Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 66
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 73
Ályktanir: Niðurstöður eru samhljóma erlendum rannsóknum hvað
varðar minnkaða kynlöngun. Fram kom að heilbrigðisstarfsfólk ræddi
þetta lítt við þær á meðgöngu eða eftir fæðingu. Konurnar vildu hins
vegar gjaman að þessi mál væru rædd betur, einkum frumbyrjur og þær
sem voru yngri, til að fá betri sýn á hið eðlilega.
E 179 Tengsl mikillar neyslu próteina á meðgöngu við tíðni
fyrirburafæðinga og lága fæðingarþyngd
Þórhallur Ingi Halldórsson1,2'-1, Anne Lise Brantsæter1, Margaretha Haugen'1,
Bryndís Eva Birgisdóttir11, Elisabet Forsum5, Anna Sigríður Ólafsdóttir6, Sjurdur F.
Olsen16, Inga Þórsdóttiru
'Rannsóknastofu í næringarfræði HÍ og Landspítala, 2matvæla- og næringarfræðideild HÍ,
^Center for Fetal Programming, Dpt Epidemioí Res, Statens Serum [nstitut, Kaupmannahöfn,
4Dpt Exp Risk Assessm, Div Envir Med, Norw Instit Pub Health, Osló, 5Dpt Clin Exp Med,
Linköping Háskóla,6 Menntavísindasviði HÍ, 7Dpt Nut Harvard School Pub Health, Boston
tih@hi.is
Inngangur: Slembirannsókn (RCT-trail) gerð í New York árið 1976, The
Harlem Trail, gaf til kynna að há próteinneysla, >20% af heildarorku
(%E), leiddi til hægari fósturvaxtar; aukinnar tíðni fyrirburafæðinga og
nýburadauða (neonatal death) þeim tengdum. Niðurstöður hafa aldrei
verið sannreyndar því endurtekin slembirannsókn var ekki siðferðislega
verjandi og sambærileg samanburðarrannsókn (observational study)
krefst fjölda þátttakenda. í þessari rannsókn voru áhrif hárrar prótein-
neyslu á meðgöngu skoðuð.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 122.532 barnshafandi konur
(einburar) sem tóku þátt í tveimur framsýnum ferilrannsóknum: Danish
National Birth Cohort (n=60.438) og Norwegian Mother and Child
Cohort Study (n=62.094). Mataræði á öðrum þriðjungi meðgöngu var
metið með tíðniskema. Tengsl við fyrirburafæðingar (<259 dagar) og
lága fæðingarþyngd (<2500g) voru metin með lógistískri fjölvíðri að-
hvarfsgreiningu þar sem líkindahlutfall ásamt 95% öryggisbili (95%CI)
var reiknað.
Niðurstöður: Tíðni lágrar fæðingarþyngdar var 2,9%, fyrirburafæðinga
4,7% og 3,3% af þátttakendum var með háa neyslu próteina (>20%E).
Borið saman við konur sem neyttu próteins í hæfilegu magni (14-16%E,
n=42.991) fundust tengsl við aukna tíðni fyrirburafæðinga (líkinda-
hlutfall 1,20 (95%CI 1,03, 1,38)) hjá þeim sem voru með mikla neyslu
(>20%E). Sama líkindahlutfall fékkst þegar tengsl voru metin í hverri
rannsókn fyrir sig. Enginn tengsl fundist milli mikillar neyslu próteina
og lágrar fæðingaþyngdar [1,07 (95%CI: 0,88; 1,29)].
Ályktanir: I samræmi við niðurstöður The Harlem trail benda frum-
niðurstöður til tengsla milli hárrar neyslu próteina og fyrirburafæðinga.
Næstu skref eru að skoða tengsl við fósturvöxt, nýburadauða og mögu-
leg áhrif mismunandi próteina á útkomur.
E 180 Faraldsfræði meiðsla hjá íslenskum karlkylfingum. Tengsl
líkamsástands og sveiflutækni. Áhrif á golftengd meiðsli
Árný Lilja Ámadóttir1, Kristín Briem2, María Þorsteinsdóttir2
'Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, 2Háskóla íslands
aia15@hi.is
Inngangur: Rannsóknir hafa tengt styrk og liðleika við árangur í golfi,
sem og hlutfall axla- og mjaðmagrindarsnúnings. Markmið þessarar
rannsóknar var að meta snúningshreyfingar í baki karlkylfinga og bera
saman við hreyfingar í golfsveiflunni og athuga tengsl mældra hreyfinga
við golftengd meiðsli hjá kylfingum með lága eða miðlungsforgjöf (fgj.).
