Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 75

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 75
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 (pECM) bjóða uppá svipaða notkunarmöguleika og hafa ýmsa kosti. Mikilvægt er þó að staðfesta að pECM sé innlimað í vefi og taki þátt í nýmyndun vefja á sambærilegan hátt og efni úr spendýrum, til dæmis hafi áhrif á nýmyndun æða, far frumna og valdi ekki bólgusvörun. Efniviður og aðferðir: THP-1 mónócýtar voru voru ýmist ræktaðir í viðurvist duftaðs pECM án örvunar, með IFN og LPS örvun eða með phorbol-12-myristate-13-acetate (PMA) sérhæfingu og LPS örvun. Magn frumuboðanna IL-10 og IL-12p40 mælt í frumufloti. Æðaþelsfrumur úr naflastreng (HUVEC frumur) voru notaðar til þess að meta áhrif pECM á frumufar. Æti með duftuðu pECM var þá látið á og frumurnar látnar vaxa í átta klst. Áhrif pECM á nýmyndun æða voru mæld með kjúklinga CAM (Chick Chorioallantoic Membrane) aðferðinni. Fyrir kjúklinga CAM tilraunir voru frjóvguð egg opnuð og 6 mm skífur af pECM eða filterpappír látnar beint á himnuna. Fyrir og eftir tvo daga var himnan mynduð í víðsjá með og án skífu. Breyting á flatarmáli æða í himnunni var metin og fjöldi greina á æðum talin. Niðurstöður: THP-1 frumur voru ekki örvaðar af pECM í neinum af þeim kringumstæðum sem prófaðar voru, sem bendir til þess að pECM veki ekki upp ónæmisviðbragð þeirra. pECM hafði ekki áhrif á færslu HUVEC fruma í rispuprófi. í kjúklinga CAM prófinu var aukning í flatarmáli æða og greinafjölda í himnunum sem fengu pECM miðað við ómeðhöndlað viðmið. Ályktanir: pECM getur aukið nýmyndun æða sem er lykilatriði í upp- byggingu á heilbrigðum vef í sárum. Vörur úr pECM eru því jafn hæfar og sambærilegar vörur úr spendýravef til að viðhalda vexti frurnna og ýta undir nýmyndun æða. V 21 Rannsóknir á Gyrodactylus sníkjudýrum á villtum þorski og eldisþorski beggja vegna Norður-Atlantshafsins Matthías Eydal1, David K. Cone2, Michael D.B. Burt3 Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, ;Saint Mary's University, Halifax, Nova Scotia, Kanada, 3University of New Brunswick, Fredericton, New Brunswick, Kanada meydal@hi.is Inngangur: Sníkjudýr af ættkvíslinni Gyrodactyhis eru smáir flatormar (Monogenea: ytri ögður), um hálfur mm á lengd, sem leggjast á tálkn, roð eða ugga fiska og geta valdið sjúkdómi. Fyrri rarvnsóknir sýna að á þorskfiskum í N-Atlantshafi finnast að minnsta kosti sex Gyrodactylus tegundir, en útbreiðsla einstakra tegunda er ekki vel þekkt, litlar heim- ildir hafa verið til um tegundir í Kanada og engar frá íslandi. Efniviður og aðferðir: Gyrodactylus ormum var safnað af villtum þorsk- um úr ísafjarðardjúpi og af eldisþorskum úr sjókvíum í ísafjarðardjúpi og á Austfjörðum 2009. í Kanada var einnig safnað ormum af villtum þorski og eldisþorski. Niðurstöður: Af sex Gyrodactylus tegundum sem þekktar eru á þorski í N-Atlantshafi fundust fjórar á villtum þorski við ísland, en allar tegundimar á villtum þorski við Kanada: Gyrodaclylus callariatis (tíðni ísland 100%/ Kanada 5%), G. cryptarum (7%/tíðni lág), G. emembranatus (0/62%), G. marinus (7%/38%), G. pharyngicus (13%/5%) og G. pterygialis (0/tíðni lág). Á eldisþorski við ísland fundust G. marinus (tíðni 47%) og G. pharyngicus (3%). G. marinus var eina tegundin sem fannst á eldis- þorski við Kanada (tíðni 91%). Ályktanir: Það er athyglisvert að G. callariatis var ríkjandi tegund á villtum þorski við ísland en önnur tegund, G. marinus, var ráðandi á eldisþorski, jafnvel í sama firði. Við Kanada var sama tegund, G. mar- inus, allsráðandi á eldisþorski. Þessari tegund þarf væntanlega