Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 23
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 73
aðir í kviðarhol með bakteríulausn og 10 flskar með sterílum PBS dúa.
Tilraunimar stóðu yfir í 8 mánuði. Tekin voru sýni með vissu millibili úr
nýra, milti og görn. ELISA próf sem greinir mótefnavaka bakteríunnar
og ræktun voru framkvæmd á nýmasýnum en snPCR og qPCR próf á
öllum sýnum.
Niðurstöður: Tuttugu og fimm dögum eftir upphaf samvistarsmit-
stilraunar var hluti sýnanna jákvæður í PCR en flest sýni neikvæð í
ELISA. Þegar leið á tilraunina urðu öll sýni jákvæð í ELISA en jákvæðum
sýnum fækkaði í PCR. í lok tilraunar jókst á ný fjölda jákvæðra sýna í
PCR. f i.p. tilrauninni voru öll sýni jákvæð í ELISA út tilraunina. í PCR
voru flest sýni jákvæð í fyrri hluta tilraunar en flest neikvæð í seinni
hlutanum. Uppsafnaður dauði fiska í samvistarsmitshópnum var 0,02%
samanborið við 75,3% í i.p. hópnum.
Ályktanir: Sprautun í kviðarhol sem sýkingarlíkan er mjög algeng að-
ferð í rannsóknum á fiskasýklum en samvistarsmit líkir eftir náttumlegu
smiti. Mikill munur var á framþróun sýkingar í þessum líkunum, en í
lok tilraunar voru PCR niðurstöður sambærilegar, það er bakterían sjálf
greindist aðeins í örfáum sýnum.
E 40 Nor98 riða - sjálfsprottin eða smitandi?
Jóna A. Auðólfsdóttir, Stefanía Þorgeirsdóttir
Tiiraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
stef@hi.is
Inngangur: Nýlega greindist hér á landi fjórða tilfellið af Nor98 riðu, en
þetta riðuafbrigði, sem greindist fyrst árið 1998 í Noregi, er um margt
frábrugðið klassískri riðu sem lengi hefur verið vandamál á íslandi.
Nor98 riða greinist í eldra fé, oft án einkenna og í flestum tilvikum
greinist bara ein kind í hjörð. Dreifing vefjaskemmda og uppsöfnun
smitefnis í heila er ólík því sem sést í hefðbundinni riðu og áhætta tengd
erfðum príongensins snýst við.
Efniviður og aðferðir: í kjölfar herts eftirlits með riðu í Evrópu fyrir um
10 árum, sem rekja má til ótta við kúariðusmit í sauðfé, hefur óhefð-
bundnum riðutilfellum fjölgað jafnt og þétt og eru nú stór hluti allra
riðutilfella. Á sama tima og eftirlit með riðu var aukið komu fram næm-
ari og hraðvirkari greiningaraðferðir sem byggjast á einangrun smitefnis
úr heilavef og mælingu þess með ónæmisprófi og tóku þær mestmegnis
við af hefðbundinni vefjalitun. Á íslandi greindist fyrsta Nor98 tilfellið
2004, sama ár og tekin var upp ný aðferð við skimun í sláturfé.
Niðurstöður: Nor98 riða virðist lítið eða ekkert smitandi og eru
kenningar uppi um nokkurs konar sjálfsprottinn sjúkdóm, það er án
utanaðkomandi smits. Riða í kindum var áður eingöngu talin vera
smitsjúkdómur en hins vegar er þekkt að príonsjúkdómar í mönnum
geta verið bæði smitandi og arfgengir. Rannsóknir benda fll að þekktir
áhættuþættir riðu, eins og flutningur á dýrum og náin samskipti milli
dýra, eigi ekki við um Nor98 riðu og svo virðist sem það séu ekki meiri
líkur á að finna fleiri jákvæðar kindur í hjörðum þar sem Nor98 riða
hefur greinst heldur en ef tekið er tilviljanakennt úrtak úr hópi heil-
brigðra kinda.
Ályktanir: í ljósi upplýsinga um eiginleika og faraldsfræði þessa riðuaf-
brigðis hafa viðbrögð við þessum tilfellum verið endurskoðuð hér á
landi og taka nú meira mið af því sem tíðkast í öðrum Evrópulöndum.
