Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 61

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 61
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 Ályktanir: Að nota rafræna ættfræði- og sjúkdómagrunna bætir erfða- ráðgjöf umtalsvert. Ekki hefur orðið vart við óánægju ráðþega eða önnur vandkvæði. Það er sérlega mikilvægt þar sem margar krabbameinsskrár erlendis veita aðeins upplýsingar um krabbameinsgreiningar einstak- linga með skriflegu leyfi. Við teljum meðal annars í ljósi reynslunnar hér á landi að ætlað samþykki nægi. Það er eirtnig í samræmi við dreifingu annarra erfðafræðilegra fjölskylduupplýsinga, svo sem ættartrjáa, milli heilbrigðisstofnana. E 163 Mitf og markgen þess í lyktarklumbunni Xiao Tang1, Anna Þóra Pétursdóttir1-, Eiríkur Steingrímsson1’, Pétur H. Petersen1'4 'Lífvísindasetri HÍ, Tslenskri erfðagreiningu, 3lífefna- og sameindalíffræði og 4rannsóknastofu í taugalíffræði læknadeild HÍ phenry@hi.is Inngangur: Umritunarþátturinn Microphthalamia (Mitf) er mikilvægur fyrir þroskun og starfsemi litfrumna spendýra. Mýs sem skortir Mitf genið eru hvítar, blindar og heyrnarlausar. Mitf er einnig tjáð í lykt- arklumbunni, í taugafrumum sem bera taugaboðin frá lyktarþekjunni til heilabarkar. Hins vegar er hlutverk Mitf í miðtaugakerfinu óþekkt. Til að komast að því höfum við skoðað hvaða genum Mitf stjórnar í lyktarklumbunni og hvaða áhrif það hefur á lyktarskynjun. Efniviður og aðferðir: Tjáning MITF próteinsins í lyktarklumbunni var ákvörðuð með mótefnalitunum. Tjáning gena í lyktarklumbu músa með og án Mitf var borin saman með notkun örflagna. Breytingar í genum sem sýndu lækkun og innhéldu þekkt MITF bindiset voru stað- festar með magnbundinni PCR mælingu. Breytingar í próteinum voru metnar með Westem greiningu. Lyktamæmni var metin með því að fela hnetusmjör og mæla hve lengi það tók mýs af mismunandi arfgerðum og aldri að finna það. Niðurstöður: Þær fmmur sem tjá Mitf eru til staðar í Mitf stökkbreyttum músum. Eitt þeirra gena sem sýndi greirtilega lækkun í lyktarklumbum úr Mitf stökkbreyttum músum var Sarcoglycan gamma - Sgcg. Ekki var numin lækkun á því í öðrum vefjum. Western greining sýndi að Sgcg próteinið var ekki til staðar í lyktarklumbu stökbreyttu músanna en óbreytt í öðrum vefjum. Mitf stökkbreyttar mýs höfðu svipað lyktarskyn og viðmiðunarmýs og lyktarklumban var af svipaðri stærð. Ályktanir: MITF er ekki nauðsynlegt fyrir ákvörðun frumugerða í lyktarklumbunni meðan á þroskun stendur. Sgcg er mjög líklega sértækt markgen MITF í taugafrumum lyktarklumbunnar. Skortur á Mitf hefur hvorki áhrif á lyktarnæmni né stærð lyktarklumbunnar. Mitf er því ekki nauðsynlegt fyrir almenna lyktarskynjun en hefur líklega áhrif á sam- skipti taugafrumna í lyktarklumbunni. E 164 Þrívíddarbygging umritunarþáttarins MITF varpar Ijósi tvenndarmyndun og DNA sértækni Vivian Pogenberg2, Margrét H. Ögmundsdóttir1, Kristín Bergsteinsdóttir1, Alexander Schepsky1, Bengt Phung1-3, Viktor Deineko2, Morlin Milewski2, Eiríkur Steingrímsson1, Matthias Wilmanns2 'Lífefna- og sameindalíffræðistofu HÍ, Turopean Molecular Biology Laboraiory, Hamburg Unit, 3Experimental Clinical Chemistry, Háskólanum í Lundi mho@hi.is Inngangur: Microphthalmia-associated transcription factor (MITF) er lykilumritunarþáttur í þroskun litfrumna og æxlisgena í sortuæxlum. MITF binst DNA sem tvennd og hefur ólíka sértækni borið saman við skylda "basic helix-loop-helix leucine zipper" umritunarþætti. MITF myndar tvennd með sjálfu sér auk þriggja skyldra umritunarþátta. Efniviður og aðferðir: Við höfum greint kristalbyggingu MITF; án DNA og bundið tveimur DNA röðum, E-boxi og M-boxi. Auk þess höfum við kartnað stökkbreytingar í MITF í músum og mönnum til þess að tengja byggingu próteinsins við virkni þess. Niðurstöður: MITF myndar sveigju í "leucine zipper" próteinsins vegna óvenjulegrar þriggja amínósýra hliðrunar borið saman við aðra skylda umritunarþætti. MITF, sem myndar venjulega ekki tvennd með umrit- unarþættinum MAX, getur myndað slíka tvennd séu þrjár amínósýrur fjarlægðar úr MAX og röðin því samhliða MITF. MITF binst M-box DNA röð með óvenjulegri óskautaðri tengingu við Ile212; sem er stökkbreytt í músum og mönnum með Waardenburg heilkenni. Þar sem skyldir umritunarþættir hafa litla sækni í M-box skýrir greiningin hvernig þessi prótein velja á milli DNA markraða. Ályktanir: Niðurstöðurnar varpa ekki eingöngu ljósi á virkni MITF í heilbrigðum og sjúkum frumum, heldur skýra þær einnig mikilvæga og almenna eiginleika skyldra umritunarþátta. E 165 Hraðvirk gæðagreining kjarnsýrusýna í örgelum Hans Guttomuir Þormar1-2, Bjarki Guðmundsson1, Guðmundur H. Gunnarsson u, Kristján Leósson4, Jón Jóhannes Jónsson1'3 ‘Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2Lífeind ehf., 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítali, 4raunvísindadeild verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ hans@hi.is Inngangur: Tvívíðan rafdrátt á kjarnsýrum er hægt er að nota til að greina gæði flókinna kjamsýrusýna og ákveða áframhaldandi meðhöndlun þeirra, til dæmis fyrir háhraða raðgreiningar. í fyrri vídd rafdráttar er aðgreining kjamsýra annað hvort háð lengd og lögun eða háð lengd og því hvort kjarnsýrur séu tvíþátta DNA, einþátta DNA eða RNA»DNA blendingar. í seinni vídd er færsla kjarnsýranna aðeins háð lengd. Eftir tvívíðan rafdrátt myndar því hver gerð kjamsýra aðskilda boga. Með greiningu á þeim er hægt að meta magn og lengdardreifingu mismunandi gerða kjarrtsýra í sýninu. Við höfum unnið að því að gera þessa greiningaraðferð hraðvirka og einfalda með notkun einnota örgela. Efniviður og aðferðir: Hönnuð voru einnota örgelakort fyrir pólýakrý- lamíð gel. Gerðir vom rafsviðsútreikningar til að fá jafnan rafdrátt yfir gelið. Prufuð voru mismunandi rafdráttarskaut sem þyldu oxun- araðstæður við slíkan rafdrátt. Gerðir voru styrkútreikningar á magni rafdráttarbuffers til að halda jafnvægi í magni rafdráttarjóna. Unnið að lausnum við að koma gasi sem myndast við slíkan rafdrátt út úr örgelakortunum. Hannað var rafdráttartæki fyrir gelkortið sem stýrir stefnu rafdráttar og hitastigi gelsins. Niðurstöður: Rafsviðsútreikningar sýndu jafnt rafsvið með notkun aðskildra rafdráttarskauta með V skurðlögun. Loftegundir (02 og H2) sem myndast við skautin komust burt í gegnum holur staðsettar yfir skurðbotni rafskauta. Tilraunir með örgelakortin sýndu að einvíður og tvívíður rafdráttur í örgelum var mögulegur, fjlótvirkur og áreiðanlegur. Ályktanir: Sjálfvirkur tvívíður rafdráttur í örgelum er ákjósanlegur kostur sem tekur aðeins 15 mínútur í framkvæmd. Rúmmál sýnis sem hlaðið er á gelið er 0,5 til 2 pl og magn sýnis er um það bil 10 ng. Enginn fljótandi buffer er notaður og ekki er þörf á hleðslubuffer. LÆKNAblaðið 2013/99 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.