Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 43
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 E 104 Starfsumhverfi á háskólasjúkrahúsi. Gildi blandaðra rann- sóknaraðferða Sigrún Gunnarsdóttir, Helga Bragadóttir, Helgi Þór Ingason Hjúkrunarfræöideild HÍ, Landspítala, tækni- og verkfræðideild HR sigmngu@hi.is Inngangur: Rannsóknir sýna að starfsfólk sjúkrahúsa býr við umtalsvert álag í starfi sem tengist til dæmis ómarkvissum samskiptum, skorti á upplýsingum og búnaði. Rannsóknum um starfsumhverfi á sjúkra- húsum hefur fjölgað en fáar rannsókrtir veita innsýn í heildarmynd margra þátta sem hafa áhrif á vinnu og starfsgetu á sjúkrahúsi. Tvær yfirgripsmiklar rannsóknir með blandaðri aðferð varpa ljósi á vinnu og starfsumhverfi á háskólasjúkrahúsi. Efniviður og aðferðir: Gögnum var aflað með stöðluðum mælitækjum og eigindlegum aðferðum. í fyrri var gagna aflað með könnun og rýnihópum um viðhorf til starfsumhverfis og líðan í starfi og í seinni söfnuðu athugendur gögnum um vinnu og áhrifaþætti í gagnagrunn handtölvu og með athugasemdum. Þátttakendur voru hjúkrunarfræð- ingar, ljósmæður og sjúkraliðar. Niðurstöður: Báðar rannsóknirnar sýna að eigindlegu niðurstöðurnar staðfesta niðurstöður megindlega hlutans um leið og þær varpa skýrara ljósi á aðra þætti í starfsumhverfi sem hafa áhrif á vinnu og starfsgetu. í fyrri rannsókninni kom fram mikil starfsánægja þrátt fyrir vaxandi álag í starfi en rýnihópaviðtöl sýna að innri starfshvöt er þar mikilvægur áhrifaþáttur. f seinni rannsókn sýndu staðlaðar mælingar að vinna þátt- takenda einkenndist af tíðum truflunum og eigindleg gögn varpa ljósi á hvernig truflanir eiga sér stað. Ályktanir: Niðurstöður sýna að með fjölbreyttum rannsóknaraðferðum má varpa ljósi á flókið samspil þátta í starfsumhverfi á sjúkrahúsi. Megindlegu niðurstöðumar samrýmast rannsóknum erlendis og eigind- legi hlutinn varpar nýju ljósi á fyrirliggjandi þekkingu og veitir nýja innsýn í viðfangsefnið. Blandaðar rannsóknaraðferðir fela í sér mikilvæg tækifæri til að auka skilning á áhrifaþáttum í vinnuumhverfi og til að finna leiðir til úrbóta í skipulagi og stjórnun sjúkrahúsa sjúklingum og starfsfólki til hagsbóta. E 105 Eflandi sjúklingafræðsla og heilsutengd lífsgæði sjúklinga sem fara í gerviliðaaðgerðir á mjöðm og hné Árún K. Sigurðardóttir, Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir, Brynja Ingadóttir Háskólanum á Akureyri, skurðlækningasviði Landspítala arun@unak.is Inngangur: Gerviliðaaðgerðir eru algengar og eru stórt inngrip fyrir sjúklinginn. Fræðsla í gegnum aðgerðaferlið gagnast sjúklingum en sjúklingar fá oft ekki þá fræðslu sem þeir vænta og fræðslan er ekki byggð á hugmyndafræði eflingar. Samband er á milli uppfylltra fræðslu- þarfa og meiri heilsutengdra lífsgæða. