Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 58

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 58
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 tjáningu á beinsérhæfingargenum (ALP, osteopontin, osteocalcin) og með athugun á steinefnamyndun (Alizarin redn Von Kossa). Greining á tjáningu ýmissa bólguörvandi og bólguletjandi vaxtarþátta var fram- kvæmd með ELISA. Niðurstöður: Við beinsérhæfingu varð aukning í steinefnaútfellingum og ALP virkni og tjáningu beinsérhæfingar genunum RUNX-2 og ALP hvort sem frumurnar voru sérhæfðar með LPS eða bæði með LPS og kítínfásykrum en ekki ef sérhæft var einungis með endótoxín hreinum kítinfásykrum. Alyktanir: Þessi rannsóknir bendir til þess að LPS geti örvað beinsér- hæfingu. Einnig benda þessar niðurstöður til að fara skuli varlega í að túlka niðurstöður í frumuræktunum með náttúruefnum ef ekki er búið að kanna magn endótoxíns í slíkum efnum. E 154 Lýsat úr útrunnum blóðflögueiningum styður við vöxt, ónæmismótun og beinsérhæfingu mesenkýmal stofnfrumna til jafns við kálfasermi og lýsat úr ferskum blóðflögueiningum Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch'-, Ramona Lieder''3, Ólafur E. Sigurjónsson1-2-3 ‘Blóöbankanum, 'iæknadeild HÍ, 'tækni- og verkfræðideild HR smj9@hi.is Inngangur: Mesenkýmal stofnfrumur (MSC) er hægt að einangra úr vefjum fullorðinna einstaklinga. Frumumar hafa verið rannsakaðar með tilliti til notkunar í læknisfræði og hefur þá sérstaklega verið skoðuð sérhæfingarhæfni þeirra yfir í brjósk, bein og fitu og hæfni þeirra til að móta ónæmissvar. Algengast er að rækta MSC frumur í ræktunaræti með kálfasermi. Ef nota á frumumar í læknisfræðilegum tilgangi er hins vegar nauðsynlegt að finna staðgengil, meðal annars vegna hugsan- legra ónæmis- og sýkingarvalda. Hægt er að nota lýsat sem unnið er úr ferskum blóðflögum (HPLF) í staðinn. Hér sýnum við fram á að einnig er hægt að nota lýsat úr útrunnum blóðflögueiningum (HPLO) sem ræktunaríbæti fyrir MSC frumur án þess að hafa áhrif á hæfni til beinsérhæfingar eða ónæmismótunar. Efniviður og aðferðir: MSC frumur úr beinmerg voru ræktaðar í æti bættu með kálfasermi, HPLF og HPLO. Áhrif ætis á vöxt og útlit fmmnanna var metið með fjölgunarprófi og vefjalitunum. Áhrif á hæfni til T-frumubælingar var metið með blönduðu eitilfrumuprófi (MLR). Hæfni til brjósk- og fitusérhæfingar var metið með vefjalitunum en beinsérhæfing var skoðuð sérstaklega með vefjalitunum, mælingu á alkalískum fosfatasa og qPCR á beinsérhæfingargenum. Niðurstöður: Frumur ræktaðar í blóðflögulýsötum (HPLF og HPLO) fjölguðu sér hraðar en frumur ræktaðar í kálfasermi. Einnig höfðu frumur ræktaðar í blóðflögulýsötum ögn öðmvísi útlit. Tegund rækt- unarætis hafði hins vegar ekki marktæk áhrif á hæfni frumnanna til T-frumubælingar eða til beinsérhæfingar. Ályktanir: Hægt er að nýta HPLO sem íbæti fyrir vaxtaræti MSC frumna til jafns við notkun kálfasermis og HPLF. Hugsanlega er einnig hægt að nota HPLO til ræktunar á öðrum gerðum stofnfrumna og hafa rannsóknir á mesenkýmal forverafrumum afleiddum út frá fósturstofn- frumum hafist. E 155 Umritunarþátturinn p63 er nauðsynlegur fyrir form og starfsemi sýndarlagskiptar þekju efri öndunarfaera Ari Jón Arason,w, Skarphéðinn Halldórsson3, Berglind Eva Benediktsdóttir2, Sævar Ingþórsson11-6, Ólafur BaldurssonM, Satrajit Sinha7, Þórarinn