Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 80

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 80
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 röðum sem tengjast litningaóstöðugleika í BRCA2 stökkbreyttum brjóstaæxlum og arfblendnum brjóstafrumulínum. Efniviður og aðferðir: Litningaheimtur úr BRCA2 stökkbreyttum brjóstaæxlum voru bomar saman við litningaheimtur úr stökum brjóstaæxlum og endatengingar á milli litninga metnar. Það sama var gert við BRCA2 arfblendnar brjóstafrumulínur. Auk þess voru línurnar meðhöndlaðar með stefnuháðu telomere FISH (CO-FISH) til að meta millivíxl á milli litninga. Til samanburðar voru ALT jákvæðar frumulínur sem nota telomere millivíxl til að viðhalda telomemm í stað telomerasa. Að lokum var samlitað með telomer FISH og gamma H2AX. Niðurstöður: Endatenging litninga var marktækt tíðari í BRCA2 stökk- breyttum brjóstaæxlum en stökum. Einnig var marktæk aukning á enda- tengingum litninga í BRCA2 arfblendnum brjóstafrumulínum auk þess sem telomere raðir fundust á samrunafleti. Aðrir gallar voru áberandþ svo sem telomere brot. Millivíxl milli litninga voru álíka algeng í BRCA2 arfblendnum frumulínum og í ALT jákvæðum. Telomere innraðir inn á litningum voru mun algengari í BRCA2 arfblendnum frumulínum en í ALT jákvæðum og algengt að þessar raðir samlitist með gamma H2AX. Telomere brot voru áberandi í BRCA2 arfblendnu línunum. Alyktanir: Tíðar endatengingar á milli litninga benda til þess að BRCA2 hafi hlutverki að gegna við pökkun litningaendanna. Mikil telomere brot og millivíxl benda til þess að eftirmyndun telomere raða sé ekki fullnægjandi í BRCA2 arfblendum frumum. Auk þess virðast telomere brot vera nýtt í ónákvæma viðgerð tvíþátta DNA brota í BRCA2 arf- blendnum frumum. V 37 Geislalitningar af völdum galla í BRCA tengdum ferlum I ættlægum og stökum brjóstaæxlum Sigríður Klara Böðvarsdóttir1, Ólafur Andri Stefánsson1, Margrét Steinarsdóttir2, Jórunn Erla Eyfjörð1 ‘Rannsóknastofa í krabbameinsfræðum, Lífvísindasetri læknadeild HÍ, 2litningarannsóknadeild, erfða- og sameindalæknisfræði Landspítala skb@hi.is Inngangur: Ákveðið hlutfall brjóstakrabbameina eru með galla í BRCAl eða BRCA2 tengdum ferlum. Einkum á þetta við um brjóstakrabbamein með ættlæga stökkbreytingu í öðru hvoru genanna en einnig stök brjóstaæxli sem hafa orðið fyrir óvirkjun, einkum vegna methýleringar er taps á genasvæði. Þessi brjóstakrabbamein verða gjarnan fyrir mikl- um litningaóstöðugleika vegna vandræða í DNA viðgerð. Efniviður og aðferðir: Skoðaðar voru litningaheimtur fjölda brjóstaæxla og leitað eftir afbrigðilegum litningagöllum í átt við þrí- og fjórarma geislalitninga. Sömu æxli höfðu verið greind með tilliti til ættlægra BRCAl eða BRCA2 stökkbreytinga ásamt því að mat hafði verið lagt á BRCAl virkni. Einnig höfðu sömu æxli verið greind með aCGH. Niðurstöður: Alls greindust fimm brjóstaæxli með geislalitninga. Þrjú þessara æxla reyndust bera ættlæga BRCA2 stökkbreytingu en þau reyndust þó af breytilegum undirflokkum krabbameins. Tvö æxli til við- bótar innihéldu geislalitninga og reyndust þau bæði vera með óvirkjun í BRCAl og BRCA2 ferlum, ýmist með genatapi eða methyleringu á BRCAl. Hvorugt tjáðu BRCAl prótín og bæði voru þríneikvæð. Eitt af BRCA2 stökkbreyttu æxlunum var einnig þrfneikvætt með BRCAl methýleringu. aCGH niðurstöður sýndu einkennandi mynstur fyrir BRCA lík brjóstaæxli. Ályktanir: Ljóst er að BRCA lík æxlissvipgerð einkennist af miklum litningaóstöðugleika þar sem fram koma stór litningabrot þ.a. gert