Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 97

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 97
XVI VISINDARAÐSTEFNA H I FYLGIRIT 73 Ljósörvaefnin voru tengd 3,6-dí-O-tert-bútýldímetýlsýlíl-kítósani (DiTBDMS-CS) þannig að 10% fjölliðueininganna voru setnar. Trímetýlammóníumýl (TMA) eða 1-metýlpíperzínýl (MP) hópar voru síðan tengdir inn á þá hópa fjölliðukeðjunnar sem ekki voru setnir með ljósörvaefni og TBDMS vemdarahóparnir fjarlægðir. Mælingar á breyti- legri ljósörvun (dynamic lightscattering) sýndu að burðarefnin mynduð nanóagnir í vatnslausn með 100-400 nm þvermál. Það var mögulegt að örva efnin með rauðu ljósi (650 nm) en það er ákjósanlegur eigin- leiki fyrir PCI krabbameinsmeðferð. Burðarefnin gátu stuðlað að PCI örvaðri genaupptöku in vitro. Burðarefnin voru einnig metin með in vivo gegn krabbameinsæxlum í Hsd:Athymic nude-Foxnlnu kvennmúsum. Ómeðhöndluð dýr og dýr sem var gefið var TPCS2a + bleómýcín voru notuð sem viðmið. Sterk staðbundin PCI áhrif á krabbameinsæxlin komu fram þegar bleómýcín var gefið með burðarefnunum og æxlis- svæðið ljósörvað. Ályktanir: Mesó-tetrafenýlklórín (TPC) tengd kítósanburðarefni hafa sterk PCI áhrif á krabbmeinsæxli og í þessari fyrstu tilraim virtust áhrifin vera sambærileg við áhrif þess efnis (TPCS2a) sem er nú í klínískum prófunum. V 92 Þróun líkans fyrir sílíkon-forðalyfjaform með fræðilegum aðferðum og tilraunum Bergþóra S. Snorradóttir', Rut GuðmundsdóttiP, Fjóla Jónsdóttid, Tryggvi Á. Ólafsson1, Sven Þ. Sigurðsson2, Freygarður Þorsteinsson3, Már Másson' ‘Lyfjafræðideild HÍ, 2iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ, -Össur hf. bss@hi.is Inngangur: Fræðilegar líkön sem lýsa forðalyfjaformum hafa aðallega einblínt á niðurbrotshæf kerfi þar sem lyfið losnar við það að forðakerfið leysist upp. Sílíkon eru líffræðilega samrýmanlegar og óniðurbrotshæfar fjölliður sem notaðar eru í ýmis forðalyfjaform og lækningatæki. Efniviður og aðferðir: Markmið rannsóknarinnar var að framleiða marglaga sílíkonfjölliðu, með góða efnaeiginleika, sem getur losað lyf og hanna jafnframt stærðfræðilegt líkan sem getur lýst losun lyfja úr slíkum kerfum. Lyfjalosun var mæld í Frans-flæðisellum í langan tíma þar til allt að 90% lyfsins hafði losnað. Lögun og form sílíkonsins var skoðað í smásjá og rafeindasmásjá til að staðfesta að ekki hafi myndast rásir í forðakerfinu. Matlab og Mathematica var notað til að besta stærð- fræðilegt líkan fyrir lyfjalosunina. Niðurstöður: Losun natríumíbúprófens og natríumdíklófenaks var mæld úr fimm laga sílíkonforðakerfum með mismunandi lagskipt- ingu. Ólínulegar tengdar tvíafleiðujöfnur voru leiddar út frá lögmáli Noyes-Whitney og öðru lögmáli Ficks. Þessar jöfnur voru leystar með tölulegri greiningu í Matlab og Mathematica. Líkanið lýsti lyfjalosun úr sílíkonfjölliðuni og breytingu í styrk og dreifingu lyfsins f lyfjaforminu á hverjum tímapunkti. Líkanið gat lýst því hvernig styrkur lyfs, fjöldi laga, leysanleiki lyfsins í fjölliðunni, leysnihraði og dreifing lyfsins hafði áhrif á lyfjalosunina og hvemig hún breyttist með tímanum. Ályktanir: Tölulega greiningin sem gerð var í þessari rannsókn staðfesti að líkanið lýsir losun úr marglaga sílíkon forðalyfjaformi og getur að verulegu leyti spáð fyrir um niðurstöður tilrauna. Þetta er fyrsta stærð- fræðilega líkanið sem getur gert ráð fyrir takmörkum upplausnarhraða og misjafnri dreifingu lyfsins í forðakerfinu. V 93 Endurmyndun á þroskamynstri í mænu við regulative endurnýjun á mænu í kjúklingafóstrum