að gefa sérstakan gaum í þorskeldi. V 22 Um tríkínur og smit af völdum þessara sníkjudýra á íslandi Karl Skírnisson Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum kar1sk@hi.is Inngangur: Tríkínur (Trichinella spp.) em sníkjuþráðormar af ætt- kvíslinni Trichinella sem lifa í meltingarvegi og þverrákóttum vöðvum dýra víðast hvar í heiminum. Sex af átta þekktum tegundum geta lifað í mönnum og valdið í þeim alvarlegum sjúkdómi sem oft leiða til dauða. Á heimskautasvæðum hringinn í kring um norðurhvel lifir tegundin T. nativa, einkum í hvítabjörnum, rostungi, úlfum og ref. Sunnar, á tempr- uðum landsvæðum, lifir T. spiralis í svínum, hrossum, hundum, björnum og refum. Báðar lifa einnig í dýrum sem shmda hræát, eins og nagdýr. Smit berst á milli dýra með hráu kjöti. Fullorðnu ormarnir lifa niðri í slímhimnu þarmsins og verpa þar lirfum sem berast með blóðrás út um líkamann. Ofangreindu tegundimar mynda þolhjúpa utan um lirfurnar og mest er af þeim í þverrákóttum vöðvum. Lirfustig T. nativa þolir frost og lifir hún hér í nágrannalöndunum (Grænlandi, Svalbarða, Noregi) en sunnar í Evrópu er T. spiralis allsráðandi. Efniviður og aðferðir: Rannsakað var hvort hvítabirnirnir fimm, sem taldir voru hafa lifað við Austur-Grænland áður en þeir komu til íslands, væm smitaðir af tríkínum. Var það gert með því að melta með staðlaðri aðferð 50 g af þind, kjálkavöðva og tungu hvers dýrs og telja lirfur í sýnunum. Niðurstöður: Tveir hvítabjarnanna voru smitaðir, aldurhniginn bjöm, á 23. aldursári, og ríflega fjögurra vetra birna. Sértækar PCR prófanir stað- festu að tegundin T. nativa átti í hlut í báðum tilvikum. Ályktanir: Island er eina landið í Evrópu sem laust er við tríkínur. Sú staðreynd er einkum rakin til einangrunar landsins og fábreyttrar fánu spendýra. Við ákveðnar aðstæður gæti T. nativa engu að síður náð hér fótfestu, til dæmis ef hagamýs eða refur kæmust í hræ af hvítabjömum sem smitaðir voru af tríkínu. Hringrásin gæti svo viðhaldist þar sem þessi dýr þrífast hlið við hlið og borist þaðan í húsdýr og áfram í fólk. V 23 Áhrif félagslegra þátta á myndun sykursýki af tegund 2 meðal aldraðra íslendinga. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar 2002- 2006 Hrafnhildur Eymundsdóttir1, Vilmundur Guðnason2, Elín Ólafsdóttir3, Thor Aspelund4, Rúnar Vilhjálmsson5, Tamara B. Harris6, Lenore J. Launer6, Guðný Eiríksdóttir2 uMiðstöð í Lýðheilsuvísindum Hí, -'Hjartavemd, shjúkrunarfræðideild HÍ, 6Intramural Research Prögram, National Institute on Aging hre6@hi.is Inngangur: Á erlendum vettvangi hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á marktækt samband á milli þjóðfélagsstöðu (socioeconomic status) og sykursýki af tegund 2 (SS2). Tilgangur núverandi rannsóknar er að meta þjóðfélagsstöðu, út frá menntun og atvinnu, í tengslum við SS2. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er þversniðsrannsókn, notast var við gögn frá Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (2002-2006). Þátttakendur voru 5.764, á aldrinum 66-98 ára, meðalaldur 77 ár. SS2 var greind meðal þátttakenda með spumingalistum, gegnum lyfjanotkun og mælingum á fastandi blóðsykurgildum. Út frá atvinnu var greint á milli eftirfarandi stétta; efri stétt, millistétt og verkalýðsstétt. Niðurstöður: Algengi SS2 var um 12% meðal karla og kvenna. Ekki reyndist martækur munur á algengi SS2 með tilliti til menntunar og at- vinnu. Hins vegar reyndist vera marktækur munur á lífstílsþáttum, með tilliti til menntunar og atvinnu. Þeir sem flokkuðust í efri stétt og höfðu LÆKNAblaðið 2013/99 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.