Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 51
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 E 130 Notkun á electrophoretic deposition aöferðum til húðunar á títanígræðum með kítósani Markéta Foley', Ramona Lieder1'', Joseph T. Foley1, Georgios Petropoulos1, Vivek S. Gaware2, Már Másson2, Gissur Örlygsson3, Ólafur E. Sigurjónsson1-4 'Tækni- og verkfræðideild HR, 2Rannsóknasetri í lyfjafræði og lyfjavísindum, 3Nýsköpunar- miðstöð íslands, 4Blóðbankanum marketa@ru.is Inngangur: Títan og títan málmblöndur er notaðar í læknisfræðilegri meðferð, meðal annars sem ígræði. Töluverð áhersla hefur verið lögð á að umbreyta yfirborði títanígræða með það að markmiði að auka lífvirkni þess, draga úr bakteríumyndun, auka frumuviðloðun og beinsérhæfingu og þar með ígreypi (festingu) ígræðanna við vef. Electrophoretic deposition (EPD) er aðferð sem beita má til að húða títanígræði með lífvirkum efnum. Kítósan er dæmi um slíkt efni en vandmál hefur verið að þróa aðferðir til að húða kítósan á títanígræði. I þessu verkefni er markmiðið að þróa aðferð til kítósanhúðunar á títanígræðum með EPD aðferð og seinna meir kanna lífvirkni slíkra ígræða með beinforverafrumum. Efniviður og aðferðir: Títanyfirborðið var forunnið með sandblástri og/eða sýruætingu til að undirbúa yfirborðið. Kítósan (DD87%) var leyst upp ediksýru (1% v/v) og notað til húðunar á títanyfirborðinu. EPD kerfi var hannað og smíðað með þeim hætti að það inniheldur títankatóðu sem heldur stöðugri spennu en breytilegu rafmagnssviði á bilinu 0,5-6 V/cm. Húðað títan var greint með vatnshornsmælingu, rafeindasmásjá, kraftsmásjá og pCT greiningu. Niðurstöður: Niðurstöður benda til þess að EPD sé góð aðferð við til að húða kítósani á títanígræði, kítósanhiman var stöðug á ígræðinu eftir þrjár vikur í frumuæti og beinforverafrumur festust við húðimar. Hins vegar sýndu greiningar á yfirborði að himnurnar voru slitróttar, líklega vegna loftbólumyndunar við katóðuna. Alyktanir: Næstu skref er að draga úr loftbólumyndun við katóðuna til að fá himnur sem eru minna slitróttar. Einnig förum við í gang með að kanna áhrif himnanna á beinsérhæfingu. Við teljum að niðurstöður úr slíku verkefni getí mögulega tíl framtíðar skilað sér í betri ígræðum sem leitt geti til fækkunar á endurteknum skurðaðgerðum. E 131 Breytingar í stærð og samsetningu æðaskella í hálsslag- æðum mældar með ómskoðun og tengsl þeirra við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma Rán Sturlaugsdóttir, Guðlaug Bjömsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Sigrún Halldórsdóttir, Vilmundur Guðnason Hjartavemd ran@hjarta.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að bæði stærð og samsetning æðas- kella í hálsslagæðum hafa forspárgildi fyrir heila- og hjartaáföll. Hægt er að mæla bæði stærð og samsetningu æðaskella í hálsslagæðum með ómun og þær breytíngar sem eiga sér stað yfir tíma. Markmið rann- sóknarinnar var að kanna tengsl áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma við breytingar í stærð og samsetningu æðaskella sem mældar eru með ómskoðun. