Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 74
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 73
V 17 Virkni lípíðlausna gegn öndunarfæraveirum in vivo
Hilmar Hilmarsson1, Halldór Þormar1, Þórdís Kristmundsdóttir
'Líf- og umhverfisvísindadeild og :lyfjafræöideild HÍ
thordisk@hi.is
Inngangur: Respiratory syncytial veira (RSV) er ein algengasta orsök
alvarlegrar lungnabólgu hjá ungum bömum og hjá öldruðum. Nothæft
bóluefni gegn RSV er ekki til. Það er því greinilega þörf á nýjum lyfjum
gegn RSV sem gætu að minnsta kosti dregið úr líkum á alvarlegri sýk-
ingu í neðri öndunarfærum. Rannsóknir hafa sýnt að lípíðin lárínsýra
og mónókaprín em virk gegn RSV. Hægt er að smita mýs og rottur með
RSV og má nota sem dýralíkan til rannsókna á lyfjavirkni.
Efniviður og aðferðir: 50pl af lípíðlausnum sem innihéldu 10 mM
af mónókapríni og lárínsýru, própýlen glýkóli, Tween 20 eða 40 og
Carbopol 974P var sprautað í nasirnar á Spraque Dawley rottum.
Nokkrum mínútum síðar var 50pl of RSV A2 sprautað í nasir dýr-
anna. Meðferð með lípíðlausnum var framkvæmd fjóra daga í röð.
Samanburðarhópur var meðhöndlaður með 0,9% NaCl lausn. Dýrunum
var síðan fargað, nefslímhúðin fjarlægð, hún hómógeniseruð og RSV
ákvarðað.
Niðurstöður: Hjá þeim dýrum sem fengu lípíðlausnirnar varð marktæk
lækkun á RSV títer samanborið við hópinn sem fékk 0,9% NaCl lausn
(P<0,01). Nefslímhúð dýranna sem fengu lípíðlausnina virtist eðlileg
en roði var á nefslímhúð þeirra dýra sem fengu viðmiðunarlausnina og
sýndi hún merki um bólgu. Meðferð með lípíðlausnunum virtist ekki
hafa óæskileg áhrif á dýrin og hafði ekki áhrif á þyngd þeirra.
Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að meðferð með lausnum sem inni-
halda mónókaprín og lárínsýru valda marktækri lækkun á veiru títer í
nefslímhúð rotta sem sýktar hafa verið með RSV. Meðferð með lípíðum
gæti því verið fyrirbyggjandi þar sem að með því að lækka RSV veiru
títer í nefslímhúð mætti draga úr líkum á að veiran berist til lungna og
valdi þar alvarlegri sýkingu. Þörf er á ítarlegri rannsóknum til að kanna
notkun á lípíðunum gegn RSV.
V 18 Augnsýkingar af völdum Listeria monocytogenes í íslenskum
kúm
Guðbjörg Jónsdóttir1, Signý Bjarnadóttir', Hjalti Viðarsson2, Eggert Gunnarsson1
'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2dýralæknir Búðardal
gj@hi.is, sigbj@hi.is
Inngangur: Bakterían Listeria monocytogenes (L.monocytogenes) finnst
víða í náttúrunni, í fjölda dýrategunda og einnig í fóðri, matvælum og
jarðvegi. Bakterían getur valdið sjúkdómnum listeriosis sem lýsir sér
meðal annars sem heilahimnubólga, blóðeitrun og fósturlát í mönnum
og dýrum. Sýkingar í dýrum tengjast yfirleitt fóðrun með votheyi
eða illa verkuðu rúllubaggaheyi. L. monocytogenes getur einnig valdið
augnsýkingum í nokkrum dýrategundum og hefur verið einangruð úr
sýktum augum hrossa, sauðfjár og nautgripa víða erlendis. Hér verður
lýst fyrsta staðfesta tilfellinu af listeríuaugnsýkingu í nautgripum hér á
landi.
Efniviður og aðferðir: í nóvember 2011 kom upp augnsýking í nautgrip-
um á kúabúi á Vesturlandi. Á bænum voru um 60 gripir í lausagöngu,
fóðraðir á rúllubaggaheyi. Um 30 gripir sýndu einkenni. Einkennin
voru mismikil, allt frá því að rétt væri hægt að merkja að kýrnar pírðu
annað augað og upp í stöðugt rennsli úr auga/augum, hvarmabólgu og
homhimnubólgu. Sumar kýrnar urðu líklega svo til blindar um tíma.
Niðurstöður: Keldum bárust stroksýni úr augum fjögurra gripa. Frá
öllum sýnunum ræktaðist nær hreirm vöxtur af L. monocytogenes.
