Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 89
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 73
sIL-6R og TGF-|3 eru í hámarki í kviðarholi músa eftir bólgumyndun
eru makrófagar með mikla D6 og CCR7 tjáningu og eósínófílar með
minnkaða CDllb tjáningu helstu frumutegundimar. Líklegt er að þessar
fmmur taki þátt í að miðla hjöðnun bólgunnar.
V 66 Ómega-3 fitusýrur í fæði leiða til aukins B frumusvars í
músum með vakamiðlaða lífhimnubólgu
Sigrún ÞórleifsdóttirUJ'4, Valgerður Tómasdóttir1-* 2-3'4, Amór Víkingsson3, Ingibjörg
Harðardóttir1, Jóna Freysdóttir2'3'4
‘Lífefna- og sameindalíffræðistofu og 2ónæmisfræðisviði læknadeildar HÍ, Tannsóknastofu í
gigtsjúkdómum og 4ónæmisfræðideild Landspítala
sth119@hi.is
Inngangur: Ómega-3 fjölómettaðar fitusýmr (FÓFS) geta haft áhrif
bólgusvar, bæði upphafssvarið og hjöðnunarferlið. Ahrif ómega-3
FÓFS á sérhæft ónæmissvar hafa lítið verið könnuð. Markmið rann-
sóknarinnar var því að kanna áhrif ómega-3 FÓFS á sérhæft ónæmissvar
í vakamiðlaðri bólgu.
Efniviður og aðferðir: Músum var gefið viðmiðunarfæði eða fæði með
2,8% fiskolíu. Þær vom bólusettar tvisvar og lífhimnubólga framkölluð
með því að sprauta metýleruðu BSA í kviðarhol þeirra. Mýsnar vom
aflífaðar fyrir og á mismunandi tímapunktum eftir að lífhimnubólgu
var komið af stað. Milta, blóði og kviðarholsvökva var safnað og ýmsir
þættir sérhæfðs ónæmissvars mældir með frumuflæðisjá, ELISA aðferð
og vefjalitun.
Niðurstöður: Mýs sem fengu fiskolíu í fæði höfðu fleiri og stærri k£m-
stöðvar sem og fleiri IgM+ frumur í milta £ kjölfar bólgumyndunar
samanborið við mýs sem fengu viðmiðunarfóður. Styrkur BSA sértækra
IgM mótefna £ sermi var hærri £ músum sem fengu fiskolfu en þeim
sem fengu viðmiðunarfóður, en ekki var munur á styrk IgG mótefna.
Fjöldi B1 frumna £ kviðarholi var meiri £ músum sem fengu fiskolfu en í
músum £ viðmiðunarhóp.
Alyktanir: Fleiri IgM+ frumur i miltum músa sem fengu fiskoliu bendir
til fleiri óreyndra B frumna i þeim en músum sem fengu viðmiðunarfóð-
ur. Hærri styrkur BSA sértækra IgM mótefna í sermi styður þá ályktun.
IgM+ frumur eru hugsanlega hluti af B1 frumum sem sáust £ meira mæli
i kviðarholi músa sem fengu fiskoliu en £ kviðarholi músa sem fengu
viðmiðunarfóður. Fiskolfa i fæði gæti þvf leitt til fleiri B1 frumna sem
geta brugðist við áreiti með þvi að seyta miklu magni af vakasértækum
IgM mótefnum. Niðurstöðumar benda þvi til þess að fiskolía i fæði geti
bætt ónæmissvar við endurtekið áreiti.
V 67 Ónæmissvar hjá bleikju (Salvelinus alpinus, L.) eftir sýkingu
bakteríunnar A. salmonicida undirteg. achromogenes og mikilvægi
AsaP1 úteitursins
Johanna Schwenteit1, Uwe Fischer2, Uwe T. Bomscheuer3, Bjarnheiður K.
Guðmundsdóttir1
’Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Friedrich-Loeffler-Institut Insel Riems, Greifswald,
3Institute of Biochemistry, Dpt Biotechnol & Enzyme Catalysis, Greifswald University
bjarngud@hi.is
Inngangur: Bakterían Aeromoms salmonicida undirteg. achromogenes
(Asa) veldur kýlaveikibróður hjá bleikju. AsaPl er eitraður aspzincin
málmpeptíðasi og sýkiþáttur, sem Asa seytir. Markmið rannsóknarinnar
var að kanna mikilvæga þætti í ónæmisviðbrögðum bleikju sem sýkt er
með Asa (wt) eða AsaPl neikvæðu stökkbrigði af Asa (AasaPl).
