Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 62

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 62
XVI VISINDARAÐSTEFNA H FYLGIRIT 73 í E 166 Greining á fituefnasamsetningu krabbameinsfrumna með vökvaskilju tengdri raðtengdum massagreini Finnur Freyr Eiríksson1-2, Sigríður Þóra Kristinsdóttir1, Baldur Bragi Sigurðsson2, Sesselja Ómarsdóttir', Helga M. Ögmundsdóttir1, Margrét Þorsteinsdóttir1'2 ’Heilbrigðisvísindasviöi HÍ, 2ArcticMass ffeWhi.is Inngangur: Orkuskipti krabbameinsfrumna eru frábrugðin því sem gerist í eðlilegum frumum. Margar gerðir krabbmeinsfrumna tjá fitusýrusýnþasa í mun meira mæli en eðlilegar frumur og virðast vera háðar virkni hans til lífs. Hýdroxýeikósatetraenóín sýrur (HETEs) eru afurðir lípoxýgenasa (LOX) og tengjast framvindu krabbameina. Prótólichesterín sýra (PS), er virkur hindri á 5- og 12-LOX og hindrar líklega einnig fitusýrusýnþasa. Markmið verkefnisins var að þróa mæliaðferð fyrir vökvaskilju tengda raðtengdum massagreini (LC-MS/ MS) til að meta fituefni í krabbameinsfrumum með tilliti til rannsókna á efnum sem hafa áhrif á fituefnaskipti. Efniviður og aðferðir: Hönnun tilrauna var beitt við skimun og hámörk- un á marktækum breytum við þróun mæliaðferðar til magngreiningar á palmitxn sýru, HETEs og LTB4 á LC-MS/MS. Þrjár mismunandi sýna- meðhöndlunar aðferðir voru prófaðar; fastfasa skiljun, prótein felling og vökva-vökva skiljun. HETEs og LTB4 í æti krabbameinsfrumna var magngreint með hámarkaðri LC-MS/MS fyrir og eftir örvun og meðferð með PS. Niðurstöður: Ekki var hægt að magngreina palmitín sýru vegna mengunarvandamála. LC-MS/MS aðferð var þróuð og gilduð til magngreiningar á LOX afurðunum; LTB4, 5- og 12-HETE. Mjög lágur styrkur mældist fyrir LTB4 og HETEs í krabbameinsfrumum fyrir örvun. Krabbameinsfrumur hafa verið örvaðar með kalsíum jónaferju og arakí- dónsýru og mun LTB4 og HETEs verða magngreint með hámarkaðri aðferð. Alyktanir: Aðgát þarf til að forðast fitusýrumengun til að ná nákvæmri greiningu á palmitínsýru með massagreini. Lokið er þróun og gildingu til að magngreina LOX afurðir í krabbameinsfrumum. Til að auka framleiðslu krabbameinsfrumna í rækt á LOX afurðum þarf að örva frumumar. E 167 Lífslíkur sjúklinga með lymfóplasmacýtískt eitilfrumukrabbamein/Waldenströms makróglóbúlinemíu. Lýðgrunduð rannsókn á 1.555 sjúklingum greindum í Svíþjóð frá 1980 til 2005 Sigurður Y. Kristinsson1-2, Sandra Eloranta’, Paul W. Dickman3, Therese M-L Andersson3, Ingemar Turesson4, Ola Landgren15, Magnus Björkholm1 ’Dpt Med, Div Hematol, Karólínska sjúkrahúsinu í Solna og Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi, -læknadeild HÍ, blóðmeinafræðideild Landpítala, 3Dpt Med Epidemiol & Biostatistics, Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi, 4Dpt Hematol, Skáne háskólasjúkrahúsinu í Maimö, ’Center for Cancer Research, National Cancer Institute, NIH, Bethesda, BNA sigurdur.kristinsson@ki.se Inngangur: Waldenströms makróglóbúlínemía (WM) er krónískt eitilfrumukrabbamein sem einkennist af lymfóplasmacýtísku eitil- frumukrabbameini (lymphoplasmacytic lymphoma; LPL) í beinmerg og einstofna mótefni (M-prótein) af IgM tegund í blóði. Meðferð sjúklinga með LPL/WM hefur breyst verulega á undanfömum árum, með aukinni notkun á nýjum tegundum lyfja, til dæmis einstofna mótefnum, talídómíðs- og bortezomib. Engar lýðgrundaðar rannsóknir og fáar slembiraðaðar rannsóknir hafa verið