Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 32
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 tjáningu TOX3. Erfðabreytileikinn er staðsettur nálægt TOX3 en inni í LOC643714 sem er lítið rannsakað gen. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl áhættuarfgerðarinnar við tjáningu TOX3 og LOC643714 ásamt því að kanna tengsl tjáningar genanna og arfgerðar við klíníska og meinafræðilega þætti. Efniviður og aðferðir: Erfðabreytileikinn var greindur í DNA úr blóð- sýnum 160 brjóstakrabbameinssjúklinga og mRNA úr brjóstaæxlum sömu sjúklinga var mælt á örflögum og staðfest með RT-PCR. Klínískum og meinafræðilegum upplýsingum var safnað úr skrám spítalans og tengingar mRNA og arfgerðar við þær könnuð með tölfræðilegum útreikningum. Niðurstöður: Tengsl áhættuarfgerðar rs3803662 við lægri tjáningu TOX3 var staðfest í brjóstaæxlum sem tjá estrogen viðtakann (ER). Sjúklingar með luminal A æxli sem báru áhættuarfgerðina lifðu skemur en þeir sem voru ekki með hana (p=0,009). Magn mRNA TOX3 og LOC643714 fylgd- ust að (r=0,44; p<0,001). Lágt magn TOX3 og LOC643714 var samfara hárri Ki67 tjáningu (p=0,026 og p=0,002) og basal undirhóp brjóstaæxla (p<0,001 og p<0,001) en hátt magn var samfara ER tjáningu (p=0,004 og p<0,001) og jákvæðum eitlum við greiningu (p<0,001 og p=0,01). Sjúklingar með ER jákvæð æxli sem tjáðu hátt TOX3 mRNA lifðu skemur (p=0,017) og fengu meinvörp eftir skemmri tíma (p=0,021) en sjúklingar með æxli sem tjáðu lágt TOX3 mRNA, áhrif sem má að mestu leyti rekja til æxla af luminal B undirhópi. Alyktanir: Niðurstöður gefa til kynna að áhættuarfgerð rs3803662 sé áhrifamest í undirhópi brjóstaæxla af gerð luminal A, og einnig að mRNA magn TOX3 og/eða LOC643714 hafi áhrif á framvindu brjósta- krabbameins og að áhrifin séu mismunandi eftir undirhópum. E 70 Yfirtjáning Epidermal Growth Factor Receptor 1 og 2 í brjóstaþekjustofnfrumulínu veldur bandvefsumbreytingu í þrívíðri rækt Sævar Ingþórsson'-3, Magnús K. Magnússon1'2'3, Þórarinn Guðjónsson1-3 ’Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, Lífvísindasetri og 2rannsóknastofu í lyfja- og eitur- cfnafræói HÍ, 3rannsóknastofu í blóðmeinafræöi Landspítala saevari@hi.is Inngangur: Epidermal Growth Factor Receptor (EGFR) viðtakafjöl- skyldan er mikilvæg fyrir greinótta formgerð ýmissa vefja og gegnir hún stóru hlutverki í meinmyndun brjóstakrabbameina. EGFRl hefur verið tengdur verri horfum í basallfkum æxlum. ErbB2 er yfirtjáður í um það bil 30% krabbameina og hafa þessi æxli hækkaða endurkomutíðni og aukið ónæmi við lyfjameðferð. Bæði basallík æxli og aukin tíðni endurkomu og lyfjaónæmis hafa verið tengd stofnfrumum brjóstkirt- ilsins. D492 er brjóstaþekjufrumulína með stofnfrumueiginleika. Hún getur myndað greinótta kirtilganga í þrívíðri ræktun og hefur reynst mikilvægt tæki í rannsóknum á uppruna og framþróun krabbameina í brjóstkirtli. Efniviður og aðferðir: Markmiðið er að kanna áhrif aukinnar tjáningar EGFR og ErbB2 á svipgerð D492 í þrívíðu líkani. EGFR/ErbB2 yfirtján- ingu í D492 var náð með veiruinnskoti. Western-blettun og mótefnalitun var beitt til að kanna tjáningu og virkjun EGFR og ErbB2 boðleiða í frum- unum. Frumufjölgun, -skrið og næmi fyrir EGF voru rannsökuð og jafn- framt var notast við þrívítt samræktunarlíkan með brjóstaæðaþeli til að kanna áhrif aukinnar EGFR tjáningar á myndun greinóttrar formgerðar. Niðurstöður: Niðurstöður sýna aukna tjáningu á EGFR og ErbB2 í D492. Frumur sem yfirtjá EGFR með virkjandi stökkbreytingu í EGFR- L858R ásamt