Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 10
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 73
meðferð sem getur verið í formi lyfja, spelku eða aðgerða, einnig getur
verið þörf á líkamsþjálfun. Ef ákvörðun um skurðaðgerð er tekin, er ljóst
að liðbrjóskið eða fóðringar liðsins eru það skemmdar að önnur meðferð
muni ekki hjálpa til. Skurðaðgerðir í dag ganga út á að fjarlægja orsök
sársaukans með því að létta á eða hindra núning milli slitinna liðflata
(beinskurður, liðsnyrting, staurliðun) eða hreinlega skipta þeim út, það
er að setja nýjar fóðringar (gerviliðaaðgerð). í framhaldinu er gengið frá
aðgerðarbeiðni sem fer irm á biðlista viðeigandi meðferðarstofnunar til
að skipuleggjast á hentugum tíma fyrir báða aðila.
í dag er algengt að veita fræðslu fyrir og eftir aðgerð um gang með-
ferðar og tímann í kjölfarið. Það hefur ásamt bættri verkjastillingu og
skurðtækni stytt verulega tíma inni á sjúkrastofnun sem og endur-
hæfingartímann. Öll eftirmeðferð er einnig orðin öruggari og virkari, en
vandamál eins og blóðtappar, sýkingar og föll með beinbroti kringum
aðgerðarsvæði eru áfram fyrir hendi. Með skráningu á líðan og hreyfi-
getu fólks og tímasetningu enduraðgerða er hægt að reikna út bata sem
meðferðin veitir, endingu aðgerða og líftíma einstakra gerviliða. Á þann
hátt er stöðugt hægt að bæta meðferðarúrræði fyrir slitgigtina og gera
framtíðarspá um kostnað þjóðfélagsins og hagnað á viðkomandi heil-
brigðisþjónustu. Nýjustu niðurstöður sýna þannig að gerviliðaaðgerðir
teygja sig æ meira inn í bæði yngri og eldri aldurshópa, að meðallíftími
gerviliða er um 15 ár og að heildarkostnaður þjóðfélagsins fyrir venju-
lega gerviliðaaðgerð er í dag rúmlega 1 milljón krónur.
10 LÆKNAblaðið 2013/99