gerðar til að meta lifun hjá nýgreindum sjúklingum með LPL/WM. Efniviður og aðferðir: Við framkvæmdum lýðgrundaða rannsókn á öllum LPL/WM sjúklingum sem greindust £ Svíþjóð frá 1980 til 2005. Upplýsingar um greind tilfelli vom fengin frá sænsku krabbameins- skránni og sænsku sjúklingaskránni. Sjxiklingum var fylgt eftir til 31. des- ember 2007. Hlutfallslegt lifunarhlutfall (relative survival rate; RSR) og dánartíðni (excess mortality rate ratio; EMRR) var reiknað til að meta lifun. Niðurstöður: Alls greindust 1.555 sjúklingar með LPL/WM á rannsókn- artímanum. Lífslíkur LPL/WM sjúklinga jukust marktækt (p = 0,007) á tímabilinu frá 1980 til 2005, með fimm-ára RSR = 0,57 (95% öryggisbil 0,46-0,68), 0,65 (0,57-0,73), 0,74 (0,68-0,80), 0,72 (0,66 -0,77), og 0,78 (0,71- 0,85) fyrir sjúklinga sem greindust 1980-1985,1986-1990,1991-1995,1996- 2000 og 2001-2005. Eins og fimm ára RSR jókst í öllum aldurshópum. Sjúklingar með WM höfðu lægra EMRR miðað við LPL (EMRR=0,38; 0,30-0,48). Hár aldur við greiningu tengdist lakari lifun (p <0,001). Alyktanir: Lífslíkur sjúklinga með LPL/WM hafa aukist undanfarin ár. Þrátt fyrir þessa aukningu er þörf á nýjum og betri lyfjum til að bæta horfur LPL/WM enn frekar, sérstaklega hjá öldruðum. E 168 Er árangur skurðaðgerða við lungnakrabbameini síðri hjá öldruðum? Kristján Baldvinsson1, Andri Wilberg Orrason1, Húnbogi Þorsteinsson’, Martin Ingi Sigurðsson3, Steinn Jónsson4, Tómas Guðbjartsson1-2 'Læknadcild HÍ, ’hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4lungnadeild Landspítala kristjan.baldvins@gmail.com Inngangur: Aldraðir eru vaxandi hluti þeirra sem greinast með lungna- krabbamein og geta því þurft skurðaðgerð. Óljóst er um árangur þess- ara aðgerða hjá öldruðum og var tilgangur rannsóknarinnar að karxna árangur skurðaðgerða í þessum aldurshópi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins (smáfrumukrabbamein undanskilin) á íslandi 1991-2010. Einstaklingar 75 ára og eldri (n=108, 21%) voru bornir saman við yngri sjúklinga (n=404, 79%) með tilliti til áhættuþátta, fylgikvilla, stigunar eftir aðgerð (pTNM) og lifunar. Fjölbreytugreining var notuð til að meta forspárþætti langtíma heildar- lifunar og áhrif aldurs á árangur aðgerðanna. Niðurstöður: Karlmenn voru marktækt fleiri á meðal eldri sjúklinga (61% vs 48%; p=0,02) og tíðni kransæðasjúkdóms (47% vs 22%; p<0,001) hærri. Lungnastarfsemi var hins vegar sambærileg í hópunum. Eldri sjúklingar gengust oftar undir fleygskurð (24% vs 8%; p<0,001) og sjaldnar undir lungnabrottnám (4% vs 16%; p<0,001). Æxlisstærð í hópunum var sambærileg en eldri sjúklingar greindust á lægri TNM- stigum, eða 91% vs 71% á stigi I+II (p<0,001). Skurðdauði var innan við 1% í báðum hópum og tíðni alvarlegra og minniháttar fylgikvilla sambærileg. Ekki reyndist heldur marktækur munur á legutíma. Fimm ára heildar- og sjúkdómasértæk lifun var sambærileg i báðum hópum (p>0,l). í fjölbreytugreiningu reyndust stigun, greiningarár og frumu- gráðun sjálfstæðir forspárþættir fyrir langtíma lifun, en aldur aldur >75 ára hafði ekki marktæk áhrif á lifun (p=0,57). Alyktanir: Langtíma sjúkdómasértæk lifun reyndist sambærileg fyrir eldri og yngri sjúklinga eftir skurðaðgerð við lungnakrabbameini. Niðurstöður okkar benda til þess að skurðaðgerð sé ekki síðri með- ferðarkostur hjá eldri sjúklingum en þeim yngri. 62 LÆKNAblaöið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.