Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 50
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 fjölsykran eyðir langlífum mótefnaseytandi frumum, en skerðingin er mismunandi eftir fjölsykrum. E 127 Víxlverkun vökva og stoðkerfis í sogæðareiningu Peyman Abolhassani, Hrafn Amórsson, Piroz Zamankhan Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ hrafnarn@gmail.com / piroz@hi.is Inngangur: Sogæðar eru mikilvægur þáttur blóðrásarkerfisins. Þær eru svo að segja ósýnilegar og það þyrfti að þróa mjög sérhæfða tækni til að rannsaka þær. Ekki er hægt að fá miklar upplýsingar um þær breytingar sem eiga sér stað í sogæðum með smásjá. Sérstaklega áhugavert efni er skert dælugeta sogæðar. Sogæðar dragast saman og mynda aðallega þannig kraftinn sem þarf til að knýja áfram sogæða- vökva. Samdráttareiginleikar sogæða eru því mjög mikilvægir. Flæðið er slagkennt enda á það sér aðeins stað þegar sogæðin dregst saman. Stærðfræðileg hermun sogæðakerfisins er gagnleg til að skilja hvernig vökvi fer inn í sogæð í upphafi. Efniviður og aðferðir: í þessari grein er aðferð óþjappanlegrar jafn- aðrar eindastraumfræði (Smoothed Particle Hydrodynamics, SPH) fyrir vökvaaflfræði tengd saman við aðferð endanlegra mismuna (Finite Elements, FE) fyrir byggingar til að herma samdrátt sogæðarveggjarins. Gögn fyrir breytur svo sem Young-stuðul og deyfingu eru fengin með tilraunum á sogæðum í miðgirni nautgripa. Þær eru fall af öðrum þáttum svo sem tauga- og hormónaörvun. Niðurstöður: Niðurstöðurnar benda til þess að fyrir sogæðareiningu, sem er stutt æðareining með lokum í báðum endum, kunni staðbundin iðustreymi og bakrennsli að eiga sér stað. Þess vegna virðist forsendan um lagskipt flæði ekki eiga við um hermun sogæðareiningar. Því var SPH-aðferðin ásamt aðferð hermunar stórs iðustreymis (large eddy simulation, LES) nýtt til að bæta niðurstöðurnar um víxlverkun vökva og stoðkerfis. Ályktanir: Meginniðurstaðan er að Poiseuille-jafnan gefi hugsanlega ekki rétt mat á spennum í tilviki sogæðareiningar með lokum. Tekið skal fram að ólíklegt er að algjörlega ólgukennt flæði myndist í sogæðakerfi. Ólga í þessu kerfi er svipuð og gerist í gljúpu efni. E 128 Kortlagning á breytingum í efnaskiptaferlum blóðflaga við geymslu Ciuseppe Paglia', Manúella Magnúsdóttir', Sigurður Brynjólfsson', Sveinn Guðmundsson2, Bemhard Ö. Pálsson', Ólafur H. Sigurjónsson2-3 'Kerfislíffræðisetri HÍ, ^BIóðbankanum Landspítala, 'tækni- og verkfræðideild HR gpagiia@hi.is Inngangur: Blóðflögur eru smáar kjarnalausar frumur sem gegna mikilvægu hlutverki í segamyndun, blæðingastöðvun, bólgusvörum og sáraviðgerðum. Blóðflögur hafa takmarkaðan geymslutíma utan líkama (fimm til sjö daga) og við geymslu þeirra myndast ástand sem kallað er "platelet storage lesion" sem getur leitt til þess að virkni þeirra við inngjöf verður ekki ákjósanleg. Vegna þessa er nauðsynlegt að beita nýjum aðferðum til að greina hvaða ferlar í blóðflögunni fara úrskeiðis við geymslu þeirra til dæmis með því að greina breytingar í efnaskipta- ferlum. Slíkt er mögulegt með því sem kallað er efnaskiptakortlagningu þar sem hægt er að greina sem flesta metabólíta án fyrirfram þekkingar á samsetningu sýnisins. Markmið þessar rannsóknar var að greina þær breytingar