Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 101

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 101
XVI VISINDARAÐSTEFNA H I FYLGIRIT 73 var notuð til að auðkenna þá þátttakendur sem höfðu verið greindir með eða látist úr blöðruhálskirtilskrabbameini fyrir árslok 2009. Hættuhlutfall fyrir blöðruhálskirtilskrabbamein með 95% öryggis- mörkum (CI) var reiknað með lifunargreiningu Cox og einstaklingar sem stunduðu reglubundna hreyfingu í frítíma bornir saman við þá sem stunduðu enga líkamsrækt frá tvítugu. Greiningin var lagskipt eftir vinnutengdri líkamlegri áreynslu þátttakenda. Leiðrétt var fyrir öðrum mögulegum áhrifaþáttum. Niðurstöður: Á eftirfylgdartímanum (meðaltal 24,3 ár) voru 1149 karlar greindir með blöðruhálskirtilskrabbamein, þar af 387 með langt gengið mein (dánarorsök eða stig III eða IV við greiningu). Borið saman við þá sem stunduðu enga líkamsrækt í frítíma en voru í líkamlega krefjandi starfi fannst marktæk minni áhætta á langtgengnu blöðruhálskirtils- krabbameini hjá þeim þátttakendum sem hreyfðu sig bæði í frítíma og við vinnu (HR=0,60; 95% CI: 0,37-0,99). Ekki fannst samband milli hreyfingar í frítíma og langt gengins blöðruhálskirtilskrabbameins meðal þeirra sem voru í lítið líkamlega krefjandi starfi. Ályktanir: Reglubundin hreyfing í frítíma frá 20 ára aldri meðal þeirra sem eru í líkamlega krefjandi vinnu reyndist minnka áhættu á að greinast með langt gengið blöðruhálskirtilskrabbamein síðar á ævinni. V 105 Tilviljunargreining á tölvusneiðmynd er sjálfstæður forspárþáttur lifunar sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerð við lungnakrabbameini Andri Wilberg Orrason', Kristján Baldvinsson1, Húnbogi Þorsteinsson2, Martin Ingi Sigurðsson1, Steinn Jónssonu, Tómas Guðbjartsson1-2 ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3lungnadeild, Landspítala andriwo@gmail. com Inngangur: Lungnakrabbamein greinast oftast vegna einkenna en sum greinast fyrir tilviljun við myndrannsóknir sem gerðar eru við eftirlit eða vegna óskyldra sjúkdóma. Á síðustu árum hefur orðið aukning í notkun tölvusneiðmynda (TS) og segulómuna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þessi þróun hafi fjölgað tilviljunargreiningum en um leið kanna áhrif tilviljunargreiningar á lifun. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem gengust undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins á íslandi 1991-2010. Sjúklingar með einkenni voru bornir saman við tilviljunargreinda á fjórum 5 ára tímabilum, með tilliti til klínískra og meinafræðilegra þátta en einnig lífshorfa. Forspárþættir lifunar og áhrif tilviljunargreiningar á lifun voru metnir með fjölbreytugreiningu. Niðurstöður: Af 512 sjúklingum voru 174 (34%) greindir fyrir til- viljun og hélst hlutfall tilviljunargreininga svipað á milli tímabila. Æxlin greindust fyrir tilviljun á lungnamynd (76%) og TS (24%) en á síðasta fimm ára tímabilinu voru TS 43% tilviljunargreininga. Tilviljunargreind æxli voru minni (3,0 á móti 4,3 cm, p<0,001), oftar á lægri stigum (64 á móti 40% á stigi I, p<0,001) og kirtilfrumugerð algengari. Eftir að leiðrétt var fyrir öðrum þáttum í fjölbreytugreiningu, svo sem lægra TNM-stigi og aldri, reyndust sjúklingar sem greindust fyrir tilviljun á TS með marktækt betri lifun en sjúklingar með einkenni (HR 0,38, 95% Cl: 0,16- 0,88, p=0,02). Ályktanir: Þriðji hver sjúklingur sem gengst undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins greinist fyrir tilviljun. Enda þótt hlutfall tilviljunar- greininga hafi lítið breyst á síðustu tveimur áratugum er þáttur tölvu- sneiðmynda vaxandi, sem virðist