Efniviður og aðferðir: Áttatíu karlkylfingum (hópur A; fgj.s5; B; fgj.10-
20, með/án meiðsla) var boðin þátttaka. Liðferlar (snúningsgeta) í bol
voru mældir með liðmælum og síðan var golfsveiflan mynduð með átta
myndavélum, sem fylgdu eftir hreyfingum neðri útlima, mjaðmagrindar
og bols. Gögnin voru notuð til að reikna snúningshreyfingar í brjóst- og
mjóbaki. Tölfræði; ANOVA og aðhvarfsgreining - öryggismörk; a=0,05.
Niðurstöður: Almennt var hreyfiútslag meira í brjóstbaki en mjóbaki
(p<,001) og klínískt mæld hreyfing meiri en sú sem mældist í golfsveifi-
unni (p<,001). í meidda hópnum voru marktæk víxlhrif (p=0,027) vegna
ólíkra hreyfinga hrygghluta í mismunandi snúningsáttir sem mældar
voru annars vegar klínískt og hins vegar í sveiflunni, óháð forgjöf.
Marktæk fylgni var á milli hægri og vinstri snúnings í klínískum mæl-
ingum fyrir meidda (r>0,693; p<0,001) og ómeidda (r=0,661; p<0,001)
kylfinga, en ekki milli snúninga í bak- og framsveiflu. Fylgni var á milli
klínískra mælinga á hámarkssnúningi til hægri og hámarkssnúningi
í baksveiflu hjá ómeiddum kylfingum (r=0,399; p=0,021) en ekki hjá
meiddu kylfingunum (r=0,104; p=0,638).
Ályktanir: Kylfingar reyna að hámarka snúning og nýta stærri hluta
hreyfanleika síns í baksveiflunni, til að hafa áhrif á feril golfkylfunnar
og hámarka árangur. Meiddir kylfingar nýta síður hreyfigetu sína í bak-
sveiflunni að jafn miklu leyti og þeir sem eru ómeiddir.
E 181 Samanburður á óstöðugum skóm annars vegar og teipingum
og innleggjum hins vegar sem meðferðarform við iljarfellsbólgu
Baldur Rúnarsson'2, Kristín Briem1, Róbert Magnússon’, Árni Ámason1-4
‘Námsbraut í sjúkraþjálfun og rannsóknstofu í hreyfívísindum HÍ, 7Mátti, sjúkraþjálfun Selfossi,
3Atlas sjúkraþjálfun Reykjavík, 4Gáska sjúkraþjálfun Reykjavík
baldurQmattur.is
Inngangur: Iljarfellsbólga er algeng orsök verkja undir hæl, yfirleitt stað-
sett miðlægt undir framanverðum hæl. Markmiðið var að bera saman
tvö meðferðarform fyrir iljarfellsbólgu, Masai Barefoot Technology
(MBT) skó annars vegar og teip og innlegg hins vegar.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 28 einstaklingar frá höfuð-
borgarsvæðinu og frá Selfossi og nágrenni. Þeim var skipt af handahófi
í tvo hópa, 14 í MBT hóp (MBTH) og 14 í teip og innleggja hóp (TIH).
íhlutun stóð yfir í 12 vikur, mælt var í upphafi, eftir fjórar vikur
og eftir 12 vikur. Þátttakendur í MBTH fengu MBT skó til afnota í
12 vikur. Þátttakendur í TIH voru teipaðir tvisvar sinnum í viku í
fjórar vikur af sama sjúkraþjálfaranum og fengu eftir það innlegg í átta
vikur. Þátttakendur skráðu notkun á skóm og innleggjum í dagbók.
Lágmarksnotkun var 2 klst að meðaltali á dag fyrstu vikuna og 4 klst á
dag eftir það. Fjórir þátttakendur duttu úr rannsókninni og í lokaniður-
stöðum voru 14 í MBTH og 10 í TIH, eða 24 einstaklingar, 19 konur og
fimm karlar. Niðurstöður voru byggðar á mati þátttakenda á verk við
fyrstu skrefin að morgni (VAS 0-100mm), færni í ökkla og fæti sem metin
var með spurningalista (FAAM) og verk við þrýsting sem veittur var
með þrýstimæli að því marki að sársauki fannst.
Niðurstöður: Eini munurinn milli hópa í upphafi rannsóknar var að TIH
hafði haft einkenni lengur en MBTH (p=0,015). í lok rannsóknar höfðu
morgxmverkir minnkað hjá báðum hópum (p<0,001) sem og verkur við
þrýsting á festu iljarsinafellsins (p=0,004) og fæmi jókst (p<0,001). Ekki
reyndist vera marktækur munur á milli MBTH og TIH.
Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að bæði meðferðarformin, MBT
skór annars vegar og teip og innlegg hins vegar, skili árangri í meðferð
hjá fólki með iljarfellsbólgu með minni verkjum og aukinni fæmi.
66 LÆKNAblaSið 2013/99