Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 61
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 73
Ályktanir: Að nota rafræna ættfræði- og sjúkdómagrunna bætir erfða-
ráðgjöf umtalsvert. Ekki hefur orðið vart við óánægju ráðþega eða önnur
vandkvæði. Það er sérlega mikilvægt þar sem margar krabbameinsskrár
erlendis veita aðeins upplýsingar um krabbameinsgreiningar einstak-
linga með skriflegu leyfi. Við teljum meðal annars í ljósi reynslunnar hér
á landi að ætlað samþykki nægi. Það er eirtnig í samræmi við dreifingu
annarra erfðafræðilegra fjölskylduupplýsinga, svo sem ættartrjáa, milli
heilbrigðisstofnana.
E 163 Mitf og markgen þess í lyktarklumbunni
Xiao Tang1, Anna Þóra Pétursdóttir1-, Eiríkur Steingrímsson1’, Pétur H. Petersen1'4
'Lífvísindasetri HÍ, Tslenskri erfðagreiningu, 3lífefna- og sameindalíffræði og 4rannsóknastofu í
taugalíffræði læknadeild HÍ
phenry@hi.is
Inngangur: Umritunarþátturinn Microphthalamia (Mitf) er mikilvægur
fyrir þroskun og starfsemi litfrumna spendýra. Mýs sem skortir Mitf
genið eru hvítar, blindar og heyrnarlausar. Mitf er einnig tjáð í lykt-
arklumbunni, í taugafrumum sem bera taugaboðin frá lyktarþekjunni
til heilabarkar. Hins vegar er hlutverk Mitf í miðtaugakerfinu óþekkt.
Til að komast að því höfum við skoðað hvaða genum Mitf stjórnar í
lyktarklumbunni og hvaða áhrif það hefur á lyktarskynjun.
Efniviður og aðferðir: Tjáning MITF próteinsins í lyktarklumbunni
var ákvörðuð með mótefnalitunum. Tjáning gena í lyktarklumbu músa
með og án Mitf var borin saman með notkun örflagna. Breytingar í
genum sem sýndu lækkun og innhéldu þekkt MITF bindiset voru stað-
festar með magnbundinni PCR mælingu. Breytingar í próteinum voru
metnar með Westem greiningu. Lyktamæmni var metin með því að fela
hnetusmjör og mæla hve lengi það tók mýs af mismunandi arfgerðum
og aldri að finna það.
Niðurstöður: Þær fmmur sem tjá Mitf eru til staðar í Mitf stökkbreyttum
músum. Eitt þeirra gena sem sýndi greirtilega lækkun í lyktarklumbum
úr Mitf stökkbreyttum músum var Sarcoglycan gamma - Sgcg. Ekki var
numin lækkun á því í öðrum vefjum. Western greining sýndi að Sgcg
próteinið var ekki til staðar í lyktarklumbu stökbreyttu músanna en
óbreytt í öðrum vefjum. Mitf stökkbreyttar mýs höfðu svipað lyktarskyn
og viðmiðunarmýs og lyktarklumban var af svipaðri stærð.
Ályktanir: MITF er ekki nauðsynlegt fyrir ákvörðun frumugerða í
lyktarklumbunni meðan á þroskun stendur. Sgcg er mjög líklega sértækt
markgen MITF í taugafrumum lyktarklumbunnar. Skortur á Mitf hefur
hvorki áhrif á lyktarnæmni né stærð lyktarklumbunnar. Mitf er því ekki
nauðsynlegt fyrir almenna lyktarskynjun en hefur líklega áhrif á sam-
skipti taugafrumna í lyktarklumbunni.
E 164 Þrívíddarbygging umritunarþáttarins MITF varpar Ijósi
tvenndarmyndun og DNA sértækni
Vivian Pogenberg2, Margrét H. Ögmundsdóttir1, Kristín Bergsteinsdóttir1,
Alexander Schepsky1, Bengt Phung1-3, Viktor Deineko2, Morlin Milewski2, Eiríkur
Steingrímsson1, Matthias Wilmanns2
'Lífefna- og sameindalíffræðistofu HÍ, Turopean Molecular Biology Laboraiory, Hamburg
Unit, 3Experimental Clinical Chemistry, Háskólanum í Lundi
mho@hi.is
Inngangur: Microphthalmia-associated transcription factor (MITF) er
lykilumritunarþáttur í þroskun litfrumna og æxlisgena í sortuæxlum.