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var gerð á 219 þátttakendum í Öldrunarrannsókn Hjartavemdar sem allir greindust með æðaskellu í hálsslagæð við fyrstu ómskoðun. Ómskoðunin var endurtekin fimm árum seinna og þá voru breytingar í fjölda, stærð og samsetningu skell- anna mældar. Áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma og lyfjanotkim voru mæld samfara ómskoðununum. Niðurstöður: Breyting í stærð æðaskella var tengd aldri, en þeir sem stækkuðu mest voru eldri. Myndun nýrra æðaskella sýndi tengsl við aukinn blóðþrýsting hjá körlum, en minni lækkun í BMI milli athugana átti sér stað hjá konum sem mynduðu nýja skellu. Einstaklingar sem mynduðu nýja skellu höfðu færri skellur í upphafi og var þessi breyting í fjölda meginorsök aukins heildarflatarmáls hjá þessum hópi þar sem gamlar skellur breyttust lítíð í stærð. í samanburði við þá sem ekki mynduðu nýjar skellur var breytingin á heildarflatarmáli meiri hjá þeim sem mynduðu nýjar skellur. Hækkað fituinnihald æðaskella hjá körlum sýndi tengsl við lækkun á HDL kólesteróli, en hjá konum voru engin tengsl milli áhættuþátta og breytinga í samsetningu. Ályktanir: Fáir hefðbundnir áhættuþættir sýna sterk tengsl við breytingar í stærð og samsetningu æðaskella hjá þessu úrtaki eldri ein- staklinga. Mesta breytingin í heildarflatarmáli virðist eiga sér stað hjá þeim sem voru með minnsta umfangið af æðaskellum í upphafi rann- sóknarinnar. E 132 Næmni greiningarprófa í Disseminated Intravascular Coagulation Einar Hjörleifsson1, Martin Ingi Sigurðsson2, Páll Torfi Önundarson’, Brynja R. Guðmundsdóttir3, Gísli Heimir Sigurösson1- 'Læknadeild HÍ, !svæfinga- og gjörgæsludeild og Jbóðmeinafræðideild Landspítala eih14@hi.is Inngangur: Disseminated Intravascular Coagulation (DIC) er sjúk- dómsástand sem fylgir sjúkdómum sem valda kerfisbundinni virkjun á blóðstorku. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða forspárgildi prótein C, antíplasmin og antithrombin mælinga og skoða samband þeirra við dánartíðni og versnandi sjúkdómsástand. Einnig var kannað nýgengi DIC á íslandi á árunum 2004-2008 og horfur sjúklinga með DIC. Efni viður og aðferðir: Teknar voru saman allar blóðprufur á Landspítala SH þar sem antiplasmin var mælt á árunum 2004-2008 og þær stig- aðar eftir ISTH stigunarkerfi fyrir DIC. Prótein C, antithrombin og antí- plasmin mælingum var svo raðað í tímaröð til að skoða hvort meðaltöl þeirra skildust að fyrir greiningu DIC á milli sjúklingahópa. Auk þess voru 114 sjúklingar sem höfðu fengið antiplasmin mælingu en voru ekki með DIC valdir í samanburðarhóp (DIC). Niðurstöður: Af þeim 114 sem greindust með DIC voru 111 með annan sjúkdóm sem tengdist DIC. Nýgengi var 10 sjúklingar á ári/100 þúsund íbúa. Sjúklingar sem fengu DIC höfðu marktækt verri lífslíkur. Prótein C gildi sjúklinga með DIC voru marktækt lægri 6 dögum fyrir greiningu DIC, antithrombin gildi voru marktækt lægri fjórum dögum fyrir greiningu DIC og antiplasmin gildi voru marktækt lægri einum degi fyrir greiningu DIC. Prótein C sýndi mesta næmi og sértækni tíl greiningar á DIC, bæði við greiningu DIC og einnig fyrir greiningu DIC. Antithrombin greindi best í sundur sjúklinga með tilliti til lifunar. Prótein C hafði mesta tengingu við RIFLE stigun. Ályktanir: Prótein C, antithrombin og antiplasmin er hægt að nota til að meta hvort sjúklingur er með DIC. Prótein C og antithrombin er hægt að nota til að meta hvort sjúklingur sé líklegur til að fá DIC áður en ástandið greinist. E 133 Áhrif breytilegra hlutfalla á viðbraðgstíma augnstökka Ómar I. Jóhannesson', H. Magnús Haraldsson2-1, Árni Kristjánsson'-4 'Sálfræðideild HÍ, 'geðsviði Landspítala, Mæknadeild HÍ, 'lnstitute of Cognitive Neuroscience, University College London oij1@hi.is LÆKNAblaöið 2013/99 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.