Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 16
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 E 17 Lífefnafræðileg virkni Rad26 í DNA-viðgerð Stefán Sigurðsson, Anton Ameneiro-Alvarez Lífefna- og sameindalíffræðistofu, Lífvísindasetri Læknagarðs HÍ stefslOhlJs Inngangur: Uppsöfnun erfðaskemmda getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ef þessar skemmdir eru ekki lagfærðar getur það stuðlað að æxlisvexti og því hafa lífverur þróað DNA-viðgerðarferla til að koma í veg fyrir samsöfnun erfðaskemmda. Eitt þessara ferla tryggir hraðari viðgerð í tjáðum genum heldur en á ótjáðum svæðum erfðamengisins. Þetta viðgerðarferli er háð RNA-pólímerasa II (RNAPII) og nefnist um- ritunarháð DNA-viðgerð. DNA-skemmdin er greind við það að RNAPII stöðvast á henni en næstu skref eru illa skilgreind. Þó er vitað að CSA/ CSB (Cockayne Syndrome A/B) í mannafrumum og Rad26 í gersvepp taka þátt í ferlinu. Efniviður og aðferðir: Lífefnafræðilegar aðferðir eru notaðar til þess að rannsaka virkni Rad26 með það fyrir augum að öðlast betri skilning á viðgerðarferlinu. Rad26-próteinið var hreinsað með hefðbundnum aðferðum eftir yfirtjáningu í skordýrafrumum. Rad26 getur vatnsrofið ATP og voru gerðar tilraunir til að rannsaka hlutverk þessa vatnsrofs í umritunarháðri DNA-viðgerð. Niðurstöður: Tengsl eru á milli ATP-vatnsrofs og lengdar DNA- hvarfefna sem bendir til þess að Rad26 geti ferðast eftir DNA- sameindinni. Niðurstöður benda einnig til þess að próteinið þekki ákveðna DNA-byggingu betur en aðrar, til dæmis þær sem sjást þar sem RNAPII hefur myndað umritunar-bólu. Alyktanir: Rad26-próteinið notar orku sem myndast við ATP-vatnsrof til þess að ferðast eftir DNA-sameindinni. Hugsanlega greinir Rad26- próteinið RNAPII-sameindir sem hafa stöðvast á DNA-skemmd og hefur áhrif á bindingu RNAPII við DNA. Rannsóknir okkar beinast að því að rannsaka þetta ferli enn frekar. E 18 Notkun reiknilíkana til að uppgötva áður ókunn efnahvörf í efnaskiptaferlum mannslíkamans Óttar Rolfsson, Bemhard Ö. Pálsson, Ines Thiele Rannsóknarsetri í kerfislíffræði ottarr@hi.is Inngangur: RECON 1 er reiknilíkan af efnaskiptaferlum mannslíkam- ans. Það samanstendur af rúmlega 3400 efnahvörfum, 2800 hvarfefnum og er eitt yfirgripsmesta tölvulíkan sinnar tegundar. RECON 1 hefur fjölþátta notkunargildi og hefur verið nýtt meðal annars til að segja til um áhrif umhverfisaðstæðna og/eða stökkbreytinga á lífeðlisfræðileg ferli eða á birtingarform sjúkdóma. Þar sem RECON 1 heldur utan um það sem við vitum um efnaskipti mannsins er hægt að nota það til að einblína á efnaskiptaferli sem eru lítið skilgreind. Þennan möguleika líkansins nýttum við okkur til að setja fram tilgátur um áður óskilgreind efnahvörf í mannslíkamanum. Efniviður og aðferðir: Með hjálp RECON 1, skilgreindum við hóp líf- efna sem hafa verið mæld í mannslíkamanum en ekki er vitað hvað verður um. Við notuðum síðan comparative genomics aðferðafræði til að spá fyrir um hugsanlegt niðurbrot og myndun þessara efna. Niðurstöður: A þennan máta tókst að útbúa tilgátur um efnaskiptaferli fleiri en tvö hundruð lífefna. Við vinnum nú að því að sannreyna nokkrar valdar tilgátur með efna- og lífefnafræðilegum aðferðum. Nú þegar höfum við þó sannreynt eina af þessum tilgátum. Sú snýr að efnaskiptum á glúkónati en það finnst í flestum ávöxtum og er einnig