Gabor Halasi', Anne Mette Soviknes', Ólafur E. Sigurjónsson2-3, Joel C. Glover1 'Dpt Physiology, Institute of Basic Med Sci, University of Oslo/Norwegian Center for Stem Cell Research & Dpt Immunol & Transf Med, Div Diagnost & Interv Háskólasjúkrahúsinu í Osló, 2Blóðbankanum, 3tækni- og verkfræðideild HR oes@landspitali.is Inngangur: Regualtive endurmyndun á vefjum er vel þekkt á fóstur- stigi, þar með talið endurmyndun á vefjum taugakerfisins. Slík endur- myndun, til dæmis í mænu, felur í sér endurmyndun á vef í gegnum fjölgun og sérhæfingu á stofnfrumum og forverafrumum og endur- myndun á tjáningarmynstri umritimarþátta, sem eru sértækir fyrir taugaforverafrumur og postmitotic tauga. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna þroskunarlegar mynsturbreytingar í regulative endurmyndun á mænu kjúklingafósturs með því að meta hlutfallslega fjölgim frumna og tjáningu umritunarþátta sem eru sértækir fyrir tauga- forverafrumur og postmitotic taugafrumur. Efniviður og aðferðir: Á þroskastigi HH14-17 í kjúklingafóstrinum voru einn eða fleiri hlutar (segment) af thoracolumbar hluta mænunnar (unilaterally) fjarlægður með in ovo skurði og látnir endurmyndast. Thymidine analog EdU var notaður til að meta frumufjölgun og tjáning umritimarþátta var metin með mótefnalitunum og Q-PCR. Niðurstöður: Thymidine analog EdU og Q-PCR sýndu fram á væga aukningu í fjölgun frumna og tjáningu gena, sem taka þátt í frumu- fjölgun, í fóstrum þar sem taugaendurmyndun átti sér stað samanborið við viðmið. Endurmyndun á tjáningarmynstri umritunarþátta, sem eru sértækir fyrir taugaforverafrumur og postmitotic taugafrumur, var enduruppsett á meðan endurmyndun átti sér stað hvort sem endur- myndun var fullkomin eða ekki. Ályktanir: Þessar niðursstöður benda til þess að endurmyndun á mænu snemma í fósturþroskanum geti átt sér stað þrátt fyrir að ekki verði mikil aukning í frumufjölgun. Einnig að tjáningarmynstur um- ritunarþátta, sem eru sértækir og mikilvægir í þroskun taugakerfisins er endurmyndað, janfvel þótt endurmyndun mænunnar sé ekki fullkomin. Þessar niðurstöður geta skipt máli í að skilja betur endurmyndun á mænu fullorðinna. V 94 Chitohexaose og N-Acetyl Chitohexaose hafa mismunandi áhrif á beinsérhæfingu mesenchymal stofnfrumna Ramona Lieder1-2, Sigríður Þóra Reynisdóttir1, Finnbogi Þormóðsson3, Jón M. Einarsson4, Jóhannes Björnsson5, Sveinn Guðmundsson1, Jóhannes Gíslason4, Pétur H. Petersen3, Ólafur E. Sigurjónsson1-2 ’Blóðbankanum, 2tækni- og verkfræðideild HR, 3læknadeild HÍ,4Genis ehf., 5Rannsóknastofu Háskólans í meinafræðum Landspitala ramona@iandspitaii.is Inngangur: Mesenchymal stofnfrumur (MSC), eru fjölhæfar frumur, sem hægt er að sérhæfa yfir í fituvef, beinvef og brjóskvef. Kítínfásykrur (chitooligosacharides) eru taldar geta stuðlað að vefajendurnýjun, þar með talið brjósk- og beinendurnýjun in vivo. Hins vegar er ekkert vitað um áhrif kítínfásykra á áhrif á beinsérhæfingu in vitro. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna áhrif tveggja kítínfásykra (Chitohexaose og N-Acetyl Chitohexaose ) á beinséræfingu frá MSC og kanna áhrif á tjáningu TLR-3,-4 og kítínasalíka próteinsins YKL-40. Efniviður og aðferðir: Áhrif á fjölgun MSC var könnuð með MTT prófi og tjáning á YKL-40, TLR3, TLR4 var könnuð með Q-PCR. Beinsérhæfing var metin með því að skoða (með Q-PCR) tjáningu á genum tengdum beinsérhæfingu (ALP, Runx-2 og Collagen I) og með athugun á stein- LÆKNAblaðið 2013/99 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.