Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 52
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 Inngangur: Viðbragðstími stökkhreyfinga auga (augnstökka) frá áreiti sem skyndilega birtist (andstökk) er almennt lengri en að áreitinu (með- stökk). Rannsóknir benda enn fremur til þess að viðbragðstími með- stökka að hálíkindastöðum sé sty ttri en að láglíkindastöðum og að þessu sé öfugt farið varðandi andstökk. í fimm tilraunum könnuðum við þetta. Efniviður og aðferðir: Ýmsar samsetningar hlutfalla milli mismunandi staðsetninga og tegunda augnhreyfinga (andstökk eða meðstökk; lárétt- ar eða lóðréttar) voru prófaðar f fimm tilraunum. I umferðum með and- og meðstökkum sagði litur áhorfspunkts til um hvort augnstökkið átti að gera. í öllum tilraununum voru augnhreyfingar mældar á háhraða (250 Hz), með innrauðri endurvarpstækni sem reiknar áhorfsstefnu með tilliti til staðsetningar augasteinsins. Niðurstöður: Þegar augnstökkaverkefnið var auðvelt fundum við engin áhrif af breytilegum hlutföllum. I erfiðum verkefnum þar sem gera átti láréttar sem og lóðréttar hreyfingar í mismunandi umferðum og litabreyting við áhorfspunkt tilgreindi gerð augnstökkanna var viðbraðgstími meðstökka styttri að hálíkindastaðsetningum en að lág- líkindastaðsetningum. Breytileg hlutföll höfðu hins vegar ekki áhrif á viðbraðgstíma andstökka en urðu til þess að vel þekktur munur á við- bragðstíma með- og andstökka hvarf fyrir láglíkindastaðsetningar. Ályktanir: Niðurstöður okkar benda til að breytileg hlutföll hafi ekki áhrif á viðbragðstíma augnstökka, sem slíkan, en samspil erfiðleikastigs og hlutfalla geti þó haft mikil áhrif á viðbragðstímann. E 134 Þegar tilfinningarnar bera mann ofurliði. Samspil áhrifa af myndum sem vekja tilfinningaviðbrögð og ýfingaráhrifa í sjónleit Árni Krístjánsson, Berglind Óladóttir, Steven B. Most Sálfræðideild HÍ, Dpt of Psychology, University of Delaware ak@hi.is Inngangur: Það er vel þekkt að ýmiskonar ósjálfráð viðbrögð virkjast þegar fólk eða dýr upplifa eitthvað sem vekur sterkar tilfinningar. Efniviður og aðferðir: Til að athuga áhrif áreita sem vekja tilfinninga- viðbrögð á athyglisvirkni var kannað hvaða áhrif birting slíkra mynda hefur á sjónleitarverkefni. Myndir sem voru annað hvort hlutlausar (svo sem andlitsmyndir eða börn að leik) eða sýndu atburði sem vekja afar sterk tilfinningaviðbrögð (sundurskotin lík eða vettvang alvarlegra slysa) voru birtar milli þess sem þátttakendur framkvæmdu einföld sjónleitarverkefni. Niðurstöður: Niðurstöður voru þær að leit eftir að óhugnalegar myndir voru birtar var erfiðari (ónákvæmari og hægari) heldur en eftir að venjulegar myndir voru birtar. Ýfingaráhrifin sýndu sterka samvirkni við áhrif myndanna, því ef sama leitin var endurtekin nokkrum sinnum í röð varð leitin jafn auðveld eftir óhugnanlegu myndirnar og eftir hlut- lausu myndimar, eða jafnvel auðveldari. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að þegar þátttakendur sjá óhugnanlegar myndir leiði það til ósjálfráðar beiningar athyglinnar að því sem fólk fékkst við áður, í þessu tilfelli beinist athyglin að mark- áreitum úr síðustu umferð. E 135 Mat á eiturhrifum, bakteríudrápi og yfirborðsvirkni nokkurra amínókalixarena Elena V. Ukhatskaya, Sergey V. Kurkov, Þorsteinn Loftsson Lyfjafræðideild HÍ eiena@hi.is Inngangur: Amínókalixaren eru vatnsleysanlegar yfirborðsvirkar sam- eindir sem sýnt hefur verið fram á