Helgafell - 01.05.1953, Side 52

Helgafell - 01.05.1953, Side 52
50 HELGAFELL Guð'laugu Gísladóttur, en strax er hann var fermdur fór liann að vinna fyrir sér hjá vandalausum og fékkst þá við hvers kyns störf, sem til féllu, til sjávar og sveita. Um eitt skeið stundaði hann sjómennsku og réði sig á skútu hér í lieykjavík. Þá mun hann, oftar en einu sinni, hafa komizt í krappan dans við Ægisdætur, en úr þeim leik komst hann samt heill á heilsu og nokkru lífsreyndari. Um tvítugsaldur ákvað hann að gerast listmálari. Hann sigldi til Kaup- mannahafnar, nam fyrst málaraiðn, til að geta unnið fyrir sér með hand- iðninni og safnað nokkru fé til listnáms við Listaháskólann í Kaupmanna- höfn, en þar var hann síðan við nám í þrjú ár. Meðan hann dvaldi í Kaupinannahöfn kynntist hann að sjálfsögðu hin- um ágætu listasöfnum borgarinnar, sem höfðu meðal annars að geyma merkileg liollenzk verk, svo sem eftir hinn mikla landslagsmálara, Ruisdal Hobbema og meistara meistaranna, Rembrandt. Ennþá minnist hann í elli sinni verka þessara snillinga og þeirra áhrifa, sem þau hafi haft á sig, Að námi loknu hvarf hann heim — og tók til við að mála íslenzkt lands- lag, jafnframt því, sem hann teiknaði og málaði þjóðsagnamyndir. Hann ferðaðist um landið' þvert og endilangt, málaði margvíslegar myndir af fjöllum, fjörðum og víðfeðmu útsýni yfir óbyggðir landsins. Þessar fyrstu myndir hans voru bjartar og litfagrar og auðugar af tilbrigðum ljóss og skugga. Sjón hans er næm fyrir allskonar tónbreytingum litarins, jafnt þess, sem fjær er, sem þess nálægara í landslaginu. Hin raunsæja form- sköpun gerir myndir hans náttúrlegar og aðlaðandi. Þessir margþættu kostir hans áttu drýgstan þátt í að skapa hylli hans jafnt hjá listamönn- um, sem öðrum. Með árunum hefur list hans í ýmsu breytzt: og margt af því sérkennilegasta og fegursta hefur hann gert á síða-sta áratugnum. Sum- ar af myndum hans frá Húsafelli í Borgarfirði, en þar hefur hann lengstum dvalið, vitna um stöðugar breytingar og listræn átök, þar sem teflt er frarn djúpum, margbreytilegum litum, til tjáningar fjölbreytilegu og stórfeng- legu landslagi einnar fegurstu sveitar þessa lands. Það er ekki að efa, að Asgrímur hefur látið heillast af hinum miklu meisturum Frakklands, sem hafa skapað listaverk, sem ljóma af fegurð, fágæt í stíl og formi. Sjái maður fjallamynd frá Suður-Frakklandi, eftir Cézanne eða Van Gogh til dæmis að taka, líkist hún einmitt ótrúlega íslenzku landslagi, jafnt í litum sem formi. Eins og raunsæisstefna mótaði hann bezt á fyrra helmingi starfsára hans og lagði heilbrigðan grundvöll að lífsskoðunum hans, er það impression- isminn, sem hefur að nokkru verið hans leiðarljós á síðara helmingi starfs- áranna. Og það er ofur eðlilegt. Það eru einmitt viðfangsefnin sjálf, sem hafa boðið slíkum áhrifum heim. Ásgrímur Jónsson hefur aldrei haldið skóla, en samt hafa aðrir íslenzkir listamenn ekki farið varhluta af áhrifum af list hans. Þeir munu ekki margir, íslenzku málararnir, sem ekki hafa, einhvern tíma á ævinni, orðið fyrir áhrifum af starfi hans. Koma þar einnig til skapgerð'areinkenni Ásgríms Jónssonar. Hann er óvenjulega góður félagi og hefur verið ungum lista-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.