, eða skýr- ingin hefur gleymzt“. „Kerlingabækurnar eru oft ekki verri en karlabækurnar, hjátrúin á víti og varúðarreglur gamla fólksins ekki hættulegri en hjátrúin á alvizku og almátt vísindanna, sem ganga nú mörgum í páfa stað og véfrétta'*. Þá ræðir höfundurinn um ótrúna, sem menn hafi á því að byrja fyrir- tæki, sem nokkuð er undir komið, á mánudag. Hins vegar sækist menn eftir að gera það á laugardegi. Slíka trú megi dæma fjarstæðu eina eða fara eftir henni hugsunarlaust. En skemmtilegra sé að leita þess, hvort í henni felist ekki einhver kjarni gam- allrar reynslu. ,,Ég hef þótzt finna ósvikin kjarna í þessari hjátrú“, seg- ir höf., ,,og tel hana að ýmsu leyti lærdómsríkt dæmi þess, sem að fram- an er sagt“. Og hver er þá þessi kjarni ? „Mennirnir, sem þora að byrja framkvæmdir sínar, hvenær sem þeir finna hvöt til þess hjá sér, jafnvel þegar verst stendur á, þvert ofan í alla skynsemi og hentugar ástæður — þeir bera sigurinn í sér, allir dagar verða þeim heilladagar. Vafalaust er það gömul reynsla, að þeim mönnum farnist verr, sem byrja framkvæmdir á mánudag. Það lýsir manninum, hvort hann heimtar mánudag til þess að færast eitthvað í fang eða honum þykir laugardagur fullgóður. Hjátrúin hefur rétt fyrir sér í aðalatriðum. Hér er um gæfumun að ræða, ekki daga heldur manna: Þeirra, sem grípa tækifærið, skapa sér tækifæri, hinna, sem bíða tækifærisins, þurfa þess, heimta sigur sinn af því“. Samkvæmt þessum orðum segir höfundurinn, að skipta megi mannkyninu í tvo flokka: Mánudagsmenn, sem vilja ekki hefjast handa.nema langarog slétturskeiðvöll- ur sé fram undan og laugardagsmenn, sem heimta sigurinn af sjálfum sér einum, hvað sem öllum ytri aðstæðum líður. Fyrir gæfumun þessara mann- flokka er svo gerð nánari grein. Þessi hugleiðing er frábær frá upp- hafi til enda. Alls staðar lýsir af gagn- sýnu mannviti og snilld. En sjálfsagt verður aldrei sannað svo, að eigi verði véfengt, hvernig þessi trú á misjafna heill vikudaga hefur til orðið og ekki heldur hitt, hvort hún er rétt til rótar rakin hjá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.