Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 60

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 60
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 voru hvað mest örvuð við EMT umbreytinguna voru 14 á DLK1-DI03 genasvæðinu. Við höfum nú gert nýja EMT undirlínu og aftur sjáum við Meg3 yfirtjáningu við þessa umbreytingu. Við höfum með RT-PCR magnað upp og raðgreint fjölda klóna af Meg3 til að kanna ísóform gensins. Við raðgreiningu fundust níu ísóform, þar af tvö ný. I ljós kom að eitt þessara ísóforma virðist útskýra að mestu aukna tjáningu Meg3 í D492M við EMT umbreytingu. Ályktanir: Meg3, lncRNA sem staðsett er á DLK1-DI03 lókusnum á litningi 14 er yfirtjáð í undirlínum D492 brjóstastofnfrumulínunnar. Við EMT umbreytingu eykst tjáning á einu ísóformi þessa lncRNA auk þess sem tjáning á fjölda aðlægra miRNA gena eykst.Við erum nú að kanna hvort tjáning Meg3 og annarra gena í DLK1-DI03 genaþyrpingunni hafi hlutverki að gegna við EMT umbreytingu. E 160 Greining DNA krosstengsla með tvívíðum þáttháðum rafdrætti Bjarki Guðmundsson1, Hans Guttormur Þormar1'2, Supawat Thongthip1, Margrét Steinarsdóttir’, Agata Smogorzewska4, Jón Jóhannes Jónsson1'3 'Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, ’Lífeind ehf., ’erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, ’Laboratory of Genome Maintenance, Rockefeller University, New York bjarkigu@hi.is Inngangur: Tvívíður þáttháður rafdráttur (2D-SDE) er aðferð sem hægt er að nota til að greina gæði og skemmdir flókinna kjarnsýrusýna. í fyrri vídd rafdráttar er aðgreining kjarnsýra háð lengd og þætti, til dæmis tvíþátta DNA, einþátta DNA og RNA»DNA blendinga. Kjarnsýrur eru afmyndaðar með hita fyrir rafdrátt í seinni vídd og þá er færsla þeirra aðeins háð lengd. Eftir tvívíðan rafdrátt myndar hver þátthluti mismun- andi boga. Með greiningu á þeim er hægt að meta magn og lengdardreif- ingu hvers þátthluta kjamsýra í sýninu. Markmið þessa verkefnis var að kanna hvort hægt væri að nota 2D-SDE til að greina krosstengsl í DNA. Efniviður og aðferðir: Fanconi anemia (FA) er hópur sjaldgæfra víkjandi sjúkdóma með mismunandi klínísk einkenni. Frumur sjúklinganna eru viðkvæmar fyrir DNA krosstengiefnum. Mannaerfðaefni einangrað úr blóði og DNA úr ræktuðum fíbróblöstum með stökkbreytingar í FANCA og FANCDl genum voru meðhöndluð með DNA krosstengiefnum (díepoxýbútan, mítómýsín C og cisplatín). Sýnin voru síðan greind með 2D-SDE. Niðurstöður: Aukið magn DNA greindist fyrir aftan boga af óskemmdu tvíþátta DNA, eins og vænta mátti af DNA með krosstengsl á milli þátta (interstrand crosslink). Þau hindra aðskilnað DNA þátta við afmyndun. Einnig greindust DNA sameindir sem færðust fyrir framan tvíþátta DNA, bæði DNA með krosstengsl innan þáttar (intrastrand) sem valda bognun á DNA sameindum og einþátta DNA. Magn skemmda var háð styrk krosstengiefnis og tengdist áunnum litningagöllum. Viðgerð á DNA skemmdum var minni hjá FA frumugerðum miðað við frumur með eðlilega arfgerð samkvæmt 2D-SDE greiningu. Ályktanir: 2D-SDE aðferðin gæti reynst gagnleg í rannsóknum, við greiningar á Fanconi anemia og skyldum sjúkdómum sem og prófun fyrir svörun sjúklinga við lyfjameðferð með krosstengilyfjum. E 161 Arfgeng heilablæðing. Vefjameinafræði æða Ásbjörg Ósk Snorradóttir1, Birkir Þór Bragason1, Helgi J. ísaksson2, Elías Ólafsson3, Ástríður Pálsdóttir1 'Tilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum, ’rannsóknastofu í meinafræði og ’taugalækningadeild B2 Landspítali ao s3@hi.is Inngangur: Arfgeng heilablæðing er séríslenskur erfðasjúkdómur sem stafar af stökkbreytingu í cystatín C geni. Stökkbreytingin finnst ein- göngu í arfberum í vissum ættum þar sem hægt er að rekja stökkbreyt- inguna í gegnum fjölskyldur. Sjúkdómurinn erfist ríkjandi, ókynbundið og veldur heilablæðingum í arfberum. Stökkbreytta próteinið hleðst upp í heilaslagæðum arfbera sem mýlildi (amyloid) og sléttvöðvafrumur eru að mestu og stundum að öllu leyti horfnar úr æðaveggjunum. Arfberar deyja að meðaltali flestir um þrítugt en einstaka arfberar lifa lengur. