Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 11
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 AGRIP ERINDA E 1 Forvörn þunglyndis og óyndis meðal ungmenna. Eins árs eftir- fylgd Eiríkur Öm Amarson', W. Edward Craighead2 'Læknadeild HÍ og sáifræðiþjónustu geðsviðs Landspítaia, 'Dpt Psychiatry and Behavioral Sciences and Dpt Psychology, Emory Univereity, BNA eirikurQlandspitali.is Inngangur: Meiriháttar þunglyndi og óyndi er algengt, hamlandi og hefst oftast seint á táningsaldri. Metinn var árangur verkefnis, sem miðaði að því að fyrirbyggja fyrsta þunglyndiskastið eða óyndi meðal ungmenna. Efniviður og aðferðin Þátttakendur voru 171 nemandi í níunda bekk með mörg þunglyndiseinkenni/neikvæðan skýringarstíl, sem höfðu ekki greinst með þunglyndi. Þátttakendum var raðað af handahófi í forvamar- og viðmiðunarhópa. Verkefnið byggðist á sálfélagslegu lfkarti um viðnám gegn þunglyndi, sem fór fram í skólum og stýrt af sálfræðingum. Hittust hópar sex til átta þátt- takenda í 14 skipti. Geðgreiningarviðtöl og sjálfsmatskvarðar vom lagðir fyrir við 6 og 12 mánaða eftirfylgd. Hvorki var marktækur munur í skimun né á brottfalli í forvarnar- og samanburðarhópum. Niðurstöður: Eftir námskeið vom fmmgreiningar þunglyndis og/eða óyndis 2,5% í samanburðar - en 0% í námskeiðshópi og í árs eftirfylgd 21% í samanburðar - en 4% í námskeiðshópi. Frumgreining þunglyndis/ óyndis var helmingi meiri hjá stúlkum en drengjum í 12 mánaða eftir- fylgd og dró marktækt meira úr líkum námskeiðs- en samanburðarhópa að þróa sitt fyrsta þunglyndiskast/óyndi (c2=5,02; p =,025; OR= ,182). Forvamarverkefnið dró 81,8% úr líkum á að námskeiðshópur þróaði þunglyndi/óyndi í samanburði við þá sem ekki tóku þátt. Metið var með aðfallsgreiningu hlutfalla (logistic regression) hvort skimun sam- anburðarhóps með Children's Depression Inventoru (CDI) og Children Attribution Style Questionnaire (CASQ-NEG og CASQ-POS) spáði um greiningu þunglyndis eða óyndis og reyndist CDI spá marktækt fyrir um greiningu (estimate =,0997, SE =,0467, Wald c2 =4,55, p =,0330). Ályktanir: Niðurstöður sýna að unnt er að koma í veg fyrir þróim þunglyndis ungmenna sem ekki hafa greinst með þunglyndi, en eru í áhættu að þróa þunglyndi. E 2 Kynveruleiki í Ijósi kynheilbrigðis Freyja Friðbjamardóttir1, Sóley S. Bender2 ’Norölingaskóla, 2Háskóla íslands ati2@hi.is Inngangur: Rannsóknir benda til ótvíræðs árangurs kynfræðslu í skólum til betra kynheilbrigðis unglinga. Hér á landi eru ótímabærar þunganir og kynsjúkdómar tíðari í samanburði við mörg OECD-lönd. Árangur af kynfræðslu í grunnskólum á íslandi hefur lítið verið rann- sakaður. Tilgangur þessarar rannsóknar var að forprófa og mæla árangur af kynfræðsluefninu Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis. Efniviður og aðferðir: Gerð var nafnlaus spurningakönnun meðal nem- enda í 8. bekk eins grunnskóla Reykjavíkur, fyrir kynfræðsluíhlutun og eftir hana haustið 2010. Alls svaraði 101 nemandi báðum könmmunum. Könnuð var þekking, viðhorf, kynhegðun og samræður við foreldra um kynlíf. Niðurstöðun Niðurstöður leiddu í ljós að þekking nemenda jókst mark- visst. Stúlkur