Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 23
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 aðir í kviðarhol með bakteríulausn og 10 flskar með sterílum PBS dúa. Tilraunimar stóðu yfir í 8 mánuði. Tekin voru sýni með vissu millibili úr nýra, milti og görn. ELISA próf sem greinir mótefnavaka bakteríunnar og ræktun voru framkvæmd á nýmasýnum en snPCR og qPCR próf á öllum sýnum. Niðurstöður: Tuttugu og fimm dögum eftir upphaf samvistarsmit- stilraunar var hluti sýnanna jákvæður í PCR en flest sýni neikvæð í ELISA. Þegar leið á tilraunina urðu öll sýni jákvæð í ELISA en jákvæðum sýnum fækkaði í PCR. í lok tilraunar jókst á ný fjölda jákvæðra sýna í PCR. f i.p. tilrauninni voru öll sýni jákvæð í ELISA út tilraunina. í PCR voru flest sýni jákvæð í fyrri hluta tilraunar en flest neikvæð í seinni hlutanum. Uppsafnaður dauði fiska í samvistarsmitshópnum var 0,02% samanborið við 75,3% í i.p. hópnum. Ályktanir: Sprautun í kviðarhol sem sýkingarlíkan er mjög algeng að- ferð í rannsóknum á fiskasýklum en samvistarsmit líkir eftir náttumlegu smiti. Mikill munur var á framþróun sýkingar í þessum líkunum, en í lok tilraunar voru PCR niðurstöður sambærilegar, það er bakterían sjálf greindist aðeins í örfáum sýnum. E 40 Nor98 riða - sjálfsprottin eða smitandi? Jóna A. Auðólfsdóttir, Stefanía Þorgeirsdóttir Tiiraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum stef@hi.is Inngangur: Nýlega greindist hér á landi fjórða tilfellið af Nor98 riðu, en þetta riðuafbrigði, sem greindist fyrst árið 1998 í Noregi, er um margt frábrugðið klassískri riðu sem lengi hefur verið vandamál á íslandi. Nor98 riða greinist í eldra fé, oft án einkenna og í flestum tilvikum greinist bara ein kind í hjörð. Dreifing vefjaskemmda og uppsöfnun smitefnis í heila er ólík því sem sést í hefðbundinni riðu og áhætta tengd erfðum príongensins snýst við. Efniviður og aðferðir: í kjölfar herts eftirlits með riðu í Evrópu fyrir um 10 árum, sem rekja má til ótta við kúariðusmit í sauðfé, hefur óhefð- bundnum riðutilfellum fjölgað jafnt og þétt og eru nú stór hluti allra riðutilfella. Á sama tima og eftirlit með riðu var aukið komu fram næm- ari og hraðvirkari greiningaraðferðir sem byggjast á einangrun smitefnis úr heilavef og mælingu þess með ónæmisprófi og tóku þær mestmegnis við af hefðbundinni vefjalitun. Á íslandi greindist fyrsta Nor98 tilfellið 2004, sama ár og tekin var upp ný aðferð við skimun í sláturfé. Niðurstöður: Nor98 riða virðist lítið eða ekkert smitandi og eru kenningar uppi um nokkurs konar sjálfsprottinn sjúkdóm, það er án utanaðkomandi smits. Riða í kindum var áður eingöngu talin vera smitsjúkdómur en hins vegar er þekkt að príonsjúkdómar í mönnum geta verið bæði smitandi og arfgengir. Rannsóknir benda fll að þekktir áhættuþættir riðu, eins og flutningur á dýrum og náin samskipti milli dýra, eigi ekki við um Nor98 riðu og svo virðist sem það séu ekki meiri líkur á að finna fleiri jákvæðar kindur í hjörðum þar sem Nor98 riða hefur greinst heldur en ef tekið er tilviljanakennt úrtak úr hópi heil- brigðra kinda. Ályktanir: í ljósi upplýsinga um eiginleika og faraldsfræði þessa riðuaf- brigðis hafa viðbrögð við þessum tilfellum verið endurskoðuð hér á landi og taka nú meira mið af því sem tíðkast í öðrum Evrópulöndum. E 41 Veirurannsóknir á orsökum smitandi hósti í hrossum Vilhjálmur Svansson', Sigríður Bjömsdóttir2, Ólöf