að hafa bakteríudrepandi virkni. f þessu verkefni voru eiginleikar amínókalixaren kannaðir, meðal annars hæfni þeirra til að mynda mísellur, sem og bakteríudrepandi áhrif þeirra og eiturhrif. Efniviður og aðferðir: Tvö amínókalixaren, það er CX3 og CX8, vom samtengd í samstarfi við Institute of Organic Chemistry, National Academy of Science í Úkraínu. Hæfni sameindanna til að hópa sig saman og mynda nanóagnir og mísellur var könnuð með því að mæla flutning sameindanna í gegnum hálfgegndræpar sellófanhimnur í Franz flæðisellum. DLS aðferð var beitt til að ákvarða stærðardreifingu CX3 og CX8 agna í vatnslausn. Myndunarhraði agnanna var kannaður. TEM var notuð til greina agnir við styrk fyrir bæði neðan og ofan CMC gildi amínókalixarens. Bakteríudrepandi áhrif gegn S. aureus og E. coli vom mæld og CMC gildi amínókalixarena ákvörðuð. Eiturhrif rann- sóknir voru framkvæmdar í RAW 264.7 frumuræktun í samstarfi við Innovative Biologics, Inc. (Herndon, Virginia, BNA). Niðurstöður: Flæði CX3 og CX8 var rannsakað við mismunandi upp- hafsstyrk og í gegnum himnur fyrir mismunandi MWCO. Með því að bera saman flæðið við mismunandi skilyrði var hægt að fá hugmynd um stærðardreifingu agnanna. DLS og TEM rannsóknirnar staðfestu myndun nanóagna. Fmmurannsóknir bentu til að efnasamböndin væm óeitruð við styrk undir 100 pg/ml. Rannsóknir á virkni CX3 og CX8 gegn inflúensuveiru og vöxt baktería eru í gangi. Ályktanir: Eðlisefnafræðilegir og líffræðilegir eiginleikar tveggja am- ínókalixarena vom kannaðir með tilliti til flutnings í gegnum hálfgegnd- ræpar himnur, yfirborðsvirkni, eiturhrifa og bakteríudrepandi áhrifa. Bæði efnin hópuðu sig saman í vatnslausn og mynduðu nanóagnir og/ eða mísellur. E 136 Testósterón og geðheilsa karla í samfélagsrannsókninni Suðurnesjamenn Bjami Sigurðsson', Sigurður Páll Pálsson2, María Ólafsdóttir’, Ólafur Þór Ævarsson1, Magnús Jóhannsson1 ’Rannsóknarslofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ, 2Landspítala, 3Heiisugæslunni í Árbæ, 4For- vömum ehf., sjálfstætt starfandi geðlækningar bjs23@hi.is Inngangur: Sambandi testósteróns og þunglyndiseinkenna í fyrri rann- sóknum hefur bæði verið lýst við há- og lággildi testósteróns (U-laga samband). I samfélagsrannsókn á körlum var kannað samband milli testósteróns mælt í munnvatni og geðheilbrigðis. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru 137 karlar með Beck Depression Inventory (BDI), Gotland Male Depression scale (GMDS), Montgomery-Ásberg Depression rating scale (MADRS), almennum heilsufarsspurningum og að lokum með geðskoðun hjá geðlækni í hálfstrúktúruðu geðviðtali. Greining var samkvæmt DSM-IV fyrir þunglyndi (major depressive disorder). Testósterón var mælt tvisvar á einum degi í daglegu umhverfi við vinnu eða heima (kl. 7.00 og 22.00) í undirhóp (n=46). Niðurstöður: Morgungildi testósteróns voru marktækt hærri en kvöld- gildi (236 á móti 145 pg/ml; parað t-próf; p=0,009). Testósterón gildi reyndust marktækt lægri með hækkuðum aldri en aldur skýrir einungis lítinn hluta sambandsins eða um 16%. Ekkert samband reyndist milli kvöldgilda testósteróns og klínísks viðmiðs GMDS en samband var við MADRS (p=0,023; p=0,018 án geðlyfja) og BDI (p=0,031 án geðlyfja). Ekki samband var við geðgreiningu (p=0,054), geðsögu, líkamlega sjúk- dóma eða menntunarstig. Hópnum var skipt upp í þrjá jafna hluta eftir 52 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.