fela í sér betri lífshorfur, jafnvel þótt leiðrétt sé fyrir stigi sjúkdómsins. V 106 Hlutlægt og huglægt mat á Nuss-aðgerð vegna holubringu við útskrift af sjúkrahúsi Bjarni Torfasonu, Helga Bogadóttir3, Steinunn Unnsteinsdóttir3, Gunnar Viktorsson4, María Ragnarsdóttir’ 'Hjarta- og brjóstholsskurðlækningadeild Landspítala, 2Háskóla íslands, 3Bamaspítala Hringsins, 4Sjúkraþjálfaranum Hafnarfirði, 5sjúkraþjálfun Landspítala mariara@landspitali.is bjarnito@landspitali.is Inngangur: Nuss-aðgerðir við holubrjósti tóku við af opnum aðgerðum hérlendis 2004. Fjórar rannsóknir fundust á áhrifum aðgerðarinnar en engar á öndunarhreyfingum. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif Nuss-tækni við holubringu á lungnastarfsemi og öndunarhreyf- ingar ásamt því að meta álit sjúklings á útliti brjóstkassa síns og ánægju með aðgerðina. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 20 karlar 10-24 ára með Haller index >3,2 sem fóru í Nuss-aðgerð á tímabilinu mars 2010 til maí 2012. Mælingar á lungnarýmd, öndunarhreyfingum, mat sjúklings á útliti brjóstkassa síns og ánægja með aðgerðina fór fram fyrir skurðaðgerð og við útskrift. Mælingar verða endurteknar ári eftir aðgerð og 6 mánuðum eftir að spöng er fjarlægð. Niðurstöður: Einn þátttakandi féll úr. Meðalaldur var 17±3 ár og meðal BMI 20,77±3,45 kg/m2,16 stunduðu líkamsrækt. Við útskrift var meðal hámarks FVC 56,16% af gildum fyrir aðgerð, FEVl 57,02%, FEV1% 99,45% og PEF 53,32%. Verkir fyrir mælingu voru 2±1,81 en við mælingu 3±1,85 á kvarða 0-10. Kviðaröndunarhreyfingar voru að meðaltali 13,94% meiri en fyrir aðgerð, en lágrifjahreyfingar 62,91% minni og há- rifjahreyfingar 60,02% minni en fyrir aðgerð. Verkir fyrir mælingu voru að meðaltali 1,94±1,56 á kvarða 0-10 og 3,56±1,41 við mælingu. Ánægja með útlit án fata metin á skalanum 0-10 var að meðaltali 4,76±3,62 fyrir skurðaðgerð en 9,12±1,22 eftir skurðaðgerð. Meðalánægja með aðgerð var 9,41±1,0 af 10. Ályktanir: Viku frá aðgerð er mikil skerðing á öllum gildum lungna- starfsemi nema FEV1% miðað við fyrir aðgerð. Hreyfingar brjóstkassa eru mjög mikið skertar, sem bætt er upp að hluta með auknum hreyf- ingum þindar. Niðurstöðurnar vekja spurrúngar um hvort og þá hvernig bregðast eigi við þeim. Ánægja þátttakenda með útlit brjóstkassans og aðgerðina sjálfa var mjög mikil. V 107 Berkjufleiðrufistill eftir drepmyndandi lungnabólgu, upprættur með einstefnuberkjuloka. Sjúkratilfelli Sólveig Helgadóttir, Ásgeir Þór Másson, Lars Ek, Jónas G. Einarsson, Erik Gyllstedt, Bryndís Sigurðardóttir, Tómas Guðbjartsson Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, lungna- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, smitsjúkdómadeild Landspítala, læknadeild HÍ solveignelgadottir@gmail.com Inngangur: Berkjufleiðrufistlar eru lífshættulegir fylgikvillar alvarlegra lungnasýkinga en geta einnig sést eftir stærri lungnaskurðaðgerðir. Hefðbundin meðferð er umfangsmikil brjóstholsskurðaðgerð þar sem fistlinum er lokað með vöðvaflipa. Lýst er tilfelli þar sem stórum berkjufleiðrufistli var lokað með einstefnuloka sem komið var fyrir með berkjuspeglun. Tilfelli: Tæplega tvítugur karlmaður veiktist með háum hita og hósta á ferðalagi í SA-Asíu. Stuttu síðar sást á lungnamynd drepmyndandi lungnabólga með sýkingu í fleiðruholi. í fyrstu lék grunur á berklum en frekari rannsóknir leiddu í ljós melioidosis sem er sýking af völdum bakteríunnar Burkholderici pseudomallei. Hann var meðhöndlaður með sýklalyfjum í æð og brjóstholskera en svaraði illa meðferð. Því var LÆKNAblaðið 2013/99 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.