Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 34
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 8,9±1,6 í RP en 11,4±1,2 í heilbrigðum (p<0,0001). Þvermál bláæðlinga var 10,1±1,2 í RP en 15,3±1,7 í heilbrigðum (p<0,0001). Ályktanir: Bláæðlingar og slagæðlingar sjónu eru grennri í RP- sjúklingum en í heilbrigðum. Súrefnismettun í bláæðlingum var hærri í sjúklingum með RP en í pöruðum samanburðarhópi. Minna þvermál æða og aukin mettun í bláæðlingum bendir til að súrefnisflutningur frá æðakerfi sjónhimnu sé lækkaður í RP. Niðurstöður eru í samræmi við aukið sveimi súrefnis frá æðum til innri sjónu og minnkaða starfsemi frumna í innri sjónu. E 76 Súrefnisbúskapur sjónhimnu í aldursbundinni hrörnun í augnbotnum Ásbjörg Cieirsdórtir -. Svcinn Húkon Harönrson1-, Ólöf Bima Ólafsdóttir'*2, Einar Stefúnsson12 1 Augndeild Landspítala. ‘læknadeild Ml sveinnha@hi.is Inngangur: Aldursbundin hrömun í augnbotnum (AMD) er algeng ástæða sjónskerðingar á efri árum. Blóðþurrð og súrefnisskortur hafa verið tengd við sjúkdóminn. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort súrefnismettun í sjónhimnuæðum sjúklinga með AMD er frá- brugðin súrefnismettun í heilbrigðum. Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) tekur tvær myndir af augnbotni samtímis, eina með 570nm ljósi og aðra við 600nm. Súrefnismettun í sjónhimnuæðum er reiknuð út frá ljósgleypni við þessar tvær bylgjulengdir. Mælingar voru gerðar á 46 augum ein- staklinga með ómeðhöndlaða vota gerð af AMD og 120 heilbrigðum einstaklingum. Línuleg fjölþátta aðhvarfsgreining var gerð til að bera hópana saman. Niðurstöður: Samkvæmt niðurstöðum aðhvarfsgreiningarinnar hækk- aði súrefnismettun í bláæðlingum um 0,40 prósentustig á ári í ein- staklingum með vott AMD en lækkaði um 0,16 prósentustig á ári í heilbrigðum einstaklingum. Samkvæmt aðhvarfsgreiningunni var súrefnismettun í bláæðlingum hærri í einstaklingum með vott AMD en í heilbrigðum eftir 76 ára aldur. Enginn marktækur munur fannst á súr- efnismettun í slagæðlingum, hvorki með aldri né milli hópa. Ályktanir: Súrefnismettun í bláæðlingum sjónhimnu eykst með aldri í einstaklingum með vota aldursbundna hrörnun í augnbotnum. Ein möguleg skýring er minni súrefnisnotkun vegna hrörnunar sjónhimn- unnar. E 77 Súrefnismettun sjónhimnuæða í heilbrigðum einstaklingum og glákusjúklingum Ólöf Birna Ólafsdóttir', Evelien Vandewalle2-’, Luis Abegáo Pinto1, Ásbjörg Geirsdóttir1, María Soffía Gottfreðsdóttir5, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir1-5, Ingeborg Stalmans2-3, Einar Stefánsson1-5 'Lœknadeild HÍ, 2 *University of Leuven, 3 * * *University Hospitals Leuven, 'Lisbon University, 5augndeild Landspítala olofbirnaolafs@gmail.com Inngangur: Deilt hefur verið um orsakir gláku í 150 ár. Niðurstöður ýmissa rannsókna benda þó til þess að blóðflæði £ augum glákusjúklinga sé minnkað eða þv£ illa stjórnað og getur það hugsanlega leitt til súr- efnisskorts. Markmið verkefnisins er að kanna hvort súrefnisskortur sé til staðar í gláku. Efniviður og aðferðir: Súrefnismettun sjónhimnuæða var mæld í gláku- sjúklingum og heilbrigðum einstaklingum á íslandi og £ Belgiu með sérstökum súrefnismæli (Oxymap ehf.). Einnig voru sjónsvið skoðuð hjá glákusjúklingum. Niðurstöður: Enginn munur var á