Efniviður og aðferðir: Bleikja (30g) var sýkt með sprautun í kviðarhol
með jafnsterkum lausnum af Asa (wt), Asa (AasaPl) eða dúa til viðmið-
unar. Framnýra, lifur og milta vom skorin úr fiskinum eftir 8 klst, 1 d, 3
d, 5 d, og 7 d frá sýkingu. Magnbundið rauntíma PCR- próf (RT-qPCR)
var notað til að kanna tjáningu eftirtalinna ónæmisþátta: forstigs bólgu-
boðanna IL-IG og TNFa; bólguhamlandi frumuboðanna IL-10, CXCL-8
(IL-8) og CC- efnatoga; frumuboðanna IFN-y og IL-4 sem sporefni fyrir
Thl og Th2 stýrt ónæmissvar; og fmmu merkjasameindanna CD8 og
CD83. Vefjafræðileg rannsókn var gerð á ónæmislíffærum sem safnað
var þremur og sjö dögum eftir sýkingu.
Niðurstöður: Við upphaf sýkingar var aukning á tjáningu forstigs bólgu-
boða og efnatoga sem tilheyra meðfæddu ónæmi en síðan jókst tjáning á
þáttum sem tilheyra Th2 stýrðu áunnu ónæmissvari. Ónæmisviðbrögð
voru öflugust í milta og framnýra. RT-qPCR próf greindu mark-
tækan mun á ónæmisviðbragði fisksins gegn Asa (wt) og Asa ( asaPl).
Vefjabreytingar greindust hjá sýktum fiski, en ekki var greinanlegur
munur á því með hvorri bakteríunni fiskurinn var sýktur. f HE lituðum
vefjasneiðum frá sýktri bleikju voru elipsulagaðar myndanir umhverfis
grannar slagæðar í milta, sem ónæmisvefjalitun greindi IgM-jákvæðar
og CD3 jákvæðar frumur voru í klösum á víð og dreif um allt miltað.
Ályktanir: Engin rannsókn hefur áður birst sem sýnir ónæmissvar hjá
bleikju sýktri með bakteríu. Rannsóknin sýnir að úteitrið AsaPl er mikil-
vægur sýkiþáttur Asa bakteríunnar í bleikju.
V 68 Fyrstu skráðu lífsmörk á bráðamóttöku Landspítala
Unnur Ágústa Guðmundsdóttir2, Guðrún Selma Steinarsdóttir2, Guðbjörg
Pálsdóttir2, Þorsteinn Jónsson12
'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítala
thorsj@hi.is
Inngangur: Stigun bráðveikra sjúklinga (MEWS) er gagnlegt mælitæki
til að greina alvarlega veika sjúklinga. Tilgangur rannsóknarinnar var
að skoða fyrstu skráðu lífsmörk sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku
Landspítala í ljósi viðmiða um bráð bólguviðbrögð (SIRS) og með tilliti
til stigunar bráðveikra sjúklinga.
Efniviður og aðferðir: Stuðst var við afturvirka lýsandi aðferðafræði,
þar sem rannsóknargögnum var safnað úr rafrænni sjúkraskrá.
Rannsóknartímabilið var frá 1. október 2011 til 30. nóvember 2011. Settar
voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: 1. Hver eru fyrstu skráðu
lífsmörk sjúklinga við komu á bráðamóttöku? 2. Hver eru lífsmörk
út frá viðmiðum um bráð bólguviðbrögð? 3. Hver eru lífsmörk út frá
stigun bráðveikra sjúklinga? Þátttakendur í rannsókninni voru 3.971 (n)
sem sóttu bráðamóttöku Landspítala á rannsóknartímabilinu.
Niðurstöður: Af þátttakendum voru um 1% (n=40) ekki skráð með
nein lífsmörk. Öndunartíðni var skráð í rúmlega 66% tilfella (n=2.637).
Meðaltalið var tæplega 18 andardrættir á mínútu. Tæplega 11%
þátttakenda (n=418) önduðu hraðar en 20 andardrætti á mínútu.
Hjartsláttartíðni var skráð í rúmlega 97% tilfella (n=3.869). Meðaltalið
var tæplega 84 slög á mínútu. Tæplega 32% (n=1.255) voru með hjart-
sláttartíðni yfir 90 slög á mínútu. Þá var líkamshiti mældur í rúmlega
91% tilfella (n= 3.627). Rúmlega 15% (n=418) voru með hita undir 36°C
eða hærri en 38°C. Tæplega 16% (n=623) þátttakenda höfðu tvo eða fleiri
þættí af viðmiðunum fyrirbráð bólguviðbrögð. Þá voru um 14% (n=560)
með þrjú eða fleiri stíg samkvæmt mælitækinu stígun bráðveikra
sjúklinga.
Ályktanir: Óhætt er að segja að skráning lífsmarka á bráðamóttöku
Landspítala sé góð. Til að efla árvekni, er mikilvægt að greina einkenni
LÆKNAblaðið 2013/99 89