Guðjónsson1M, Magnús Karl Magnússon1-2-4'6 'Rannsóknastofa í stofnfrumufræðum, 2rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði og 3rannsóknastofa í kerfislíffræði HÍ, 4blóðmeinafræðideild Landspítala, 5lungnadeild Landspítala, 6læknadeild HÍ, 7Dpt Biochemistry, Center for Excellence in Bioinform and Life Sciences, State University of New York Buffalo, BNA aja1@hi.is Inngangur: Sýndarlagskiptur (SL) þekjuvefur efri öndunarfæra þjónar mikilvægu hlutverki í að tryggja eðlilega starfsemi lungna. Rof eða skemmdir á þessari þekju og starfsemi hennar geta orsakað eða verið afleiðing af sjúkdómum á borð við langvinna lungnateppu, sýkingar og krabbamein. Umritunarþátturinn p63, sem er nauðsynlegur fyrir rétta lagskiptingu og myndun húðar er tjáður í basalfrumum lungnaþekju en þær eru taldar vera forverafrumur hennar. Hlutverk p63 í myndun og viðhaldi sýndarlagskiptrar lungnaþekju er hins vegar lítið þekkt. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka tjáningarmynstur og hlut- verk p63 í sýndarlagskiptri lungnaþekju. Efniviður og aðferðir: VAIO lugnafrumulínan sem hefur basalfrumu- eiginleika myndar lungnaþekju í loft-vökvaræktunarkerfi (ALI). Tjáning á p63 var slegin niður með lentiveiruferju. Niðurstöður voru greindar með mótefnalitunum, smásjárskoðun, PCR, Westem blettun, rafviðnámsmælingum og mælingum á jónaflæði. Niðurstöður: DNp63 splæsformið er ráðandi form af p63 í lungum og er einungis tjáð í basalfrumum sem raða sér á grunnhimnuna sem skilur að þekju- og stoðvef efri öndunarfæra. Niðursláttur á tjáningu p63 veldur minnkun í frumufjölgun og takmarkar frumuskrið VAIO frumna og hvatar fyriröldmn frumulínunnar. Við sýnum einnig að p63 er nauðsynlegur fyrir rétt viðbragð viðgerðarferla í skemmdri lungnaþekju. Myndun sýndarlagskiptrar lungnaþekju í ALI rækt er háð tjáningu á p63 í VAIO fmmum. Þegar VAIO lungnaþekja er örvuð með interleukin-13 (IL13), sérhæfist undirhópur hennar í slímþekjufmmur. Niðursláttur á p63 hindrar þessa sérhæfingareiginleika. Ályktanir: Þessar niðurstöður gefa til kynna að p63 sé nauðsynlegur fyrir rétta formmyndun og viðhald sýndarlagskiptrar lungnaþekju. Einnig renna þessar niðustöður stoðum undir að p63 sé nauðsynlegur fyrir IL13-háða slímfmmusérhæfingu forverafrumna í lungnavef. E 156 Viðbrögð lungnaþekjufrumna í rækt við togálagi sem líkir eftir öndunarvélarmeðferð Kristján Godsk Rögnvaldsson1, Þórarinn Guðjónsson2, Ari Jón Arason2, Magnús Karl Magnússon1-2-3, Sigurbergur Kárason1-4 'Læknadeiid HÍ, 2rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, Vannsóknastof í lyfja- og eiturefnafræðum og 4svæfinga- og gjörgéesludeild Landspítala kgr2@hi.is Inngangur: Öndunarvélarmeðferð getur leitt til skemmda í þekjuvef lungna, orsakað viðvarandi bólguviðbragð, greitt leið bólgumiðla og örvera í blóðrás og valdið fjöllíffærabilun. Markmið verkefnisins var að þróa líkan til að framkalla áhrif öndunarvélarmeðferðar á lungnaþekju- fmmur. Efniviður og aðferðir: Rannsökuð voru viðbrögð tveggja lungnaþekju- fmmulína við togálagi, A549 lungnablöðrufrumur og VAIO berkjufrum- ur. Notast var við Flexcell fmmutogara til að framkalla síendurteknar 2 sek lotur af togi og hvíld í 12 klst. Til viðmiðunar voru fmmur án togs. Svipgerðarbreytingar á fmmum vom kannaðar með flúrljómandi 58 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.