Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 22
XVI VISINDARAÐSTEFNA FYLGIRIT 73 H í við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma svo sem háþrýstings og offitu en ekki er ljóst hvort þessi tengsl hafi klíníska þýðingu fyrir hjarta- og æðasjúkdóma síðar meir. Könnuð voru tengsl snemmbærs kynþroska stúlkna, metin út frá vaxtarferlum, við dauðsföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 1035 konur fæddar 1921-1935 sem innrituðust í Reykjavíkurrannsókn Hjartavemdar (1968-1991). Mælingum skólaheilsugæslu á hæð og þyngd frá 8 til 13 ára aldurs var safnað úr sjúkraskrám. Hæðarbreytingar [(hæðMiæð'J/ftímP-tími1)] við 8-9, 9-10, 10-11, 11-12 og 12-13 ára aldur voru metnar og hámarks- hæðarbreyting (HHB; „peak height velocity") notuð sem metill (estimator) á þróun og tímasetningu kynþroska. Áhættuhlutfall (Hazard ratio) og 95% öryggisbil (95%CI) var metið með fjölþáttaaðhvarfsgreiningu Cox. Niðurstöður: Alls létust 94 konur af völdum hjarta- og æðasjúkdóma frá upphafi þátttöku til ársins 2009, þar af 45 konur af völdum kransæða- sjúkdóma. Borið saman við þær konur sem ekki höfðu náð HHB við 12 ára aldur (n=706) var áhættuhlutfall fyrir dauðsföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma 1,9 (95%CI: 1,1; 3,2) fyrir þær konur sem náðu HHB við 11-12 ára aldur (n=166) og 2,1 (95%CI: 1,2; 3,6) fyrir þær konur sem náðu HHB fyrir 11 ára aldur (n=163). Sterkari tengsl fundust þegar skoðuð voru áhættuhlutföll fyrir dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma sér- staklega [áhættuhlutfall 3,2 (95%CI: 1,6; 6,4) fyrir HHB <11 ár saman- borið við >12 árj. Þessi tengsl voru óháð þyngdarstuðli þátttakenda við fullorðinsaldur. Ályktanir: Snemmbær kynþroski stúlkna metinn út frá vaxtarferlum tengist aukinni áhættu á dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúk- dóma. Þessi tengsl virðast vera óháð yfirþyngd og offitu. E 37 Salmonella í dýrum og matvælum. Samanburður á mismun- andi greiningaraðferðum Vala Friðriksdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Signý Bjarnadóttir, Sigríður Hjartardóttir, Hiidur Valgeirsdóttir, Kristín Matthíasdóttir, Ásthildur Sigurjónsdóttir, Eggert Gunnarsson Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum valaf@hi.is Inngangur: Súnur (zoonosis) eru sjúkdómar og/eða sýkingar sem smitast náttúrulega á milli dýra og manna. Salmonella er súnuvaldur og algeng orsök matarsýkinga. Öflugt eftirlit í tengslum við dýraeldi og matvælaframleiðslu er því mikilvægt. Ymsar aðferðir eru notaðar til að fylgjast með Salmonella í matvælaframleiðslu, svo sem hefðbundnar ræktanir, hraðpróf, mótefnamælingar og sameindalíffræðilegar aðferðir. Rannsóknastofur sem sinna greiningum í tengslum við matvælafram- leiðslu vinna samkvæmt ströngu gæðakerfi og er þátttaka í samanburð- arprófum fastur liður í gæðaeftirliti þeirra. í tengslum við samanburðar- próf haustið 2011 var ákveðið að bera saman nokkrar aðferðir sem not- aðar hafa verið á Keldum til að greina Salmonella í dýrum og matvælum. Efniviður og aðferðir: Rannsakað var 21 sýni (kjöthakk) þar sem Salmonella- innihald var óþekkt. Sýnin voru forræktuð og síðan greind áfram með eftirfarandi aðferðum: Salmonella-Tæktun NMKL aðferðir No. 71 (Salmonella detection in Foods) og No. 187 (Salmonella detection in foods, faeces and materials from primary animal production using MSRV), greiningu á Salmonella með PCR (Polymerase chain reaction) aðferð og Salmonella Tecraprófi (hraðpróf). Niðurstöður: Sýnin skiptust þannig að 