Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 93

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 93
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 ingar í alþjóðlegar meðferðarleiðbeiningar, eftir að staðlaðar heilbrigðis- upplýsingar eru færðar inn í vefkerfi. Kerfið skilar bæði með mynd- rænum hætti og í texta áhættumati, rannsóknarþörf, forvarnar- og/eða meðferðarráðgjöf ásamt því að ráðleggja um eftirlit. Kerfið hefur verið til reynslu innan heilsugæslurmar og við erlendar beinþéttnimóttökur. Kerfisbundið áhættumat var framkvæmt á 87 einstaklingum sem komu til beinþéttnimælingar á FSA. Allir þátttakendur svöruðu stöðluðu spumingablaði með tilliti til áhættuþátta. Niðurstöður brotaáhættu í reiknivél okkar (Expeda) var borin saman við FRAX. Niðurstöður: Samanburður á áhættureikni er byggður á 87 einstak- lingum, 76 konum og 11 körlum. Meðalaldur hópsins var 60 ár (min 24; max 82). Nær 100% samræmi var á milli 10 ára beinbrotaáhættu þegar reiknað var með Expeda og FRAX reiknivélunum; r=0,96022; p<0,001. Ályktanir: Kerfisbundið áhættumat með aðgengi að bestu sér- fræðiþekkingu á hverjum tíma tryggir bestu meðferð. Samanburður á áhættureikni FRAX og Expeda sýnir góða samsvörun. Frekari úttekt á heilsuhagfræðilegum ávinningi með notkun kerfisbundinnar með- ferðamálgunar er í farvatninu. V 79 Engin tengsl eru á milli líkamsþjálfunar á mismunandi aldursskeiðum og algengis gerviliða í hnjám og mjöðmum vegna slitgigtar. AGES-Reykjavíkur rannsóknin Sólveig Siguröardóttir1, Sigurbjörg Ólafsdóttir1, Thor Aspelund1-2, Tamara B. Harris3, Vilmundur Guðnason1-2, Helgi Jónsson' * 'Háskóla íslands, 2Hjartavemd, 3National Institute on Aging, Bethesda, BNA, 4Landspítala sos12@hi.is Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort sam- band væri á milli líkamsþjálfunar á mismunandi aldursskeiðum og gerviliðaaðgerða vegna slitgigtar í AGES-Reykjavíkur rannsókninni. Efniviður og aðferðir: Gerviliðir í hnjám og mjöðmum voru skráðir samkvæmt tölvusneiðmyndum. Þeir voru álitnir vera af völdum slit- gigtar eftir að útilokaðir voru einstaklingar með brot eða liðbólgusjúk- dóm. Algengi gerviliða í hnjám var 223 (4,3%) og í mjöðmum 316 (6,1%). Líkamsþjálfun 5170 þátttakenda (2195 karlar, 2.975 konur, meðalaldur 76 ár) var skráð samkvæmt upplýsingum úr spumingalista. Spurt var hvort og hversu oft viðkomandi hafði stundað létta eða hóflega/kröft- uga líkamsþjálfun á aldursskeiðunum 20-34 ára, 35-49 ára, 50-65 ára og á síðustu 12 mánuðum. Dæmi vom gefin um hvað teldist létt og/eða hóf- legt/kröftugt. Svarmöguleikar voru aldrei, sjaldan, vikulega en minna en 1 klst í viku, 1-3 klst í viku, 4-7 klst í viku og meira en 7 klst í viku. Aðhvarfsgreining (regression analysis) var notuð við athugun tengsla. Niðurstöður: Á síðustu 12 mánuðum sögðust 27,5% aldrei hafa stundað líkamsþjálfun, 17% sjaldnar en einu sinni í viku, 48% 1-7 klst á viku og 7,5 % meira en 7 klst á viku. Jákvæð tengsl voru á milli líkamsþjálfunar og karlkyns, yngri aldurs, lægri líkamsþyngdarstuðuls og minni reyk- ingasögu en neikvæð tengsl voru við gerviliði. 