Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 34
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 73
8,9±1,6 í RP en 11,4±1,2 í heilbrigðum (p<0,0001). Þvermál bláæðlinga
var 10,1±1,2 í RP en 15,3±1,7 í heilbrigðum (p<0,0001).
Ályktanir: Bláæðlingar og slagæðlingar sjónu eru grennri í RP-
sjúklingum en í heilbrigðum. Súrefnismettun í bláæðlingum var hærri
í sjúklingum með RP en í pöruðum samanburðarhópi. Minna þvermál
æða og aukin mettun í bláæðlingum bendir til að súrefnisflutningur frá
æðakerfi sjónhimnu sé lækkaður í RP. Niðurstöður eru í samræmi við
aukið sveimi súrefnis frá æðum til innri sjónu og minnkaða starfsemi
frumna í innri sjónu.
E 76 Súrefnisbúskapur sjónhimnu í aldursbundinni hrörnun í
augnbotnum
Ásbjörg Cieirsdórtir -. Svcinn Húkon Harönrson1-, Ólöf Bima Ólafsdóttir'*2, Einar
Stefúnsson12
1 Augndeild Landspítala. ‘læknadeild Ml
sveinnha@hi.is
Inngangur: Aldursbundin hrömun í augnbotnum (AMD) er algeng
ástæða sjónskerðingar á efri árum. Blóðþurrð og súrefnisskortur hafa
verið tengd við sjúkdóminn. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna
hvort súrefnismettun í sjónhimnuæðum sjúklinga með AMD er frá-
brugðin súrefnismettun í heilbrigðum.
Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) tekur tvær
myndir af augnbotni samtímis, eina með 570nm ljósi og aðra við
600nm. Súrefnismettun í sjónhimnuæðum er reiknuð út frá ljósgleypni
við þessar tvær bylgjulengdir. Mælingar voru gerðar á 46 augum ein-
staklinga með ómeðhöndlaða vota gerð af AMD og 120 heilbrigðum
einstaklingum. Línuleg fjölþátta aðhvarfsgreining var gerð til að bera
hópana saman.
Niðurstöður: Samkvæmt niðurstöðum aðhvarfsgreiningarinnar hækk-
aði súrefnismettun í bláæðlingum um 0,40 prósentustig á ári í ein-
staklingum með vott AMD en lækkaði um 0,16 prósentustig á ári í
heilbrigðum einstaklingum. Samkvæmt aðhvarfsgreiningunni var
súrefnismettun í bláæðlingum hærri í einstaklingum með vott AMD en
í heilbrigðum eftir 76 ára aldur. Enginn marktækur munur fannst á súr-
efnismettun í slagæðlingum, hvorki með aldri né milli hópa.
Ályktanir: Súrefnismettun í bláæðlingum sjónhimnu eykst með aldri
í einstaklingum með vota aldursbundna hrörnun í augnbotnum. Ein
möguleg skýring er minni súrefnisnotkun vegna hrörnunar sjónhimn-
unnar.
E 77 Súrefnismettun sjónhimnuæða í heilbrigðum einstaklingum
og glákusjúklingum
Ólöf Birna Ólafsdóttir', Evelien Vandewalle2-’, Luis Abegáo Pinto1, Ásbjörg
Geirsdóttir1, María Soffía Gottfreðsdóttir5, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir1-5, Ingeborg
Stalmans2-3, Einar Stefánsson1-5
'Lœknadeild HÍ, 2 *University of Leuven, 3 * * *University Hospitals Leuven, 'Lisbon University,
5augndeild Landspítala
olofbirnaolafs@gmail.com
Inngangur: Deilt hefur verið um orsakir gláku í 150 ár. Niðurstöður
ýmissa rannsókna benda þó til þess að blóðflæði £ augum glákusjúklinga
sé minnkað eða þv£ illa stjórnað og getur það hugsanlega leitt til súr-
efnisskorts. Markmið verkefnisins er að kanna hvort súrefnisskortur sé
til staðar í gláku.
Efniviður og aðferðir: Súrefnismettun sjónhimnuæða var mæld í gláku-
sjúklingum og heilbrigðum einstaklingum á íslandi og £ Belgiu með
sérstökum súrefnismæli (Oxymap ehf.). Einnig voru sjónsvið skoðuð hjá
glákusjúklingum.
