Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 83

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 83
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 með aðstoð tölvu. Líkanið er prófað með niðurstöðum súrefnismælinga á heilbrigðum sjálfboðaliðum með súrefnismæli (retinal oximeter) frá Oxymap ehf. og er einnig beitt á niðurstöður mælinga sem áður hafa verið gerðar á mönnum og dýrum með raflífeðlisfræðilegum aðferðum. Niðurstöður: Spár um stigul (gradient) súrefnismettunar í æðum sjón- himnu var í samræmi við mælingar, en samkvæmt þeim er víxlverkun á milli slag- og bláæðlinga lítil í sjónhimnu, en marktæk í sjóntaug, eða af stærðargráðunni 1% breyting í súrefnismettun. Líkanið útskýrir breyti- leika súrefnismettunar í ljósi og myrkri, sem orsakast af breytingum á blóðflæði. Spá líkansins um flæði (flux) súrefnis í glerhlaupi við meðal- stórar æðar var einnig í samræmi við mælingar, eða á stærðargráðunni 106 ml 02/cm2/sek. fyrir slagæðlinga. Ályktanir: Hannað var reiknilíkan af sveimi súrefnis á milli æða í sjón- himnu og sjóntaug og er spá þess í samræmi við mælingar. Líkanið útskýrir víxlverkun súrefnis á milli æða í sjóntaug, og breytileika í súr- efnismettun í ljósi og myrkri. V 47 Afstaða og reynsla hjúkrunarfræðinga og lækna á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum Landspítala til viðveru aðstandenda við endurlífgun Þorsteinn Jónsson1-2, Guðbjörg Pálsdóttir2, Agnes Svansdóttir2 'Hjúkrunarfræöideild HÍ, 2Landspítali thorsj@hi.is Inngangur: Viðvera aðstandenda við endurlífgun ástvina hefur lengi verið umdeild meðal heilbrigðisstarfsfólks um allan heim. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna afstöðu og reynslu hjúkrunarfræðinga og lækna á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum Landspítala til viðveru aðstandenda við endurlífgun. Efniviður og aðferðir: Stuðst var við lýsandi aðferðafræði og notast við rafrænan spurningalista. Rannsóknarspurningar voru: Hver er afstaða hjúkrunarfræðinga og lækna á bráðamóttökum og gjörgæslu- deildum Landspítala háskólasjúkrahúss til viðveru aðstandenda við endurlífgun ástvina? Og: Hver er reynsla hjúkrunarfræðinga og lækna á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum Landspítala háskólasjúkrahúss af viðveru aðstandenda við endurlxfgun ástvina? Úrtakið samanstóð af öllum starfandi hjúkranarfræðingum, hjúkrunarfræðinemum, lækn- um og læknanemum með virkt netfang á bráðdeild G2, hjartagátt 10D, gjörgæsludeild 12B og gjörgæsludeild E6 á Landspítala, alls 314 þátttakendum. Svarshlutfall var tæplega 53% (n=166). Niðurstöður: Helstu niðurstöður sýna að tæplega 44% þátttakenda (n=72) era fylgjandi viðveru aðstandenda, tæplega 34% (n=56) era óviss um afstöðu sína og rúmlega 22% (n=37) eru ekki fylgjandi viðveru aðstandenda við endurlífgun. Rúmlega 56% þátttakenda (n=93) hafa verið í aðstæðum þar sem aðstandendur voru viðstaddir endurlífgun. Þá greina tæplega 33% (n=53) frá jákvæðri reynslu af viðveru aðstand- enda við endurlífgun og tæplega 12% (n=19) greina frá neikvæðri reynslu. Ályktanir: Afstaða gagnvart viðvera aðstandenda er misjöfn, þá eru margir óvissir gagnvart afstöðu sinni sem styður mikilvægi gagnrýn- innar umræðu um viðfangsefnið. Margir hafa upplifað viðveru aðstand- enda við endurlífgun en almermt er ekki verið að bjóða aðstandendum upp á að vera viðstaddir endurlífgim. Álykta má út frá niðurstöðum rarmsóknarirmar að viðvera aðstandenda eigi ekki alltaf við