Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 58
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 73
tjáningu á beinsérhæfingargenum (ALP, osteopontin, osteocalcin) og
með athugun á steinefnamyndun (Alizarin redn Von Kossa). Greining
á tjáningu ýmissa bólguörvandi og bólguletjandi vaxtarþátta var fram-
kvæmd með ELISA.
Niðurstöður: Við beinsérhæfingu varð aukning í steinefnaútfellingum
og ALP virkni og tjáningu beinsérhæfingar genunum RUNX-2 og ALP
hvort sem frumurnar voru sérhæfðar með LPS eða bæði með LPS og
kítínfásykrum en ekki ef sérhæft var einungis með endótoxín hreinum
kítinfásykrum.
Alyktanir: Þessi rannsóknir bendir til þess að LPS geti örvað beinsér-
hæfingu. Einnig benda þessar niðurstöður til að fara skuli varlega í að
túlka niðurstöður í frumuræktunum með náttúruefnum ef ekki er búið
að kanna magn endótoxíns í slíkum efnum.
E 154 Lýsat úr útrunnum blóðflögueiningum styður við vöxt,
ónæmismótun og beinsérhæfingu mesenkýmal stofnfrumna til jafns
við kálfasermi og lýsat úr ferskum blóðflögueiningum
Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch'-, Ramona Lieder''3, Ólafur E. Sigurjónsson1-2-3
‘Blóöbankanum, 'iæknadeild HÍ, 'tækni- og verkfræðideild HR
smj9@hi.is
Inngangur: Mesenkýmal stofnfrumur (MSC) er hægt að einangra úr
vefjum fullorðinna einstaklinga. Frumumar hafa verið rannsakaðar með
tilliti til notkunar í læknisfræði og hefur þá sérstaklega verið skoðuð
sérhæfingarhæfni þeirra yfir í brjósk, bein og fitu og hæfni þeirra til að
móta ónæmissvar. Algengast er að rækta MSC frumur í ræktunaræti
með kálfasermi. Ef nota á frumumar í læknisfræðilegum tilgangi er hins
vegar nauðsynlegt að finna staðgengil, meðal annars vegna hugsan-
legra ónæmis- og sýkingarvalda. Hægt er að nota lýsat sem unnið er
úr ferskum blóðflögum (HPLF) í staðinn. Hér sýnum við fram á að
einnig er hægt að nota lýsat úr útrunnum blóðflögueiningum (HPLO)
sem ræktunaríbæti fyrir MSC frumur án þess að hafa áhrif á hæfni til
beinsérhæfingar eða ónæmismótunar.
Efniviður og aðferðir: MSC frumur úr beinmerg voru ræktaðar í
æti bættu með kálfasermi, HPLF og HPLO. Áhrif ætis á vöxt og útlit
fmmnanna var metið með fjölgunarprófi og vefjalitunum. Áhrif á hæfni
til T-frumubælingar var metið með blönduðu eitilfrumuprófi (MLR).
Hæfni til brjósk- og fitusérhæfingar var metið með vefjalitunum en
beinsérhæfing var skoðuð sérstaklega með vefjalitunum, mælingu á
alkalískum fosfatasa og qPCR á beinsérhæfingargenum.
Niðurstöður: Frumur ræktaðar í blóðflögulýsötum (HPLF og HPLO)
fjölguðu sér hraðar en frumur ræktaðar í kálfasermi. Einnig höfðu
frumur ræktaðar í blóðflögulýsötum ögn öðmvísi útlit. Tegund rækt-
unarætis hafði hins vegar ekki marktæk áhrif á hæfni frumnanna til
T-frumubælingar eða til beinsérhæfingar.
Ályktanir: Hægt er að nýta HPLO sem íbæti fyrir vaxtaræti MSC
frumna til jafns við notkun kálfasermis og HPLF. Hugsanlega er einnig
hægt að nota HPLO til ræktunar á öðrum gerðum stofnfrumna og hafa
rannsóknir á mesenkýmal forverafrumum afleiddum út frá fósturstofn-
frumum hafist.