Niðurstöður: Enginn munur var á súrefnismettun slagæða, bláæða
og slag-bláæðamun i sjónhimnu þegar bomir vom saman gláku-
sjúklingar (n=74) við heilbrigða einstaklinga (n=89). Hjá sjúklingum
með slæmar glákuskemmdir (meðalsjónsviðsskemmd (MD) s-lOdB,
n=21) samanborið við heilbrigða einstaklinga, var súrefnismettun i
bláæðum marktækt hærri (58,2%±5,4% á móti 53,8%±6,4%; p=0,0046,
meðaltal ± staðalfrávik) ásamt því að súrefnismettun í slag-bláæðamun
var lægri (36,4%±4,7% á móti 39,5%±5,7%; p=0,021). Sjúklingar með
slæmar glákuskemmdir mældust með hærri súrefnismettun í blá-
æðum samanborið við sjúklinga með vægar glákuskemmdir (MD>-5dB,
n=33; 58,2%±5,4% á móti 53,8%±7,6%; p=0,026) ásamt því að munur á
slag- og bláæðum var lægri í sjúklingum með slæmar glákuskemmdir
samanborið við sjúklinga með vægar glákuskemmdir (36,4%±4,7% á
móti 40,4%±7,0%; p=0,024). Enginn munur fannst á sjúklingum með
vægar glákuskemmdir og heilbrigðum.
Ályktanir: í sjúklingum með slæmar glákuskemmdir mældist hærri
súrefnismettun í bláæðum sjónhimnu og lægri slag-bláæðamunur
samanborið við heilbrigða einstaklinga og sjúklinga með vægar gláku-
skemmdir. Hærri slag-bláæðamunur hjá sjúklingum með slæmar
glákuskemmdir gæti verið afleiðing minni súrefnisnotkunar vegna
vefjarýmunnar í sjónhimnu.
E 78 Súrefnismælingar í æðahimnu augans
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir1-, Sveinn Hákon Harðarson12, Ólöf Birna
Ólafsdóttir1, Þórunn S. Elíasdóttir3, Andrew R. Harvey4, Einar Stefánsson12
'Augndeild Landspítala, :læknadeild og 3hjúkrunarfræðideild HÍ, JSchool of Physics and
Astronomy, Glasgow University
jvk4@hi.is
Inngangur: Súrefnismettun hefur áður verið mæld í æðum sjón-
himnunnar (retina) í mönnum með góðum árangri. Mælingar á súrefni
í æðum æðahimnunnar (choroid) hafa hins vegar ekki verið gerðar fyrr
í mönnum. Markmið rannsóknarinnar var að mæla súrefnismettun í
æðum æðahimnu og sjónhimnu augans.
Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) er gerður úr
tveimur stafrænum myndavélum, Ijóssíum, mynddeili og augnbotna-
myndavél. Mynd er tekin af augnbotninum og þeirri mynd skipt upp
í tvær myndir á tveimur bylgjulengdum (570 og 600nm). Með því að
skoða gleypni ljóss í æðum augnbotnsins á tveimur bylgjulengdum er
hægt að reikna út ljósþéttnihlutfall (ODR) en sú stærð er í öfugu hlutfalli
við súrefnismettun. Mælingar voru gerðar á 16 heilbrigðum einstak-
lingum, (40±14 ára, meðaltal±staðalfrávik). Sex af þessum 16 voru auk
þess myndaðir fyrir og eftir innöndun á 100% súrefni. ODR var mælt
fyrir æðar æðahimnunnar (blanda af slag- og bláæðlingum), vortex æðar
og slag- og bláæðlinga sjónhimnunnar
Niðurstöður: Meðaltals ODR var 0,10±0,10 (meðaltal±staðalfrávik) í
æðum æðahimnunnar, 0,13±0,12 í vortex æðum, 0,22±0,04 í slagæð-
lingum sjónhimnunnar og 0,50±0,09 í bláæðlingum sjónhimnunnar.
Við innöndun á 100% súrefni lækkaði ODR um 0,035±0,028 í æðum
æðahimnunnar (p=0,028), 0,022±0,017 í slagæðlingum sjónhimnunnar
(p=0,022) og 0,246±0,067 í bláæðlingum sjónhimnunnar (p=0,0003).
Ályktanir: Hægt er að mæla ljósþéttnihlutfall (ODR) í æðum æða-
himnunnar og sjónhimnunnar. Þar sem ODR er í öfugu hlutfalli við
súrefnismettun gefa niðurstöðumar til kynna að súrefnismettun
æða í æðahimnu augans sé hærri en £ slagæðlingum sjónhimnunnar.
34 LÆKNAblaðið 2013/99