MITF binst DNA sem tvennd og hefur ólíka sértækni borið saman við
skylda "basic helix-loop-helix leucine zipper" umritunarþætti. MITF
myndar tvennd með sjálfu sér auk þriggja skyldra umritunarþátta.
Efniviður og aðferðir: Við höfum greint kristalbyggingu MITF; án DNA
og bundið tveimur DNA röðum, E-boxi og M-boxi. Auk þess höfum við
kartnað stökkbreytingar í MITF í músum og mönnum til þess að tengja
byggingu próteinsins við virkni þess.
Niðurstöður: MITF myndar sveigju í "leucine zipper" próteinsins vegna
óvenjulegrar þriggja amínósýra hliðrunar borið saman við aðra skylda
umritunarþætti. MITF, sem myndar venjulega ekki tvennd með umrit-
unarþættinum MAX, getur myndað slíka tvennd séu þrjár amínósýrur
fjarlægðar úr MAX og röðin því samhliða MITF. MITF binst M-box DNA
röð með óvenjulegri óskautaðri tengingu við Ile212; sem er stökkbreytt
í músum og mönnum með Waardenburg heilkenni. Þar sem skyldir
umritunarþættir hafa litla sækni í M-box skýrir greiningin hvernig þessi
prótein velja á milli DNA markraða.
Ályktanir: Niðurstöðurnar varpa ekki eingöngu ljósi á virkni MITF í
heilbrigðum og sjúkum frumum, heldur skýra þær einnig mikilvæga og
almenna eiginleika skyldra umritunarþátta.
E 165 Hraðvirk gæðagreining kjarnsýrusýna í örgelum
Hans Guttomuir Þormar1-2, Bjarki Guðmundsson1, Guðmundur H. Gunnarsson u,
Kristján Leósson4, Jón Jóhannes Jónsson1'3
‘Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2Lífeind ehf., 3erfða- og
sameindalæknisfræðideild Landspítali, 4raunvísindadeild verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ
hans@hi.is
Inngangur: Tvívíðan rafdrátt á kjarnsýrum er hægt er að nota til
að greina gæði flókinna kjamsýrusýna og ákveða áframhaldandi
meðhöndlun þeirra, til dæmis fyrir háhraða raðgreiningar. í fyrri vídd
rafdráttar er aðgreining kjamsýra annað hvort háð lengd og lögun eða
háð lengd og því hvort kjarnsýrur séu tvíþátta DNA, einþátta DNA eða
RNA»DNA blendingar. í seinni vídd er færsla kjarnsýranna aðeins háð
lengd. Eftir tvívíðan rafdrátt myndar því hver gerð kjamsýra aðskilda
boga. Með greiningu á þeim er hægt að meta magn og lengdardreifingu
mismunandi gerða kjarrtsýra í sýninu. Við höfum unnið að því að gera
þessa greiningaraðferð hraðvirka og einfalda með notkun einnota
örgela.
Efniviður og aðferðir: Hönnuð voru einnota örgelakort fyrir pólýakrý-
lamíð gel. Gerðir vom rafsviðsútreikningar til að fá jafnan rafdrátt
yfir gelið. Prufuð voru mismunandi rafdráttarskaut sem þyldu oxun-
araðstæður við slíkan rafdrátt. Gerðir voru styrkútreikningar á magni
rafdráttarbuffers til að halda jafnvægi í magni rafdráttarjóna. Unnið
að lausnum við að koma gasi sem myndast við slíkan rafdrátt út úr
örgelakortunum. Hannað var rafdráttartæki fyrir gelkortið sem stýrir
stefnu rafdráttar og hitastigi gelsins.
Niðurstöður: Rafsviðsútreikningar sýndu jafnt rafsvið með notkun
aðskildra rafdráttarskauta með V skurðlögun. Loftegundir (02 og H2)
sem myndast við skautin komust burt í gegnum holur staðsettar yfir
skurðbotni rafskauta. Tilraunir með örgelakortin sýndu að einvíður og
tvívíður rafdráttur í örgelum var mögulegur, fjlótvirkur og áreiðanlegur.
Ályktanir: Sjálfvirkur tvívíður rafdráttur í örgelum er ákjósanlegur
kostur sem tekur aðeins 15 mínútur í framkvæmd. Rúmmál sýnis sem
hlaðið er á gelið er 0,5 til 2 pl og magn sýnis er um það bil 10 ng. Enginn
fljótandi buffer er notaður og ekki er þörf á hleðslubuffer.
LÆKNAblaðið 2013/99 61