12,1% sögðust aldrei hafa stundað líkamsþjálfun á ævinni. Engin tengsl fundust á milli líkams- þjálfunar á öðmm æviskeiðum og algengis gerviliða. Ályktanir: Líkamsþjálfun á ólíkum æviskeiðum virðist ekki hafa áhrif á algengi gerviliða. Aldraðir einstaklingar sem komnir em með gervilið stunda minni líkamsþjálfun en aðrir. V 80 Áhrif þess á vöðvavirkni í herðum að nota einungis stuðningspúða við tölvuvinnu Birna Hrund Björnsdóttir', Steinþóra Jónsdóttir, Þjóðbjörg Guðjónsdóttir2 'Hrafnistu Hafnarfírði, 2námsbraut í sjúkraþjálfun, rannsóknastofu í hreyfivísindum HÍ bhb8@hi.is Inngangur: Stoðkerfiseinkenni í baki, hálsi og efri útlimum em ein aðalástæða veikinda, færniskerðingar og skertrar vinnufæmi í hinum vestræna heimi. Þessi einkenni eru oft tengd við sérstakar atvinnu- greinar sem fela í sér endurtekið álag, til dæmis að vinna við tölvu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna meðaltalsvöðvavirkni efri hluta sjalvöðva (upper trapezius muscle) og miðhluta axlarvöðva (middle deltoid muscle) við tölvuvinnu með og án stuðnings undir fram- handleggi. Stuðningurinn undir framhandleggi var einungis veittur af stuðningspúðanum. Efniviður og aðferðir: Þátttakenda var aflað í Nýherja og á bæjarskrif- stofum Hafnarfjarðar. Þátttakendur voru 16 konur á aldrinum 20-65 ára án langvinnra stoðkerfiseinkenna. Konurnar vinna allar við tölvu að minnsta kosti fjórar klukkustundir á dag. Þátttakendum var stillt upp í góða setstöðu áður en mælingar hófust. Yfirborðsvöðvarafrit var notað til að mæla vöðvavirkni. Meðaltalsvöðvavirkni var mæld í efri hluta sjalvöðva og miðhluta axlarvöðva með og án stuðningspúðans meðan konumar unnu verkefni í tölvu. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu fram á að ekki var marktækur munur á meðaltalsvöðvavirkni með og án stuðningspúðans í efri hluta sjalvöðva fyrir hægri (p=0,117) eða vinstri hlið (p=0,623). Marktækt minni meðaltalsvöðvavirkni mældist í miðhluta axlarvöðva með stuðn- ingspúða heldur en án, fyrir hægri (p=0,012) og vinstri hlið (p=0,047). Hugsanlega hefðu þátttakendur þurft meiri leiðbeiningar og æfingu í að nota púðann til að geta slakað á sjalvöðvanum, en erfitt er að draga ályktun um það vegna þess hve fáir þátttakendur voru í rannsókninni. Ályktanir: Þessi rannsókn er sú fyrsta sem gerð hefur verið á bara stuðn- ingspúðanum og því bjóða framtíðarrannsóknir upp á mikla möguleika. V 81 Faraldsfræði meiðsla hjá íslenskum karlkylfingum Ámý Lilja Árnadóttir1-3, Kristín Briem1, María Þorsteinsdóttir1, Ólafur Ingimarsson2 'Námsbraut í sjúkraþjálfun HÍ, 2Landspítala, Ttoilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki aia15@hi.is Inngangur: Engin gögn eru til um faraldsfræði golftengdra meiðsla meðal kylfinga á íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni og eðli golftengdra meiðsla meðal karlkylfinga á Islandi með lága (fgj. <5) og miðlungsforgjöf (fgj. 10-20). Efniviður og aðferðir: Fjögur hundruð karlkylfingar (hópur A: fgj. s5; B: fgj. 10-20) fengu sent kynningarbréf og í framhaldi tölvupóst með að- gangi að rafrænum spumingalista. Auk grunnspurninga um aldur, hæð, þyngd og forgjöf, var spurt um æfinga- og leikálag, aðra líkamsrækt og golftengd meiðsli: staðsetningu, áhrif á golfiðkun og alvarleika (metið á Numerical Rating Scale, NRS). Skilgreining meiðsla: sársauki, verkur, eymsli eða bólga sem tengjast golfiðkun. Tölfræði: t-próf, kí-kvaðrat og aðhvarfsgreining, öryggismörk: a=0,05. Niðurstöður: Svarshlutfall var 40% (A: fgj. s5=77; B: fgj. 10-20=83). Hópur A var marktækt yngri en hópur B, æfði sig meira og tók þátt í fleiri golfmótum. Meiðslahlutfall var 50,6%, en ekki var marktækur munur á milli forgjafarhópa. Meiðsli reyndust flest álagameiðsli en 12% voru vegna skyndilegs áverka. Meiðsli í mjóbaki voru algengust og valda lengstri fjarveru frá íþróttinni. Marktæk fylgni reyndist á milli meiðsla og fjölda golfmóta (r=-0,2; p=0,01) og meiðsla og annarrar LÆKNAblaðió 2013/99 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.