notað sem sýrustigsjafnari í lyf og matvæli. Við klónuðum og tjáðum erfðaþátt sem við töldum taka þátt í niðurbrotsferli glúkonats í mönnum og sýndum fram á að C9orfl03 er glúkónokfnasi sem tekur þátt í niður- broti á glúkónati sem á sér líklegast stað í pentósu fosfat ferlinu. Ályktanir: Þessi vitneskja eykur á þekkingu á orkuefnaskiptum pentósu fosfats ferilsins sem haldist hefur lítið breyttur áraraðir. Niðurstöður okkar sýna fram á hvernig hægt er að styðjast við tölvulíkön og hálf sjálvirkar aðferðir til að auka vitneskju á efnaskiptaferlum í manninum. E 19 Tannheilsa barna sem sóttu átaksverkefni tannlæknadeildar og velferðarráðuneytisins sumarið 2011 Inga B. Árnadóttír, Unnur Flemming Jensen, Sigurður Rúnar Sæmundsson Tannlæknadeild HÍ iarnad@hi.is Inngangur: Eftir efnahagshrun 2008 sóttu færri böm meðferð og fyrir- byggjandi tannlæknaþjónustu vegna bágs efnahagsástands heimilanna í landinu. Velferðarráðuneytið gerði samning við tannlæknadeild HÍ vorið 2011 um að veita tannlæknaþjónustu án endurgjalds fyrir ein- staklinga þriggja til 18 ára sem Tryggingastofnun skilgreindi sem böm tekjulágra foreldra. Efniviður og aðferðir: Með leyfi Vísindasiðanefndar (VSN 11-150) vom notaðar upplýsingar úr sjúkraskrám bamanna með takmörkuðum aðgangi. Tannheilsa barnsins (d3mft, D3MFT) var metin af tveimur bitröntgenmyndum (biteivings) sem teknar voru af barninu við skoðun. Tannheilsa þess var síðan tengd upplýsingum sem fengnar voru með spurningalistum um upprunaland foreldra, tannhirðu, sjúkdóma, ofnæmi ásamt lyfjanotkun barnsins. Úrvinnsla var hefðbundin tví- breytugreining á tannheilsu og hinum ýmsu samverkandi þáttum með viðeigandi marktektarprófum. Niðurstöður: Alls áttu 1078 böm rétt á þjónustunni, 581 var kallað inn til skoðunar og 434 (40,3%) börn luku meðferð. Sautján tannlæknar tóku þátt í verkefninu. Böm á höfuðborgarsvæðinu voru með marktækt heilbrigðari barnatennur (d3mft) en á landsbyggðinni og böm erlendra foreldra voru með martækt lélegri barnatennur (d3mft) en böm íslenskra foreldra. Tannátutíðni í bamatönnum (d3mft) þriggja til 10 ára var 2,03 og í fullorðinstönnum (D3MFT) 11-18 ára var 4,06. Að meðatali vom tennur burstaðar 1,7 sinnum á dag, tannþráður var aldrei notaður og síðasta eftirlit hjá tannlækni var fyrir 15,1 mánuði. Ályktanir: Finna þarf ferli hvernig samfélagið getur stutt við einstak- linga sem ekki eiga kost á að sækja sér þá tannlæknaþjónustu sem í boði er og leggja ríka áherslu á forvamir. E 20 Aldursgreining 8 hælisleitanda Svend Richter, Sigríður Rósa Víðisdóttir Tannlæknadeild HÍ svend@hi.is Inngangur: Straumur ungra flóttamanna til Vesturlanda sem segjast vera yngri en 18 ára hefur aukist. Börnum eru tryggð mannréttindi í ýmsum alþjóðasamningum. Þeirra helstur er samningur um réttindi barnsins eða Bamasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Réttarkerfið leitar til tannlækna til að meta aldur þeirra út frá tannþroska. Kölkun tanna er síður trufluð af næringarskorti eða hormónabreytingum en aðrir vaxta- þættir líkamans. Aldursgreining er nákvæmust út frá myndunarskeiði tanna á fyrri hluta æviskeiðs og af endajöxlum um og eftir 15 ára aldur. Efniviður og aðferðir: Spumingalisti um heilsufar, næringarástand í uppvexti og tannheilsu var fylltur út. Nákvæm skoðun á tönnum og 16 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.