Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 98

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 98
XVI VISINDARAÐSTEFNA H I FYLGIRIT 73 efnamyndun (Alizarin red). Greining á tjáningu bólguörvandi vaxtar- þátta (IL-6 og IL-8) var gerð með Luminex bead array tækni. Niðurstöður: Báðar kítínfásykrurnar höfðu aukin áhrif á tjáningu YKL- 40, TLR-3, Runx-2 og Collagen I auk þess að auka seytingu á bólguör- vandi vaxtarþáttunum IL-6 og IL-8. Chitohexaose hafði tölfræðilega meiri áhrif á aukningu í tjáningu YKL-40, TLR-3, Runx-2 og Collagen I og seytingu vaxtarþáttanna IL-6 og IL-8 samanborið við N-Acetyl Chitohexaose. Ályktanir: Mögulegt er að nota kítínfásykrur til ræktunar beinfrumna utan líkama með því að markmiði að nota þau í læknisfræðilegum til- gangi. Hins vegar þarf að kanna nánar hvemig þessar kítínfásykrur örva beinsérhæfingu in vitro. V 95 Starfræn skilgreining á frumuiínum sem bera BRCA2 stökkbreytingar Jenný Björk Þorsteinsdóttir1, Garðar Mýrdab, Helga M. Ögmundsdóttiru ‘Rannsóknastofu í krabbameinsfræöum, Lífvísindasetri HÍ, 2geislalækningadeild Landspítala, 3læknadeild HÍ jbth@hi.is Inngangur: BRCA2 kemur úr hópi gena sem þekkt eru sem sterk áhættugen fyrir brjóstakrabbamein. Einstaklingar sem bera stökkbreyt- ingu í þessu geni eru í mjög aukinni áhættu á að fá brjóstakrabbamein og sumar aðrar gerðir krabbameina, einhvern tímann á lífsleiðinni. Aðalhlutverk BRCA2 í frumunni er í villulausri þáttaparaviðgerð á tvíþátta brotum á erfðaefninu. BRCA2 gegnir einnig hlutverki i fmmuskiptingu og skortur veldur tilhneigingu til fjórlitnunar. Markmið verkefnisins var að kanna hæfni til þáttaparaviðgerðar og ástand geislaskauta í fmmum sem eru arfblendnar um BRCA2 genið og áhrif þöggunar á BRCA2 Efniviður og aðferðir: Notaðar voru fjórar brjóstafrumulínur sem em arfblendnar um þrjár mismunandi stökkbreytingar í BRCA2 geninu. Innsetning á SÍBRCA2 var framkvæmd og fjölgun geislaskauta metin fyrir og eftir innsetningu á SÍBRCA2 með mótefnalitun gegn Y-tubulini. Tvíþátta DNA brot voru mynduð annars vegar með 8 Gy geislun og hins vegar meðhöndlun með PARP hindra og viðbrögð við skemmdum metin með mótefnalitun gegn RAD51 og yH2AX. Niðurstöður: Hjá arfblendnum frumum var hlutfall frumna sem sýndu fjölgun geislaskauta (>2) um það bil 10% en eftir siBRCA2 innsetningu hækkaði hlutfallið í um það bil 23%. Myndun tvíþátta brota eftir geislun var staðfest með litun fyrir yH2AX. Arfblendnar frumur sýndu eðlilega hæfni til að hefja þáttaparaviðgerð, metið með litun fyrir Rad51. Vísbendingar eru um að hæfni sé minnkuð eftir þöggun á BRCA2, en eftir er að endurtaka tilraunir. Ályktanir: Niðurstöður sýna gagnsemi þess að koma upp frumurækt- unarlíkani sem byggir á siBRCA2 og líkir eftir aðstæðum sem verða í æxlum hjá einstaklingum sem bera stökkbreytingu í BRCA2. Slíkt líkan gæti komið að miklu gagni við prófanir á nýjum krabbameinslyfjum. V 96 Tjáning og hlutverk fibronectins í greinnóttri formgerð brjóstkirtils Tobias Richter13, Magnús Karl Magnússon''23, Þórarinn Guðjónssonu 'Rannsóknaslofu í stofnfrumufræðum og ‘rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ, 3rannsóknastofu í blóðmeinafræði Landspítala tobias@hi.is Inngangur: Brjóstkirtillinn er samsettur af greinóttum þekjuvef sem um- lukinn er æðaríkum bandvef. Þeir ferlar sem stýra mjmdun greinóttrar formgerðar eru svipaðir þeim sem koma við sögu í bandvefsumbreyt- ingu þekjufrumna (epithelial