sem verða á efnaskiptaferlum blóðflagna við geymslu þeirra við eðlilegar aðstæður í blóðbanka. Efniviður og aðferðir: Til að greina breytingar í efnaskiptaferlum var notuð UPLC aðgreining (HILIC aðferð) sem pöruð var við Q-TOF massagreini. Þrjár blóðflögueiningar unnar með buffy coat aðferð voru notaðar, sýnum var safnað á dögum 0, 2, 4, 6, 8 og 10. Frumur og æti voru síðan aðgreind og var ætíð meðhöndlað með 0,5 mL acetonítrils en frumurnar með 0,5 mL metanókvatni. Niðurstöður: Breytingar eiga sér stað í efnaskiptaferlum við geymslu blóðflagna. Til dæmis nota blóðflögur glúkósa og glútamín sem aðal- orkugjafa en losa sig við laktat og metabólíta úr sundrunarferlum nítur- basa (purine catabolism) eins og xanthine og hypoxanthine. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að hvatberar blóðflagna verða fyrir skemmdum eftir nokkurra daga geymslu. Flögumar taka stöðugt upp og hvata niðurbrot glúkósa, en pýruvat er að mestu leyti breytt yfir í laktat, í stað þess að fara í sítrónusýruhringinn, sem gefur til kynna hægari efnaskiptahraða flagnanna við geymslu. E 129 ATP falli í æðaþelsfrumum eftir örvun með thrombíni er miðl- að með Cat+ innflæði um “transient receptor canonical potential” jónagöng og magnað með cyklódextríni Haraldur Halldórsson, Brynhildur Thors, Guðmundur Þorgeirsson Lífvísindasetri HÍ, lyflækningadeild Landspítala haralhat@hi.is Inngangur: Mikilvægur þáttur í framlagi æðaþelsins til eðlilegrar starfsemi blóðrásarkerfisins er myndun köfnunarefnisoxíðs (NO) og skert framleiðsla þess er grundvallarvandi í truflaðri æðaþelsstarfsemi. Við höfum skilgreint boðleið í æðaþeli sem miðlar thrombínörvun og leiðir til aukinnar NO-framleiðslu. Hún byggir á boðkerfinu LKBl-AMP acivated kinase (AMPK) sem virkjast eingöngu við aðstæður sem stuðla að falli í ATP styrk í æðaþelsfrumum við örvun. Fallið í ATP er skamm- vinnt, gerist í æti 199 en ekki æti 1640 og mekanisminn er óþekktur. Hér leitum við skýringa á fallinu í ATP styrk eftir örvun með thrombíni eða jónferj u. Efniviður og aðferðir: Æðaþelsfrumur úr bláæðum naflastrengja voru ræktaðar í EGM-æti og fluttar yfir í æti 199 einum sólarhring fyrir til- raun. Methyl-p-cýklódextrín sem bindur kólesteról og eyðir kaveólum var bætt á frumur 60 mínútum fyrir tilraun og jóngangahindrum 15 mínútum áður en frumumar voru örvaðar í þrjár mínútur með thromb- íni (lU/ml) eða jónferju A32187 (0,6 uM). ATP var mælt með luciferasa mæliaðferð. Niðurstöður: Ca" klóbindirinn BABTA minnkaði ATP-fallið um 90%. Ymsir hindrar „transient receptor canonical potential" (TRPC) ganga hindruðu ATP-fallið um nálægt 50%. Hins vegar jók cýklódextrín fallið í æti 199 og orsakaði nokkra lækkun í æti 1640. Hindrun poly(ADP-Ri- bose)polymerasa með PJ34 eða hindrun ADPR niðurbrots með LY29002 hafði ekki áhrif á ATP fall eftir thrombín eða A23187 en hindraði slíkt fall eftir meðhöndlun með vetnisperoxíði. Ályktanir: Fall í styrk ATP sem er forsenda þess að LKBl-AMPK boðleiðin virkist og magni framleiðslu NO orsakast af Ca** innflæði gegnum TRPC göng. Innflæðið eykst við það að minnka kólesterólmagn í frumuhimnum, sennilega vegna áhrifa á himnufleka og kaveólur þar sem TRPC göng raðast upp. 50 LÆKNAblaðió 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.