11 innihéldu Salmonella Enteritidis, þrjú innihéldu Salmonella Typhimurium og sjö voru án SalmoneUa. Sum jákvæðu sýnin innihéldu mikið af Salmonella og önnur innihéldu bakteríuna í litlu magni. Sýkladeild Keldna greindi SalmoneUa rétt í öllum 14 jákvæðum sýnum. Aðferðunum fjórum bar vel saman og greindu þær sýnin 21 rétt í öllum tilfellum. Ályktanir: Keldur komu vel út í samanburðarprófinu og greindum við öll sýni rétt. Þær aðferðir sem prófaðar voru eru byggðar á mismunandi grunni, en í þessu tilfelli þar sem matvæli voru athuguð skiluðu þær allar sömu niðurstöðum. E 38 Nýrnaveiki í bleikju. Samvistarsmit og seltustig Sigríður Guðmundsdóttir', ívar Öm Ámasonw1, Teitur Amlaugsson2, Ámi Kristmundsson' •Tlraunastöð HÍ í meinafræöi að Keldum, 3íslandsbleikju Grindavík, Samherji hf. siggag@hi.is Inngangur: Bleikjueldi fer fram við ýmis skilyrði. Hér er greint frá samspili seltu og smits með bakteríunni Renibaclerium salmoninarum, hægfara innanfrumusýkli er veldur nýrnaveiki i laxfiskum. Við rann- sóknir á smitsjúkdómum í fiski er algengast að sýklinum sé sprautað í fiskinn, hann baðaður í lausn með sýklinum eða að samvistarsmit sé sett upp þar sem ómeðhöndlaður fiskur er settur í ker með sprautusýktum fiski. I slíkri tilraun fæst samanburður á tvenns konar smitleiðum. Efniviður og aðferðir: Bleikjuseiðum var skipt í hópa eftir seltu- stigi, það er 16, 25 og 30-32%». Fylgst var með fiskinum daglega, dauður fiskur hirtur og skráður. Eftir sex mánuði voru tekin nýma- og blóðsýni til að greina mótefnavaka með ELISA prófi og msa gen með snPCR. Mánuði síðar var eftirlifandi fiskur deyddur, skoð- aður, vigtaður, lengdarmældur, sýni tekin sem áður og í rækt að auki. Niðurstöður: Fiskurinn óx hraðast í 16%o en hægast í 25%o. Dauði hófst í sprautusýktum fiski mánuði frá upphafi tilraunar. Um tveimur mánuð- um síðar vom um 90% þeirra dauðir. Óvemlegur munur var milli seltu- hópa. í samvistarsmiti drápust 0,01% fiskanna. í þeim fiski, voru ELISA gildi og títrar hæst í 16%o, þá í 25%o og loks í 30-32%o eftir sex mánuði. Hið sama gilti eftir sjö mánuði, en gildi og títrar höfðu lækkað. Bakterían ræktaðist ekki úr neinu þessara sýna og snPCR próf voru neikvæð. Ályktanir: Samvistarsmit samsvarar náttúrulegu smiti. Bleikja er mjög þolin gagnvart R. sabttoninarum eins og sést á nær 100% lifun. Aukin selta dregur úr smitmagni eða virkni bakteríunnar, en einnig úr vexti bleikjunnar. Eftir sjö mánuði greinist umtalsvert magn mótefnavaka sem getur bent til hægvirkrar sýkingar, en einnig er vitað að mótefnavakinn þarf tíma til að hverfa úr nýrnavefnum. Hversu langan, er verið að skoða í nýhafinni tilraun. E 39 Þróun sýkingar með Renibacterium salmoninarum í bleikju fvar Örn Árnason, Árni Kristmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum ivara@hi.is Inngangur: Bleikjueldi er mikilvæg grein í íslensku fiskeldi. Bakterían, Renibacterium salmoninarum, veldur nýmaveiki (BKD) í laxfiskum og hefur valdið miklu tjóni í laxeldi. BKD hefur komið upp í bleikjueldi en lítið er vitað um sýkingarferli bakteríunnar í bleikju. Markmið verk- efnisins var að skoða það. Efniviður og aðferðir: Framkvæmdar voru tvær sýkingartilraunir. Ónnur þeirra var samvistarsmitstilraun, þar sem 150 fiskum var skipt í tvö ker. I hvom keri voru 15 fiskar sprautaðir í kviðarhol (i.p.) með R. salmoninarum og 60 ómeðhöndlaðir. í hinni tilrauninni (i.p. tilraun) var 140 fiskum skipt í tvö ker. I hvoru keri voru 60 fiskar spraut- 22 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.