og meta þurfi hvert tilfelli fyrir sig. V 48 Áhrif ofbeldis í nánum samböndum á heilsutengd lífsgæði kvenna sem leita til slysa- og bráðadeildar Landspítala og á lífsgæði kvenna sem eru háskólastúdentar Erla Kolbrún Svavarsdóttir'-, Brynja Örlygsdóttir1 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítala eks@hi.is Inngangur: Hjúkrxmarfræðingar, sem vinna á slysa- og bráðadeildum Landspítala og á heilsugæslustöðvum, hafa í auknum mæli fundið fyrir mikilvægi þess að vera vel upplýstir um vísindalega þekk- ingu varðandi afleiðingar ofbeldis í nánum samböndum á heilsu- og heilsutengd lífsgæði kvenna. Hjúkrunarfræðingar þurfa að geta boðið upp á bestu, fyrstu viðbrögð þegar kona tjáir þeim að hún sé þolandi ofbeldis. Tilgangur rarmsóknarirmar var að meta áhrifin að ofbeldi á: A. Heilsutengd lífsgæði kverma. B. Meta árangur af þremur mismunandi kembileitaraðferðum til að auðkenna ofbeldi gegn konum sem leita til slysa- og bráðadeildar Landspítala (SB=156) og til að auðkenna ofbeldi meðal háskólakvenstúdenta í samfélaginu (HS=168). Efniviður og aðferðir: Þverskurðarrarmsóknarsnið var notað í rann- sókninni. Gögnum var safnað á einum tíma yfir níu mánaða tímabil á árinu 2009, frá 324 konum á aldrinum 18-67 ára. Niðurstöður: Konur, sem voru þolendur ofbeldis í nánu sambandi (n=55), vora með marktækt verri líkamlega og andlega heilsu saman- borið við þær konur (n=251), sem ekki voru þolendur ofbeldis í náinni sambúð. Auk þess spáðu almenn andleg heilsa kvermanna, reynsla af ofbeldi í núverandi sambandi og reynsla af áfallastreitu, fyrir um 54% af breytileikanum á andlegri heilsu kvennanna. Af þeim 306 konum sem tóku þátt í rannsókninni hafði 21 (6,9%) upplifað að vera beitt líkamlegu ofbeldi í núverandi sambandi, 45 konur (14,8%) voru þolendur andlegs ofbeldis og átta konur (2,6%) voru þolendur kynferðislegs ofbeldis í núverandi sambúð. Niðurstöður varðandi lífsgæði kvermarma og árangur af mismunandi aðferðum við að ná til kvenna sem eru þolendur ofbeldis, verður að auki gerð frekari skil. Ályktanir: Hagnýting rannsóknarniðurstaðna á klínískum vettvangi verða kynntar og framtíðarrarmsóknir ræddar. V 49 Sérþekking hjúkrunarfræðinga skiptir máli. Árangur af meðferðarsamtali hjúkrunarfræðinga við fjölskyldur langveikra barna Auður Ragnarsdóttir1-2, Erla Kolbrún Svavarsdóttir1-2 ‘Kvenna- og bamasvið Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild HÍ audurr@landspitali.is Inngangur: Langvinrúr sjúkdómar bama og unglinga eins og flogaveiki, gigt og meðfæddur ónæmisgalli kalla á margþætta fjölskylduhjúkrunar- meðferð en fáar rarmsóknir era til um árangur af slíkum meðferðar- rannsóknum. Tilgangur meðferðarrarmsóknar var að meta árangur af fjölskylduhjúkrunarmeðferð, það er af einu fjölskyldumeðferðar- samtali sem hjúkrunarfræðingur veitti á upplifaðan stuðning foreldra langveikra bama. Hugmyndafræðilegur grunnur rannsóknarinnar var byggður á Calgary-fjöiskyldumats- og meðferðarlíkaninu. Efniviður og aðferðir: Stuðst var við aðlagað tilraunasnið í rann- sókninni til að meta áhrifin af upplifuðum stuðningi. Þátttakendur voru alls 30,15 foreldrar í tilraunahópi (n=15) og 15 foreldrar í samanburðar- hópi (n=15). Foreldramir í báðum hópum svöraðu spumingalistum um veittan stuðning fyrir veitta meðferð og svo aftur þremur til fimm dögum seirma. Niðurstöður: Meginniðurstöður rarmsóknarirmar vora að marktækur LÆKNAblaóið 2013/99 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.