Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 8
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 G 3 Hvernig á að stilla skapið sitt? Árangur hugrænnar atferlismeðferðar við hegðunarvanda barna Urður Njarðvík Lektor í klínískri barnasálfræði urdurn@hi.is Hegðunarvandamál barna í fyrstu bekkjum grunnskólans eru algeng og nokkuð fyrirferðarmikil í tilvísunum í sálfræðiþjónustu. Oftast nær er umkvörtunarefnið erfiðleikar í samskiptum við kennara og tíðir árekstrar við jafnaldra, sem hafa bæði neikvæð áhrif á námsframvindu og félagslega stöðu barnsins. Pirringur og skapofsaköst bama eru einkenni margra ólíkra geðrask- ana, bæði hegðunarkvilla og kvíða- og lyndisraskana. Hegðunarvandi barns í skólanum getur því átt sér margvíslegar og flóknar orsakir. Meðferðarúrræði sem eru sérstaklega hönnuð fyrir börn á skólaaldri beinast yfirleitt að afmörkuðum greiningarhópum þrátt fyrir að flest börn, sem vísað er í þjónustu vegna geðrænna erfiðleika, séu með margþættan vanda og greinist með fleiri en eina röskun. í klínískri bamasálfræði er jafnframt rík hefð fyrir því að skipta röskunum í tvo meginflokka; hegð- unarvanda eða svonefndar úthverfar raskanir og tilfinningavanda eða svonefndar innhverfar raskanir. Samsláttur er hins vegar talsverður milli þessara flokka og takmarkaður stuðningur er í rannsóknum fyrir þessari skiptingu. Þessi hefð getur valdið því að erfið hegðun bama sé túlkuð sem mótþrói af andfélagslegum toga jafnvel þótt pirringur og skapbrestir séu einnig algeng einkenni meðal barna með tilfinningaraskanir. Þau úrræði sem oftast em boðin börnum með mótþróa og hegðunarvanda á skólaaldri byggja gjarnan á þessari túlkun og þar með þeim grunni að um sé að ræða skerta frammistöðu barnsins en ekki skerta hæfni. Úrræðin byggjast því einkum á þjálfun foreldra og kennara til að beita hvatakerfum til að móta hegðun bamsins en ekki á því að barninu sé beinlínis kennd ný hæfni til að takast á við mótlæti eða stjóma tilfinningaviðbrögðum sínum. „Að stilla skapið sitt" er íslenskt meðferðarúrræði byggt á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og er hugsað sem snemmtæk íhlutun við margvíslegum vanda en er ekki bundið við ákveðnar klínískar greiningar. Meðferðin er hópmeðferð fyrir börn sem lenda oft í árekstrum við jafn- aldra sína eða missa oft stjóm á skapi sínu og er hönnuð sem viðbót við þau hegðunarmótandi úrræði sem fyrir eru í skólakerfinu. Kynntar verða tvær rannsóknir þar sem 140 börnum úr 7 grunnskólum var raðað til- viljanakennt í tilraunahóp og samanburðarhóp. Niðurstöður benda til þess að með því að kenna börnum tilfinningastjórnun og lausnamiðaða hugsun með markvissum hætti megi minnka verulega hegðunarvanda, bæði í skólanum og heima fyrir og virðist sá árangur haldast við 6 mánaða eftirfylgd. G 4 Smitandi hósti í hrossum Eggert Gunnarsson1, Vilhjálmur Svansson', Ólöf Sigurðardóttir', Sigríður Bjömsdóttir2, Matthew T.G. Holden3, J. Richard Newton4, Andrew S. Waller41 Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Kcldum, 2Matvælastofnun, 3Wellcome Trust Sanger Institute, Cambridge, Englandi, 4Animal Health Trust, Newmarket, Englandi Dýralæknir eggun@hi.is Vegna aldalangrar einangrunar er búpeningur á Islandi að mestu laus við ýmsa smitsjúkdóma sem hrjá dýr víða erlendis. Af þessum sökum geta smitefni sem annars staðar valda tiltölulega vægum sjúkdómum