E 41 Veirurannsóknir á orsökum smitandi hósti í hrossum
Vilhjálmur Svansson', Sigríður Bjömsdóttir2, Ólöf Sigurðardóttir’, Eggert
Gunnarsson'
’Tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum, 2Matvælastofnun
vsvanss@hi.is
Inngangur: í apríl 2010 kom upp grunur um smitandi öndunarfæra-
sjúkdóm í hrossum. Tilkynnt var um veik hross víða um land. Hröð
útbreiðsla smitsins þótti benda til að um veirusýkingu væri að ræða. Við
nánari skoðun á faraldsfræði sjúkdómsins kom í ljós að meðgöngutími
smitsins var tvær til þrjár vikur í húsvistarhrossum og í sumum tilfellum
mun lengri. Hrossin voru yfirleitt hitalaus en hósti var gleggsta merki
um smit. f kjölfar hans sást graftarkennt hor í nösum. Við bakteríurækt-
un á nefstroksýnum úr hrossum með einkenni greindist Streptococcus
zooepidemicus í nánast öllum tilfellum en bakterían er þekktur tækifæris-
sýkill í öndunarvegi hrossa.
Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru strok-, blóð- og líffærasýni. Prófað
var fyrir öllum þekktum öndunarfæraveirum í hrossum, einnig nokkr-
um öndunarfæraveirum öðrum í dýrum og mönnum. Beitt var ýmsum
aðferðum, svo sem veiruræktun, rafeindasmásjárskoðun, mótefnamæl-
ingum, erfðamögnun (PCR) og raðgreiningu.
Niðurstöður: Við gammaherpesveiru-PCR skoðun á sýnum frá heil-
brigðum og veikum hrossum reyndist stór hluti hrossanna í báðum
hópum jákvæður. í sértækum mótefnaprófum á pöruðum blóðsýnum
frá hrossum með einkenni fundust mótefni gegn equine herpesvirus
2, 4 og 5, reovirus 1, equine rhinovirus 1 og 2. Engin hækkun fannst á
mótefnum gegn þessum veirum.
Ályktanir: Veirurannsóknir á orsökum smitandi hósta sýndu að engin af
þeim veirum sem lýst hefur verið í öndunarfærasýkingum í hrossum var
frumorsök faraldursins.
E 42 Bakteríuheilahimnubólga hjá fullorðnum á íslandi 1995-2010
Ásgerður Þórðardóttir', Sigurður Guðmundsson1-, Bryndís Sigurðardóttir1-3, Helga
Erlendsdóttir11, Hjördís Harðardóttiru, Magnús Gottfreðsson1-2
'Háskóla íslands, ^smitsjúkdómadeild og 3sýklafræðidei!d Landspítala
asath48@gmail.com
Inngangur: Heilahimnubólga af völdum baktería er alvarlegur sjúk-
dómur og hefur dánartíðnin verið allt að 20%. Rannsóknin er gerð sem
framhald rannsóknar á heilahimnubólgu fullorðinna (16+) á íslandi
1975-1994, sem framkvæmd var 1994. Núverandi rannsókn nær til
áranna 1995-2010. Markmið rannsóknarinnar er að skoða faraldsfræði
sjúkdómsins á íslandi og greina helstu einkenni, sýkingarvalda og
almennan framgang sjúkdómsins.
Efniviður og aðferðir: Notast var við sjúkraskrár Landspítala og
Sjúkrahússins á Akureyri og gögn sýklafræðideildar Landspítala. Einnig
fengust gögn um meningókokka og pneumókokka sem áður hafði verið
safnað. Rannsóknartímabilinu var skipt upp í tvo jafna hluta með tilliti
til upphafs á bólusetningu gegn meningókokkum af hópi C í október
2002.
Niðurstöður: Eitt hundrað og tíu sjúklingar voru greindir í 111 til-
fellum. Helstu sýkingarvaldar sjúkómsins voru meningókokkar (39%)
og pneumókokkar (28%) eins og búist var við. Alls voru 112 bakteríur
greindar þar sem einn sjúklingur var með tvær bakteríur sem sjúkdóms-
vald. Helstu einkennin voru hifl, hnakkastífleiki, minnkuð meðvitund
og fundust öll þrjú einkennin einungis hjá 20% þýðis. Nýgengi Neisseria
meningitidis féll í kjölfar bólusetningar og voru 75% tilfella meningó-
kokka á fyrri hluta rannsóknartímabilsins á meðan fjöldi pneumókokka-
LÆKNAblaðiS 2013/99 23