Bakterían var einangruð og tegundagreind. Hún reyndist vel næm gegn
þeim sýklalyfjum er prófuð voru. Þær kýr sem voru verst haldnar voru
meðhöndlaðar með sýklalyfjum. Allar náðu sér á þremur til fjórum
vikum.
Ályktanir: L. monocytogenes var hér einangruð úr sýktum augum naut-
gripa í fyrsta skipti á íslandi. Oftast eru dýr meðhöndluð strax og sýk-
ingar verður vart en ekki tekin sýni til að kanna orsök sýkingarinnar. Af
faraldsfræðilegum ástæðum þyrfti að gera það oftar þar sem Listeria er
sem kunnugt er súnu baktería og getur verið alvarlegur sjúkdómsvaldur
í dýrum og mönnum. Því er mikilvægt að geta gripið til viðeigandi ráð-
stafana og meðhöndlunar þar sem það á við.
V 19 Viðbrögð við jákvæðum blóðræktunum á Landspítala frá
janúar til ágúst 2010
Katrín Hjaltadóttir', Helga Erlendsdóttir1-, Hjördís Harðardóttir2, Már
Kristjánssonu, Sigurður Guðmundsson1’3'1
'Læknadeild HÍ, ^sýklafræðideild og 3smitsjúkdómadeild Landspítala, 4heilbrigðisvísindasviði
HÍ
katrinhjalta@gmail.com
Inngangur: Árlega greinast um 1.000 einstaklingar með jákvæðar blóð-
ræktanir á Landspítala. Rannsóknir sýna að því fyrr sem sýklalyf eru
gefin þessum einstaklingum, þeim mun betri eru horfurnar. Markmið
rannsóknarinnar var að kanna hversu langur tími líður frá því fyrstu
upplýsingar um jákvæða blóðræktun liggur fyrir, þar til sýklalyfja-
meðferð hefst. Einnig, hversu margir voru þegar komnir á meðferð,
hvaða meðferð og hversu oft upplýsingar sýklafræðideildar leiddu til
breytinga á meðferð og hver afdrif sjúklinga urðu.
Efniviður og aðferðir: Allar jákvæðar blóðræktanir frá janúar til og
með ágúst 2010 voru rannsakaðar. Gögn fengust úr Glims (tölvukerfi
sýklafræðideildar), Therapy (lyfjakerfi Landspítala), lyfjablöðum frá
Barnaspítala Hringsins og Sögu (sjúkraskráningarkerfi Landspítala).
Niðurstöður: Alls greindust 627 einstaklingar með jákvæðar blóðrækt-
anir á tímabilinu, þar af voru 36,8% álitin mengun. 97% fengu sýklalyf
og var ceftríaxón oftast fyrsta val. Tími frá sýnatöku að fyrstu lyfjagjöf
var að meðaltali 7,5 klst. Meðferð var breytt í 66% tilvika, að meðaltali
tæpum sólarhring eftir tilkynningu um jákvæða ræktun. í 30% tilvika
var haft samráð við smitsjúkdómalækni. Alls létust 6% einstaklinganna
innan 30 daga frá sýnatöku.
Ályktanir: Flestir sjúklingamir fengu sýklalyf og fyrsta meðferð var oft-
ast breiðvirkt sýklalyf, sem passar við ráðleggingar um empiríska sýkla-
lyfjagjöf. Stytta mætti tímann sem líður frá sýnatöku til sýklalyfjagjafar
og þar með bæta horfur sjúklinga. Hluti sjúklinga fær sýklalyf á bráða-
móttöku en gögn þaðan lágu ekki fyrir við vinnslu rannsóknarinnar.
Rannsókninni er ekki lokið, því enn vantar gögn frá bráðamóttöku um
sýklalyfjagjafir. Óskandi er að niðurstöðumar hjálpi til við að sjá hvar í
ferlinu má gera betur og auka eftirlit með þessum sjúklingahópi.
V 20 Áhrif utanfrumustoðefnis úr þorski á æðamyndun in vitro, ex
vivo og in ovo
Guðný Ella Thorlacius, Skúli Magnússon, Baldur Tumi Baldursson, Guðmundur
Fertram Sigurjónsson, Pétur Henry Petersen
Rannsóknarstofa í taugalíffræði Lífvísindasetur HÍ
skm2@hi.is
Inngangur: Notkun utanfrumuefnis úr spendýravef til ígræðslu í sár
sem gróa illa verður sífellt algengari en sambærilegt efni úr fiskum
74 LÆKNAblaðið 2013/99