valdið alvarlegum faraldri berist þau hingað. A undanfömum ámm og áratugum hafa nokkmm sinnum komið upp sjúkdómar í hrosssum sem sett hafa allt hrossahald í landinu í uppnám. Snemma árs 2010 kom upp áður óþekktur smitsjúkdómur í hrossum hér á landi. Sjúkdómurinn lýsti sér með hósta og graftrarkenndri útferð úr nefi og minnkuðu úthaldi hrossa f stífri þjálfun. Sjúkdómurinn reyndist mjög smitandi. Veik hross náðu sér á 2-10 vikum. í örfáum tilfellum dró þó sjúkdómurinn hross til dauða. Vísbendingar voru um að sjúkdómurinn gæti borist í aðrar dýrategundir og menn. í lok nóvember var faraldurinn að mestu yfirstaðinn en hafði þá náð til flestra hrossa í landinu. f fyrstu var haldið að um veirusýkingu væri að ræða. Faraldsfræðilegum upplýsingum var safnað um flutninga á hrossum og mögulegar smitleiðir. Ósýktum hrossum var komið fyrir í smituðu umhverfi og fylgst með þróun sjúkdómsins. Þegar einkenni smits voru komin fram var hrossunum lógað og meinafræði sjúkdómsins skoðuð. Þá voru krufin nokkur fullorðin hross og folöld sem grunur lék á að hefðu drepist af völdum sjúkdómsins. Engar vísbendingar komu fram sem bentu til þess að veirur væru orsök sjúkdómsins. Hins vegar ræktaðist bakterían Streptococcus ec\ui subsp. zooepidemicus (S. zooepidemicus) frá nær öllum veikum hrossum og hrossum þar sem krufningsmynd benti til að smitið hefði dregið til dauða. Bakterían ræktaðist enn fremur úr hundmn, köttum og mönnum, sem smituðust líklega vegna umgangs við veik hross. Samanburður á bakteríustofnum úr þessum efniviði með sameindalíf- fræðilegum aðferðum (Multi locus Sequence Typing, MLST) bendir til þess að ákveðinn stofn þessarar bakteríu, ST 209, sé aðalorsök faraldursins. Til þess að skoða erfðabreytileika S. zooepidemicus stofna var beitt háhraða DNA-heilraðgreiningu (Illumina sequencing) á tæplega 288 stofna sem einangraðir voru fyrir og í faraldrinum auk stofna úr erlendu stofnasafni. Töluverður stofnabreytileiki fannst í íslenskum S. zooepidemicus einangr- unum. Við heilraðgreiningu á kjamerfðaefni (core genom) var hægt að flokka stofnana í fjóra hópa. Stofnar í hópi 4 ræktuðust einungis frá hrossum á Tilraunastöðinni á Keldum og virðast hafa þróast þar í nokkum tíma. Stofnar í hópi 2 og 3 fundust víða á íslandi og hópuðust frekar eftir landfræðilegum uppruna. Stofnar í þessum hópum sýndu töluverðan erfðafræðilegan breytileika sem bendir til þess að þeir hafi verið lengi í hrossum á Islandi. Stofnar af S. zooepidemicus afbrigðinu ST-209 sem ein- angraðir vom víðsvegar af landinu úr nánast öllum tilfellum af smitandi hósta, flokkuðust í hóp 1. ST-209 stofnamir reyndust náskyldir sem bendir til þess að þeir hafi dreifst um landið á mjög stuttum tíma og líklega borist frá einum stað í byrjun árs 2010. Heilraðgreining á erfðaefni sjúkdómsvalda opnar nýja möguleika í rannsóknum á smitefnum og faraldsfræði þeirra. Með þessari aðferð hefur verið sýnt fram á að ákveðinn stofn bakteríunnar S. zooepidemicus sem yfir- leitt er litið á sem tækifærissýkil sé aðalorsök nýs smitsjúkdóms í hrossum hér á landi. Þótt oftast sé um vægan sjúkdóm að ræða getur hann dregið dýr til dauða og jafnvel borist í aðrar dýrategundir og menn. Þessi faraldur er enn ein sönnun fyrir því hversu viðkvæmir íslenskir búfjárstofnar geta verið gagnvart smitefnum erlendis frá. 8 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.