E 155 Umritunarþátturinn p63 er nauðsynlegur fyrir form og
starfsemi sýndarlagskiptar þekju efri öndunarfaera
Ari Jón Arason,w, Skarphéðinn Halldórsson3, Berglind Eva Benediktsdóttir2,
Sævar Ingþórsson11-6, Ólafur BaldurssonM, Satrajit Sinha7, Þórarinn Guðjónsson1M,
Magnús Karl Magnússon1-2-4'6
'Rannsóknastofa í stofnfrumufræðum, 2rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði og
3rannsóknastofa í kerfislíffræði HÍ, 4blóðmeinafræðideild Landspítala, 5lungnadeild
Landspítala, 6læknadeild HÍ, 7Dpt Biochemistry, Center for Excellence in Bioinform and Life
Sciences, State University of New York Buffalo, BNA
aja1@hi.is
Inngangur: Sýndarlagskiptur (SL) þekjuvefur efri öndunarfæra þjónar
mikilvægu hlutverki í að tryggja eðlilega starfsemi lungna. Rof eða
skemmdir á þessari þekju og starfsemi hennar geta orsakað eða verið
afleiðing af sjúkdómum á borð við langvinna lungnateppu, sýkingar og
krabbamein. Umritunarþátturinn p63, sem er nauðsynlegur fyrir rétta
lagskiptingu og myndun húðar er tjáður í basalfrumum lungnaþekju
en þær eru taldar vera forverafrumur hennar. Hlutverk p63 í myndun
og viðhaldi sýndarlagskiptrar lungnaþekju er hins vegar lítið þekkt.
Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka tjáningarmynstur og hlut-
verk p63 í sýndarlagskiptri lungnaþekju.
Efniviður og aðferðir: VAIO lugnafrumulínan sem hefur basalfrumu-
eiginleika myndar lungnaþekju í loft-vökvaræktunarkerfi (ALI).
Tjáning á p63 var slegin niður með lentiveiruferju. Niðurstöður voru
greindar með mótefnalitunum, smásjárskoðun, PCR, Westem blettun,
rafviðnámsmælingum og mælingum á jónaflæði.
Niðurstöður: DNp63 splæsformið er ráðandi form af p63 í lungum
og er einungis tjáð í basalfrumum sem raða sér á grunnhimnuna sem
skilur að þekju- og stoðvef efri öndunarfæra. Niðursláttur á tjáningu
p63 veldur minnkun í frumufjölgun og takmarkar frumuskrið VAIO
frumna og hvatar fyriröldmn frumulínunnar. Við sýnum einnig að
p63 er nauðsynlegur fyrir rétt viðbragð viðgerðarferla í skemmdri
lungnaþekju. Myndun sýndarlagskiptrar lungnaþekju í ALI rækt er háð
tjáningu á p63 í VAIO fmmum. Þegar VAIO lungnaþekja er örvuð með
interleukin-13 (IL13), sérhæfist undirhópur hennar í slímþekjufmmur.
Niðursláttur á p63 hindrar þessa sérhæfingareiginleika.
Ályktanir: Þessar niðurstöður gefa til kynna að p63 sé nauðsynlegur
fyrir rétta formmyndun og viðhald sýndarlagskiptrar lungnaþekju.
Einnig renna þessar niðustöður stoðum undir að p63 sé nauðsynlegur
fyrir IL13-háða slímfmmusérhæfingu forverafrumna í lungnavef.
E 156 Viðbrögð lungnaþekjufrumna í rækt við togálagi sem líkir
eftir öndunarvélarmeðferð
Kristján Godsk Rögnvaldsson1, Þórarinn Guðjónsson2, Ari Jón Arason2, Magnús
Karl Magnússon1-2-3, Sigurbergur Kárason1-4
'Læknadeiid HÍ, 2rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, Vannsóknastof í lyfja- og
eiturefnafræðum og 4svæfinga- og gjörgéesludeild Landspítala
kgr2@hi.is
Inngangur: Öndunarvélarmeðferð getur leitt til skemmda í þekjuvef
lungna, orsakað viðvarandi bólguviðbragð, greitt leið bólgumiðla og
örvera í blóðrás og valdið fjöllíffærabilun. Markmið verkefnisins var að
þróa líkan til að framkalla áhrif öndunarvélarmeðferðar á lungnaþekju-
fmmur.
Efniviður og aðferðir: Rannsökuð voru viðbrögð tveggja lungnaþekju-
fmmulína við togálagi, A549 lungnablöðrufrumur og VAIO berkjufrum-
ur. Notast var við Flexcell fmmutogara til að framkalla síendurteknar
2 sek lotur af togi og hvíld í 12 klst. Til viðmiðunar voru fmmur án
togs. Svipgerðarbreytingar á fmmum vom kannaðar með flúrljómandi
58 LÆKNAblaðið 2013/99