Sigurðardóttir’, Eggert Gunnarsson' ’Tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum, 2Matvælastofnun vsvanss@hi.is Inngangur: í apríl 2010 kom upp grunur um smitandi öndunarfæra- sjúkdóm í hrossum. Tilkynnt var um veik hross víða um land. Hröð útbreiðsla smitsins þótti benda til að um veirusýkingu væri að ræða. Við nánari skoðun á faraldsfræði sjúkdómsins kom í ljós að meðgöngutími smitsins var tvær til þrjár vikur í húsvistarhrossum og í sumum tilfellum mun lengri. Hrossin voru yfirleitt hitalaus en hósti var gleggsta merki um smit. f kjölfar hans sást graftarkennt hor í nösum. Við bakteríurækt- un á nefstroksýnum úr hrossum með einkenni greindist Streptococcus zooepidemicus í nánast öllum tilfellum en bakterían er þekktur tækifæris- sýkill í öndunarvegi hrossa. Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru strok-, blóð- og líffærasýni. Prófað var fyrir öllum þekktum öndunarfæraveirum í hrossum, einnig nokkr- um öndunarfæraveirum öðrum í dýrum og mönnum. Beitt var ýmsum aðferðum, svo sem veiruræktun, rafeindasmásjárskoðun, mótefnamæl- ingum, erfðamögnun (PCR) og raðgreiningu. Niðurstöður: Við gammaherpesveiru-PCR skoðun á sýnum frá heil- brigðum og veikum hrossum reyndist stór hluti hrossanna í báðum hópum jákvæður. í sértækum mótefnaprófum á pöruðum blóðsýnum frá hrossum með einkenni fundust mótefni gegn equine herpesvirus 2, 4 og 5, reovirus 1, equine rhinovirus 1 og 2. Engin hækkun fannst á mótefnum gegn þessum veirum. Ályktanir: Veirurannsóknir á orsökum smitandi hósta sýndu að engin af þeim veirum sem lýst hefur verið í öndunarfærasýkingum í hrossum var frumorsök faraldursins. E 42 Bakteríuheilahimnubólga hjá fullorðnum á íslandi 1995-2010 Ásgerður Þórðardóttir', Sigurður Guðmundsson1-, Bryndís Sigurðardóttir1-3, Helga Erlendsdóttir11, Hjördís Harðardóttiru, Magnús Gottfreðsson1-2 'Háskóla íslands, ^smitsjúkdómadeild og 3sýklafræðidei!d Landspítala asath48@gmail.com Inngangur: Heilahimnubólga af völdum baktería er alvarlegur sjúk- dómur og hefur dánartíðnin verið allt að 20%. Rannsóknin er gerð sem framhald rannsóknar á heilahimnubólgu fullorðinna (16+) á íslandi 1975-1994, sem framkvæmd var 1994. Núverandi rannsókn nær til áranna 1995-2010. Markmið rannsóknarinnar er að skoða faraldsfræði sjúkdómsins á íslandi og greina helstu einkenni, sýkingarvalda og almennan framgang sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Notast var við sjúkraskrár Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri og gögn sýklafræðideildar Landspítala. Einnig fengust gögn um meningókokka og pneumókokka sem áður hafði verið safnað. Rannsóknartímabilinu var skipt upp í tvo jafna hluta með tilliti til upphafs á bólusetningu gegn meningókokkum af hópi C í október 2002. Niðurstöður: Eitt hundrað og tíu sjúklingar voru greindir í 111 til- fellum. Helstu sýkingarvaldar sjúkómsins voru meningókokkar (39%) og pneumókokkar (28%) eins og búist var við. Alls voru 112 bakteríur greindar þar sem einn sjúklingur var með tvær bakteríur sem sjúkdóms- vald. Helstu einkennin voru hifl, hnakkastífleiki, minnkuð meðvitund og fundust öll þrjú einkennin einungis hjá 20% þýðis. Nýgengi Neisseria meningitidis féll í kjölfar bólusetningar og voru 75% tilfella meningó- kokka á fyrri hluta rannsóknartímabilsins á meðan fjöldi pneumókokka- LÆKNAblaðiS 2013/99 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.