Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 92

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 92
XVI VISINDARAÐSTEFNA M I FYLGIRIT 73 Kannað var hvort telmisartan hemji TGF-j! boðleiðina í gegnum PPAR-y óháð þeim áhrifum sem það hefur á ATl. Efniviður og aðferðir: Fengin voru vefjasýni frá átta sjúklingum sem fóru í míturlokuviðgerð. Míturloku millivefsfrumur voru einangraðar og ræktaðar. Rannsóknaraðferðir sem notast var við voru ónæmisflúr- ljómun, ónæmisrafdráttur og PCR. Niðurstöður: Míturloku millivefsfrumurnar voru jákvæðar fyrir vimentin, SM22a, a-smooth muscle actin sem var neikvætt í sléttum vöðvafrumum. Millivefsfrumurnar voru neikvæðar fyrir angíótensín II viðtökum týpu 1 og 2 sem var aftur jákvætt í vöðvafrumum og trefja- kímfrumum. Telmisartan hindraði TGF-fi háða tjáningu á kollageni 1 og elastíni. PPAR-y agónistinn PGJ2 hafði sömu áhrif en ekki PPAR-y agón- istinn pioglitazone. And-TGF-fS áhrif telmisartans á TGF-p háða tjáningu kollagens 1 og elastíns voru hins vegar ekki hindruð af GW9962, sem er PPAR-y antagónisti. TGF-(I virtist virkja Smad2 boðleiðina óháð áhrifum frá telmisartani og ATl. ERK og p38 boðleiðirnar virtust virkjast með telmisartan gjöf en óháð ATl. Alyktanir: TGF-fi virkjar Smad2 og p38 f ræktuðum míturloku millivefs- frumum og hvetur til millifrumuefnisframleiðslu. Millivefsfrumumar binda ekki angiotensin II hugsanlega vegna þess að ATl og AT2 em ekki fyrir hendi í þessum frumum. Telmisartan hindrar marktækt TGF-fi boðleiðina óháð áhrifum á ATl sem virðist fara í gegnum virkjun á PPAR-y. Þetta þarfnast frekari staðfestingar. V 76 Gáttatif eftir opnar hjartaaðgerðir. Forspárþættir og gerð spálíkans Sólveig Helgadóttir, Martin Ingi Sigurðsson, Inga Lára Ingvarsdóttir, Davíð O. Arnar, Tómas Guðbjartsson Hjarta- og lungnaskurðdeild og hjartadeild Landspítala, læknadeild HÍ solveighelgadottir@gmail.com Inngangur: Gáttatif er algengur fylgikvilli opinna hjartaaðgerða. Mark- mið rannsóknarinnar var að kanna forspárþætti gáttatifs eftir hjarta- aðgerðir hér á landi, útbúa áhættulíkan og kanna langtíma lífshorfur sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til 744 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveitu- (n=720) og/eða ósæðarloku- skiptaaðgerð (n=156) á Landspítala 2002-2006 og höfðu ekki fyrri sögu um gáttatif. Ein- og fjölbreytugreining var notuð til að meta áhættuþætti gáttatifs og sjúklingar með gáttatif bornir saman við þá sem höfðu reglu- legan hjartslátt. Niðurstöður: Tíðni gáttatifs var 44%, marktækt hærri eftir ósæðarloku- skipti en hjáveituaðgerð. Sjúklingar með gáttatif voru eldri, oftar konur, sjaldnar með sögu um reykingar, voru með lægra útfallsbrot hjarta og hærra EuroSCORE. Ekki var munur á lyfjameðferð hópanna fyrir aðgerð utan að sjúklingar sem fengu gáttatif voru sjaldnar á statínmeðferð. Sjúklingar með gáttatif lágu lengur á sjúkrahúsi og höfðu marktækt hærri tíðni fylgikvilla og skurðdauða <30 daga. I fjölbreytugreiningu reyndust ósæðarlokuskipti, saga um hjartabilun, hærra EuroSCORE og aldur sjálfstæðir forspárþættir gáttatifs. Þessir forspárþættir voru notað- ir til að sníða áhættulíkan til að spá fyrir um líkur á gáttatifi eftir aðgerð. Langtímalifun sjúklinga sem fengu gáttatif var marktækt verri, en lifun í hópunum var 92% vs 98% ári frá aðgerð og fimm ára lifun 83% vs 93%. Alyktanir: Næstum helmingur sjúklinga greindist með gátttif eftir aðgerð. Þessir sjúklingar voru mun líklegri til að fá fylgikvilla eftir aðgerð, legutími þeirra var lengri og lifun verri. Með niðurstöðum rann- sóknarinnar var okkur unnt að sníða áhættulíkan sem mögulega gæti nýst við ákvörðun um hertari forvamarmeðferð fyrir aðgerð. V 77 Sóraliðlöskun á Norðurlöndum, algengi og sjúkdómsbirting Bjöm Guðbjömsson1'2, Leif Ejstrup5, Jan Tore Gran4, Lars Iversen5, Ulla Lindqvist6, Leena Paimela7, Thomas Temowitz8, Mona Stáhle9 'Rannsóknastofu í gigtsjúkdómumLandspítala, 2læknadeild HÍ, 3húð!