höfðu meiri þekkingu í upphafi en þekking jókst jafnmikið hjá stúlkum og drengjum. Viðhorf sem komu inn á ábyrgð og fordóma breyttust marktækt á milli kannana hjá báðum kynjum. Hjá drengjum breyttust fleiri viðhorf marktækt á milli kannana en hjá stúlkum. Eftir íhluhm sögðust nemendur tjá sig oftar við foreldra um kynlíf. Við upp- haf íhlutunar sögðust 4% nemenda hafa haft samfarir en eftir 8 vikur var hlutfallið 10%. Fram kom að nemendur höfðu lært mest um kynlíf í skólanum í báðum fyrirlögnum, 43% í fyrri og 53% í seinni Ályktanir: Niðurstöður sýndu fram á aukna þekkingu nemenda um kynlíf, meiri tjáskipti við foreldra en viðhorfsbreytingar voru ekki eins afgerandi. Niðurstöður styðja fyrri rannsóknir um gagnsemi kynfræðslu í grunnskólum. Fyrri rannsóknir hafa einnig leitt í ljós mikinn mun á kynhegðun meðal 13 og 14 ára unglinga sem bendir til mikilvægi þess að vera með markvissa kynfræðslu áður en þeir byrja að stunda kynlíf. E 3 Tengsl mataræðis á fyrsta aldursári við líkamsþyngdarstuðul og ofþyngd 6 ára barna Bima Þórisdóttir1, Ingibjörg Gurmarsdóttir1, Ása Vala Þórisdóttir1, Gestur Pálsson2, Þórhallur Ingi Halldórsson1, Inga Þórsdóttir1 'Rannsóknastofu í næringarfræði Landspítala og HÍ, 2Bamaspítala Hringsins bth50@hi.is Inngangur: Rannsóknir benda til þess að næring og vöxtur á fyrsta aldursári gætu tengst áhættu á ofþyngd á bamsaldri. Markmið rann- sóknarinnar var að meta hvaða þættir í fæðu ungbarna hefðu forspár- gildi fyrir háan líkamsþyngdarstuðul (LÞS) og ofþyngd við 6 ára aldur í tveimur úrtökum bama fæddum fyrir og eftir endurskoðun íslenskra ráðlegginga um næringu ungbama. Efniviður og aðferðir: Gögnin koma úr tveimur framsæjum ferilrann- sóknum framkvæmdar með 10 ára millibili. Þátttakendur vom 260 böm (90 böm fædd 1995-96 og 170 böm fædd 2005) sem fylgt var eftir á fyrsta ári og aftur við 6 ára aldur. Fæðuneysla var metin með vegnum fæðu- skráningum við 9 og 12 mánaða aldur. Upplýsinga um hæð og þyngd á fyrsta ári og við 6 ára aldur var aflað. Niðurstöður: Níu mánaða gömul neyttu börn í seinni rannsókninni minni próteina en börn í fyrri rannsókninni, 12,6% af heildarorku (E%) á móti 15,0E% (p<0,0001). Við 12 mánaða aldur var próteinneyslan 15,3E% á móti 16,1E% (p=0,U). Minnkaða próteinneyslu má aðal- lega rekja til minnkaðrar neyslu á venjulegri kúamjólk, 53±149 á móti 289±254 grömm á dag (g/d) (p<0,0001) við m'u mánaða aldur og 81±149 á móti 285±217 g/d (p<0,0001) við 12 mánaða aldur. Hlutfall 6 ára bama yfir kjörþyngd var 12% í seinni rannsókn sem var marktækt lægra en í fyrri rannsókn (p=0,045) þar sem 21% bama voru yfir kjörþyngd. Jákvætt samband sást milli próteinneyslu (E%) við 9 mánaða aldur og líkamsþyngdarstuðuls við 6 ára aldur hjá strákum, B=0,14 kg/m2 (95% öryggisbil: 0,06; 0,22), þegar leiðrétt var fyrir fæðingarþyngd, lengd brjóstagjafar, rannsókn og menntun móður. Ályktanir: Hlutfall 6 ára bama yfir kjörþyngd er lægra nú en 10 ámm áður. Niðurstöðumar benda til þess að lægri próteinneysla, vegna minni neyslu á venjulegri kúamjólk, gæti að hluta til skýrt þennan mun. LÆKNAblaSió 2013/99 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.