ErbB2 sýna minnkaða þörf fyrir EGF, þar sem þær geta vaxið í æti þar sem EGF er ekki til staðar. I samrækt með æðaþeli sést marktæk (P<0,01) aukning bandvefslíkra frumuþyrpinga. Jafnframt má sjá bandvefslíkar þyrpingar í frumum sem yfirtjá EGFR-L858R, í ræktun án æðaþels. Ályktanir: Sívirkjun á EGFR/ErbB2 minnkar þörf fyrir EGF og veldur bandvefsumbreytingu í þrívíðri rækt. Áframhaldandi rannsóknir munu miða að því að skilgreina betur hlutverk EGFR/ErbB2 í myndun grein- óttrar formgerðar og bandvefsumbreytingar í brjóstkirtli. E 71 Tengsl BRCA2 próteintjáningar í ættlægum BRCA2 brjóstakrabbameinum við Aurora A yfirtjáningu Margrét Aradóttir, Sigríður Klara Böðvarsdóttir, Sigríður Þóra Reynisdóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson, Jórunn Erla Eyfjörð Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum HÍ og Landspítalanum maa21@hi.is Inngangur: Aurora-A gegnir mikilvægu hlutverki í stjómun frumu- hringsins. Yfirtjáning á kínasanum magnar upp geislaskaut í mítósu sem veldur truflunum í aðskilnaði systurhtninga sem getur leitt til mis- litnunar og krabbameinsmyndunar. Yfirtjáning á Aurora-A er meðal annars algeng í brjóstakrabbameinum. Stökkbreyting í BRCA2 geninu getur haft svipaðar afleiðingar, það er mögnun geislaskauta sem leiðir til litningaóstöðugleika. Sterk tengsl hafa fengist milli ættlægrar stökk- breytingar í BRCA2 og mögnunar á Aurora-A geninu í brjóstaæxlum. Efniviður og aðferðir: BRCA2 og Aurora A próteintjáning var skoðuð í brjóstaæxlisvef með mótefnalitun á vefjaörflögum. Skoðuð voru 255 brjósaæxlissýni, 90 voru frá BRCA2 999del5 arfberum og 165 stök. Niðurstöður: BRCA2 stökkbreyttu brjóstaæxlin sýndu enga BRCA2 litun í um 36% tilvika (32/90) en um 25% stöku æxlissýnanna (42/165) sýndu enga litun. Yfirtjáning á Aurora A kom fram hjá um 45% BRCA2 stökkbreyttu æxlanna (38/90) og um 26% stöku (44/165) æxlissýnanna (p<0,01). Þegar BRCA2 tjáning var skoðuð hjá þeim æxlum sem höfðu yfirtjáningu á Aurora A kom í ljós marktækur munur á milli ættlægra og stakra æxla þar sem 36% BRCA2 stökkbreyttu æxlanna (13/36) og um 10% stöku æxlanna (4/39) höfðu enga BRCA2 tjáningu (p<0,05). Ályktanir: Algengt er að brjóstaæxli hjá einstaklingum með ættlæga BRCA2 stökkbreytingu tapi allri BRCA2 tjáningu. Nokkuð stór hópur innan stöku æxlanna tjá ekki BRCA2 próteinið sem gefur vísbendingu um að fleiri brjóstaæxli en þau sem bera BRCA2 stökkbreytingu fari sömu leið í æxlismyndun. Niðurstöðurnar sýna tengsl á milli stökk- breytingar í BRCA2 geni og Aurora A yfirtjáningar einnig er algengara að Aurora A yfirtjáning fylgist að með engri BRCA2 próteintjáningu hjá ættlægum BRCA2 brjóstaæxlum en hjá stökum brjóstaæxlum. E 72 Áhrif terbínafíns á krabbameinsfrumur úr blöðruhálskirtli Sæmundur Rögnvaldsson1, Þórarinn E. Sveinsson2, Finnbogi R. Þormóðsson3, Helgi Sigurðsson1-4' ‘Læknadeild HÍ, 2Landspílala, 3ValaMed ehf., ‘krabbameinslækningadeild Landspítala s.rognvaldsson@gmail.com Inngangur: Krabbamein í blöðruhálskirtli er næst algegnasta krabba- mein karla á heimsvísu og hefur áhrif á líf margra. Eftir að sjúklingur með langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli sýndi merki um bata eftir meðferð með sveppalyfinu terbínafín vaknaði sú spurning hvort að terbínafín gæti haft krabbameinsbælandi áhrif. Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru tvö sjúkdómstilfelli, annars vegar ofangreint tilfelli en einnig tilfelli manns sem ekki sýndi svörun við með- L 32 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.