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða meinafræði heilaæða í sjúkdómnum og bera saman við heilbrigðar æðar. Efniviður og aðferðir: Heilasneiðar úr 28 sjúklingum og átta viðmiðum voru notaðar í rannsókninni. Gerðar voru ýmsar vefjalitanir, hefðbundn- ar mótefnalitanir og flúrljómandi mótefnalitanir til þess að kanna hvaða millifrumuefni og prótein væru til staðar í heilaæðum og vefnum í kring. Niðurstöður: Niðurstöður sýna mikla uppsöfnim á cystatín C prótein- inu í veggjum heilaslagæða sjúklinga, fáar sléttvöðvafrumur sjást og einnig sést rof á endóþeli og elastíni. Sértæk bandvefslitun sýndi að það er mikil bandvefsuppsöfnun í slagæðaveggjum hjá sjúklingum. Nánari greining sýndi að um kollagen IV var að ræða sem kemur heim og saman við niðurstöður úr microarray rannsókn á genatjáningu húðfíbró- blasta úr arfberum þar sem kollagen IV var martækt upptjáð. Tjáning aggrecan gensins, ACAN, var einnig mjög upptjáð í arfberafrumunum og mótefnalitun á heilaslagæðum sjúklinga sýndi mikla uppsöfnun á aggrecani í æðaveggjunum. Ályktanir: í tengslum við þessa miklu uppsöfnun á millifrumuefnum var connective tissue growth factor (CTGF), sem örvar framleiðslu millifrumuefna eins og til dæmis kollagens, einnig skoðað og í sumum tilfellum var mikil CTGF litun í kringum æðar sjúklinga. E 162 Notkun rafrænna gagnagrunna í krabbameinserfðaráðgjöf Vigdís Stefánsdóttir1-, Óskar Þór Jóhannsson3, Heather Skirton4, Laufey Tryggvadóttir5, Hrafn Tulinius6, Cyril Chapman7, Jón Jóhannes Jónsson1-2-6 'Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala,2lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 3lyflækningasviði Landspítala, 4Faculty of Health, Education and Society, Plymouth Univ., 5Krabbameinsskrá íslands, 6erfðafræðinefnd HÍ, 7Birmingham Women's Hospital, NHS Trust vigdiss@hi.is Inngangur: Við mat á erfðaáhættu þarf nákvæmar upplýsingar. Upplýsingar ráðþega um fjölskyldu eru oft ófullkomnar en með raf- rænum lýðgrunduðum ættfræðigagnagrunni er hægt að búa til nákvæm ættartré. Ættfræðigrunnur erfðafræðinefndar HÍ irtniheldur upplýsingar um Islendinga fædda eftir 1840. Skylt er að skrá krabbameinsgreiningar og því er Krabbameinsskrá íslands mjög nákvæm. Skráningar brjósta- krabbameina ná aftur til 1911, annarra krabbameina aftur til 1952. Efniðviður og aðferðir: Rúmlega 600 ráðþegar leituðu krabbamein- serfðaráðgjafar hjá erfða- og sameindalæknisfræðideild frá janúar 2007 til janúar 2012. Flestir komu þrisvar til fjórum sinnum. Ráðþegar veita upplýst samþykki fyrir ættrakningu erfðafræðinefndar HÍ og sam- keyrslu við Krabbameinsskrá. Ætlað samþykki ættingja byggir á því að ráðþegi fái ekki upplýsingar um aðra einstaklinga. Niðurstöður: Gerð voru 265 ættartré á rannsóknartíma. Ættartré gerð eftir upplýsingum ráðþega eingöngu náðu til 10-25 einstaklinga en ætt- artré gerð eftir upplýsingum frá erfðafræðinefnd 40-2.000 einstaklinga, algengast 300-500 einstaklinga. Af 600 ráðþegum gekkst 541 undir erfðaransókn og fundust 107 BRCA2 og 14 BRCAl stökkbreytingar. Þeir tilheyra rúmlega 40 fjölskyldum með BRCA2 stökkbreytinguna 999del5 og fimm fjölskyldum með BRCAl stökkbreytinguna 5193G>A. 60 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.