súrefnismettun slagæða, bláæða og slag-bláæðamun i sjónhimnu þegar bomir vom saman gláku- sjúklingar (n=74) við heilbrigða einstaklinga (n=89). Hjá sjúklingum með slæmar glákuskemmdir (meðalsjónsviðsskemmd (MD) s-lOdB, n=21) samanborið við heilbrigða einstaklinga, var súrefnismettun i bláæðum marktækt hærri (58,2%±5,4% á móti 53,8%±6,4%; p=0,0046, meðaltal ± staðalfrávik) ásamt því að súrefnismettun í slag-bláæðamun var lægri (36,4%±4,7% á móti 39,5%±5,7%; p=0,021). Sjúklingar með slæmar glákuskemmdir mældust með hærri súrefnismettun í blá- æðum samanborið við sjúklinga með vægar glákuskemmdir (MD>-5dB, n=33; 58,2%±5,4% á móti 53,8%±7,6%; p=0,026) ásamt því að munur á slag- og bláæðum var lægri í sjúklingum með slæmar glákuskemmdir samanborið við sjúklinga með vægar glákuskemmdir (36,4%±4,7% á móti 40,4%±7,0%; p=0,024). Enginn munur fannst á sjúklingum með vægar glákuskemmdir og heilbrigðum. Ályktanir: í sjúklingum með slæmar glákuskemmdir mældist hærri súrefnismettun í bláæðum sjónhimnu og lægri slag-bláæðamunur samanborið við heilbrigða einstaklinga og sjúklinga með vægar gláku- skemmdir. Hærri slag-bláæðamunur hjá sjúklingum með slæmar glákuskemmdir gæti verið afleiðing minni súrefnisnotkunar vegna vefjarýmunnar í sjónhimnu. E 78 Súrefnismælingar í æðahimnu augans Jóna Valgerður Kristjánsdóttir1-, Sveinn Hákon Harðarson12, Ólöf Birna Ólafsdóttir1, Þórunn S. Elíasdóttir3, Andrew R. Harvey4, Einar Stefánsson12 'Augndeild Landspítala, :læknadeild og 3hjúkrunarfræðideild HÍ, JSchool of Physics and Astronomy, Glasgow University jvk4@hi.is Inngangur: Súrefnismettun hefur áður verið mæld í æðum sjón- himnunnar (retina) í mönnum með góðum árangri. Mælingar á súrefni í æðum æðahimnunnar (choroid) hafa hins vegar ekki verið gerðar fyrr í mönnum. Markmið rannsóknarinnar var að mæla súrefnismettun í æðum æðahimnu og sjónhimnu augans. Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) er gerður úr tveimur stafrænum myndavélum, Ijóssíum, mynddeili og augnbotna- myndavél. Mynd er tekin af augnbotninum og þeirri mynd skipt upp í tvær myndir á tveimur bylgjulengdum (570 og 600nm). Með því að skoða gleypni ljóss í æðum augnbotnsins á tveimur bylgjulengdum er hægt að reikna út ljósþéttnihlutfall (ODR) en sú stærð er í öfugu hlutfalli við súrefnismettun. Mælingar voru gerðar á 16 heilbrigðum einstak- lingum, (40±14 ára, meðaltal±staðalfrávik). Sex af þessum 16 voru auk þess myndaðir fyrir og eftir innöndun á 100% súrefni. ODR var mælt fyrir æðar æðahimnunnar (blanda af slag- og bláæðlingum), vortex æðar og slag- og bláæðlinga sjónhimnunnar Niðurstöður: Meðaltals ODR var 0,10±0,10 (meðaltal±staðalfrávik) í æðum æðahimnunnar, 0,13±0,12 í vortex æðum, 0,22±0,04 í slagæð- lingum sjónhimnunnar og 0,50±0,09 í bláæðlingum sjónhimnunnar. Við innöndun á 100% súrefni lækkaði ODR um 0,035±0,028 í æðum æðahimnunnar (p=0,028), 0,022±0,017 í slagæðlingum sjónhimnunnar (p=0,022) og 0,246±0,067 í bláæðlingum sjónhimnunnar (p=0,0003). Ályktanir: Hægt er að mæla ljósþéttnihlutfall (ODR) í æðum æða- himnunnar og sjónhimnunnar. Þar sem ODR er í öfugu hlutfalli við súrefnismettun gefa niðurstöðumar til kynna að súrefnismettun æða í æðahimnu augans sé hærri en £ slagæðlingum sjónhimnunnar. 34 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.