er við á mjög ófullnægjandi hátt sem getur valdið myndun geislalitninga. Þessi 80 LÆKNAblaðið 2013/99 æxlissvipgerð finnst ekki eingöngu í ættlægum brjóstakrabbameinum heldur einnig í brjóstaæxlum með skerta BRCA tengda ferla. V 38 Arfstök áhrif BRCA2 á telomer tengdan litningaóstöðugleika Sigríður Klara Böðvarsdóttir1, Margrét Aradóttir1, Sigríður Þ. Reynisdóttir1, Hólmfríður Hilmarsdóttir1, Jón G. Jónasson2, Jórunn Eria Eyfjörð1 'Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum, Lífvísindasetri læknadeild HÍ, 2rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala skb@hi.is Inngangur: Niðurstöður okkar á BRCA2 stökkbreyttum brjóstaæxlum og BRCA2 arfblendnum brjóstafrumulínum hafa sýnt að BRCA2 hefur mikilvægu hlutverki að gegna við vemdun og stöðugleika telomere raða á litningaendum. Margt bendir til þess að þama séu BRCA2 arfstök áhrif að verki sem þýðir að ekki þurfi nauðsynlega að koma til tap á heilbrigðu samsætu BRCA2 gensins til að telomere tengdir gallar komi fram. Efniviður og aðferðir: Um 250 brjóstaæxli með og án BRCA2 stökk- breytingar voru mótefnalituð fyrir BRCA2 prótíninu auk þess sem tap á heilbrigðu BRCA2 samsætunni var metið í stökkbreyttum æxlum með magnháðri PCR aðferð. Litningaheimtur frá sömu brjóstaæxlum vom metnar. Niðurstöður: Algjört tap á BRCA2 próteintjáningu reyndist vera í innan við 40% tilfella af BRCA2 stökkbreyttu brjóstaæxlunum á meðan um fjórðungur stakra brjóstaæxla sýndu enga tjáningu. Brottfall á heilbrigðu BRCA2 samsætunni var í beinu samræmi við tap á BRCA2 litun, en hlutfall brottfalls reynist mjög breytilegt á meðal æxlanna. Um þrefalt fleiri BRCA2 brjóstaæxli em ferlitna en stök brjóstaæxli. Ferlitnun er líkleg afleiðing óaðskilnaðar litninga í frumuskiptingu sem getur verið afleiðing galla í telomere röðum sem ýta undir millivíxl þeirra á milli. Ályktanir: Margt bendir til þess að arfstök áhrif BRCA2 gæti í myndun BRCA2 tengdra brjóstaæxla þar sem algjört brottfall á heilbrigða eintaki BRCA2 virðist ekki vera forsenda æxlismyndunar. Litningatengdir gallar sem tengjast óstöðugleika á telomerum koma fram við arfblendið ástand. Margt bendir til þess að hluti stakra brjóstaæxla fari svipaða leið í æxlismyndun og BRCA2 stökkbreytt brjóstaæxli. V 39 Könnun á reynslu hjúkrunarfræðinga og lækna af því að ræða um kynlíf og kynlífsheilbrigði við krabbameinssjúklinga Þóra Þórsdóttir1, Sigríður Gunnarsdóttir1'2, Sóley S. Bender1-2, Nanna Friðriksdóttir1'2 ‘Landspítalanum, 2hjúkrunarfræðideild HÍ starengi106@gmail.com Inngangur: Krabbamein og krabbameinsmeðferð veldur miklum breytingum á lífi og lífsgæðum einstaklinga. Eitt af því sem verður fyrir miklum áhrifum er kynlífsheilbrigði og kynlíf fólks. Um og yfir helmingur greindra krabbameinssjúklinga eiga við kynlífsvandamál að stríða og er það með algengustu langtímavandamálum þeirra. Sýnt hefur verið fram á að heilbrigðisstarfsfólk á oft erfitt með að ræða um kynlíf og kynlífsvandamál við sjúklinga. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna reynslu hjúkrunarfræðinga og lækna af því að ræða um kynlíf og kynlífsheilbrigði og hvaða þættir hindruðu slíkar samræður. Efniviður og aðferðir: Gerð var rafræn þversniðskönnun meðal hjúkr- unarfræðinga og lækna á Landspítalanum í janúar 2011. Notaður var spurningalisti sem hafði verið þýddur úr finnsku. Könnunin var send til 156 hjúkrunarfræðinga og 47 lækna sem störfuðu með krabbameins- sjúklingum á lyflækninga-, skurðlækninga- og kvenlækningasviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.