ækningadeild Árósum, 4gigtardeild Osló, 5gigtardeild Óðinsvéum, 5lyflækningadeild Uppsölum, 7gigtardeild Helsinki, 8húðlækningadeild Stavanger, 4Karólínsku stofnuninni Stokkhólmi bjomgu@landspitali.is Inngangur: Að ákvarða algengi og lýsa sjúkdómsmynd sóraliðalösk- unar (PAM) á Norðurlöndum. PAM er sjaldgæfur liðbólgusjúkdómur tengdur psoriasis og veldur alvarlegum liðskemmdum. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar með PAM, 18 ára og eldri sem bjuggu á Norðurlöndunum (Dartmörk, Noregi, íslandi og Svíþjóð) var boðið til þátttöku. Sjúklingarnir voru fundnir í samvinnu gigtar- og húðlækna ásamt sjúklingasamtökunum NORDSPO. Fimmtíu og níu sjúklingar fundust og komu til viðtals hjá húð- og gigtarlækni þar sem sjúkdóms- greiningin var staðfest og framkvæmd var kerfisbundið viðtal og skoðun auk þess sem sjúklingur gaf lífsýni. Niðurstöður: Algengi PAM á Norðurlöndunum reyndist vera 3,69 til- felli á hverja 1.000.000 íbúa (95% CI 2,75-4,63). Kynjahlutfall var nærri 1:1. Meðalaldur sjúklinga þegar húðsjúkdómurinn byrjaði var 25 ára, en 30 ára er liðsbólgurnar byrjuðu. Konur veiktust af húðsjúkdómnum tveimur árum fyrr en karlar. Við þátttöku í rannsókninni höfðu konur verið að meðaltali veikar vegna liðbólgusjúkdómsins í 33±llár en karlar í 27±11 ár. PAM sást oftast í fjærkjúkuliðum í tánum, síðan í þumalfingri og £ fjærkjúkulið vinstra htlafingurs. Við skoðun höfðu 54% sjúkling- anna auma liði við skoðun og 47% höfðu merki um virkar liðbólgur. Þriðjungur hópsins hafði festumein og 64% höfðu sögu um pulsufingur, en enginn þeirra hafði einkenni þess á skoðunardegi. Tuttugu og þrír þeirra 38 sjúklinga (61%) sem höfðu sögu um pulsufingur, höfðu haft pulsufingur í þeim fingri eða tá þar sem þeir voru með PAM. Athyglisvert var að 45% þátttakenda höfðu mjög mildan eða engin merki um húðsjúkdóm við skoðun. Ályktanir: PAM er sjaldgæfur sjúkdómur á Norðurlöndum. Frekari rannsóknir á rannsóknarhópnum, þar með talið erfðarannsóknir, mæl- ingar á beinvísum, lífsgæðum og myndgreiningu eru í vinnslu. V 78 Stafrænt áhættumat með sjálfvirkri meðferðarráðgjöf við beinþynningu Bjöm Guöbjömsson13-7, Aron Hjalti Björnsson1-23, Elvar Öm Birgisson4, Bjami Vilhjálmur Halldórsson3-5, Þorsteinn Geirsson3, Björn Rúnar Lúðvíksson3-6-7 ‘Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum og 6ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild háskólans í Debrecen, Ungverjalandi, 3Expeda Reykjavík, 4myndgreiningardeildSjúkrahúsinu á Akureyri, 5tækni- og verkfræðideild HR, 7læknadeild HÍ bjorngu@landspitali. is Inngangur: Á íslandi verða 1400 brot vegna beinþynningar árlega, þar af 200 mjaðmabrot. Með virkri forvöm og beinvemdandi lyfjameðferð hjá einstaklingum með aukna áhættu á beinbrotum má marktækt fækka beinbrotum. Til þess þarf að greina þá einstaklinga sem eru í hvað mestri brotaáhættu og velja rétt meðferðarform. Markmið þessa verkefnis var að hanna stafrænt áhættumatskerfi með innbyggðri sérfræðingsráðgjöf byggða á sannreyndum grunni og gera áreiðanleikakönnun miðað við reiknilíkan alþjóða heilbrigðisstofnunninnar (FRAX). Efniviður og aðferðir: Með aðstoð gervigreindar var byggður áhættu- reiknir með tilliti til 10 ára áhættu á beinbrotum og sem sækir ráðlegg- 92 LÆKNAblaöið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.