to mesenchymal transition, EMT). EMT er þroskunafræðilegt ferli sem sést við myndun miðlags og þegar sár gróa. Krabbameinsfrumur nýta sér EMT til þess að vaxa ífarandi inn í aðlæga vefi og meinvarpast. Fibronectin (FN) er bandvefsprótein sem stýrir greinóttri formgerð í munnvatnskirtlum en lítið er vitað um hlutverk þess í brjóstkirtli. Markmið verkefnisins er kanna tjáningu og hlutverk fibronectins í greinóttri formgerð brjóstkirtils Efniviður og aðferðir: D492 er brjóstaþekjufrumulína með stofnfrumu- eiginleika sem myndar greinótta formgerð í þrívíðri rækt. Við munum kanna tjáningu fibronectins í D492 og í eðlilegum brjóstvef. Jafnframt verður tjáning fibronectins bæld með lentiviral genaþöggun og áhrif þess könnuð í þrívíðum ræktunum. Aðrar aðferðir sem við beitum eru rauntíma PCR, Western blettun og smásjárskoðun. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður okkar sýna að fibronectin er tjáð í eðlilegum brjóstkirtli og einnig í D492 frumulínunni bæði í tví- og þrí- víðri rækt. í þrívíðri rækt er FN tjáð á samskiptum þekju og bandvefjar. Fibronectin er einnig tjáð í bandvefsfrumulínunni (D492M) sem búin var til út frá D492. Ályktanir: Genaþöggun á fibronectin mun leiða í ljós hvaða hlutverki próteinið sinnir í greinóthi formgerð kirtilganga. V 97 Áhrif Amphiregulins á sérhæfingu stofnfrumna í brjóstkirtli Sylvía Randversdóttir1-2'3, Sævar Ingþórsson1'23, Bylgja Hilmarsdóttir1'2-3, Magnús Karl Magnússon12-3, Þórarirm Guðjónsson1-3 'Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum og, 'rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ, 'rannsóknastofu í blóðmeinafræði, Landspítala syr2@hi.is Inngangur: Týrósín kínasa viðtakinn EGFR er mikilvægur fyrir greinótta formgerð brjóstkirtilsþekju og breytingar á virkni hans og boðferlum koma við sögu í mörgum brjóstakrabbameinum. Greinótt formgerð kirtilsins samanstendur af kirtilþekju- og vöðvaþekjufrumum. Stofnfrumur í brjóstkirtli eru taldar sjá um nýmyndun þekjunnar og einnig er talið að mörg brjóstakrabbamein eigi upptök sín í þessum frumum. Markmið þessa verkefnis er að rannsaka áhrif amphiregulins (AREG) sem er bindill fyrir EGFR á þroskun og sérhæfingu stofnfrumna í brjóstkirtli. Efniviður og aðferðir: D492 er þekjufrumulína úr brjóstkirtli sem býr yfir stofnfrumueiginleikum. D492 getur myndað sérhæfðar kirtil- þekju- og vöðvaþekjufrumur og í þrívíðri rækt myndar hún greinótta kirtilganga. D492 var ræktuð í tví- og þrívíðri rækt með og án AREG. Til að kanna tjáningarmunstur kirtilþekju- og vöðvaþekjufrumna voru framkvæmdar mótefnalitanir og Westem blot gegn kennipróteinum kirtil- og vöðvaþekjufrumna. Niðurstöður: Niðurstöður okkar sýna að AREG hefur bælandi áhrif á frumufjölgun í D492. Hins vegar verður aukning á vöðvaþekjusérhæf- ingu sem endurspeglast í aukinni tjáningu á Keratín 14. Þegar D492 var ræktuð í þrívíðri rækt með AREG myndast kirtilgangar svipað því og gerist venjulega hjá D492. Hins vegar breytist tjáning E-cadherins frá því að vera himnubundin (án AREG) yfir í það að verða dreifð innan- frumutjáning (með AREG). Western blot sýndi engan mismun á tjáningu E-Cadherin í æti sem innihélt AREG og ekki. f þrívíðri ræktun mátti sjá að frumur, sem gefið var AREG, mynduðu greinótta formgerð fyrr en þær sem ekki fengu AREG. Ályktanir: Hér sýnum við AREG hefur áhrif á vöxt og sérhæfingu D492 98 LÆKNAblaðið 2013/99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.