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig væntingum sjúklinga, sem fara í gerviliðaaðgerð á mjöðm og hné, til fræðslu er mætt og tengslum þess við mat sjúklinga á heilsutengdum lífsgæðum. Efniviður og aðferðir: Framvirk, lýsandi samanburðarrannsókn með þremur mælipunktum; tími 1) fyrir aðgerð og fyrir formlega fræðslu um aðgerðina; tími 2) við útskrift eftir aðgerð á sjúkrahúsinu, eftir formlega útskriftarfræðslu; tími 3) sex til sjö mánuðum eftir aðgerð. Úrtakið var sjúklingar sem fóru í skipulagðar gerviliðaaðgerðir frá janúar til nóvem- ber 2010, á þeim þremur sjúkrahúsum á íslandi sem framkvæma gervi- liðaaðgerðir. Notuð voru þrjú mælitæki, eitt mælir væntingar sjúklinga til fræðslu, annað fengna fræðslu og það þriðja heilsutengd lífsgæði. Niðurstöður: Á tíma 1 svöruðu 280 sjúkiingar, á tíma 2 svöruðu 220 og á tíma 3 svöruðu 210 spurningalista. Meðalaldur var 65,4 ár og aldurs- bilið frá 37 til 87 ára. Meðallegutími var 6,6 dagar. Þátttakendur höfðu miklar væntingar til fræðslu en þeir fengu minni fræðslu en þeir væntu og munurinn eykst frá tíma 2 til tíma 3. Heilsutengd lífsgæði aukast frá því fyrir aðgerð til 6-7 mánaða eftir aðgerð. Fram kom marktækt sam- band á milli mats á heilsufari á tíma 3 og hversu vel væntingum um fræðslu var mætt. Ályktanir: Það er ályktað að endurskoða þurfi innihald sjúklinga- fræðslu vegna gerviðliðaaðgerða á ísland. E 106 Viðbótarvinnuálag hjá hjúkrunarfræðingum á kennslusjúkra- húsum Helga Bragadóttir Hjúkrunarfræðideild HÍ og Landspítala helgabra@hi.is Inngangur: Hjúkrunarfræðingar standa oft frammi fyrir óvæntum töfum og truflunum í vinnu sinni og þurfa að sinna ýmsu auk umönn- unar sjúklinga. Viðbótarvinnuálag er það sem hjúkrunarfræðingar skynja þegar ætlast er til að þeir axli ófyrirséða viðbótarábyrgð um leið og þeir sinna fjölbreyttum skyldustörfum sínum innan þéttskipulagðra tímamarka. Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á viðbótar- vinnuálag hjá hjúkrunarfræðingum á kennslusjúkrahúsum á íslandi. Efniviður og aðferðir: Um lýsandi rannsókn var að ræða. Gögnum var safnað með spurningalista um viðbótarvinnuálag sem sett er fram í 28 staðhæfingum. Þátttakendur voru 277 klínískir hjúkrunarfræðingar á tveimur kennslusjúkrahúsum. Niðurstöður: Yfir 80% þátttakenda voru sammála því að eftirfarandi atriði stuðluðu að viðbótarvinnuálagi hjá hjúkrunarfræðingum: áreiti í vinnuumhverfi; erfiðleikar við að framkvæma og forgangsraða fjölda verkefna innan tiltekinna tímamarka; lúi og þreyta; viðbótarábyrgð vegna leiðsagnar nema og nýrra hjúkrunarfræðinga; ónóg mönnun. Það sem hafði stuðlað að viðbótarvinnuálagi oft eða alltaf hjá flestum síðasta mánuðinn var: áreiti í vinnuumhverfi; erfiðleikar við að framkvæma og forgangsraða fjölda verkefna innan tiltekinna tímamarka; ónóg mönnun; ný eða breytt skráning sem stofnunin krefðist. Ályktanir: Það sem helst stuðlar að viðbótarvinnuálagi hjá hjúkr- unarfræðingum á kennslusjúkrahúsum lýtur að vinnuumhverfi, mönnun, leiðsögn nema og nýs starfsfólks og þreytu og lúa þátttakenda. Hjúkrunarfræðingar sjálfir og stjómendur í heilbrigðisþjónustu þurfa að gera sér grein fyrir þessum áhrifaþáttum og taka tillit til þeirra við skipulag umhverfis og vinnu. Mikilvægt er að lágmarka viðbótarvinnu- álag hjá hjúkrunarfræðingum svo að kraftar þeirra, þekking og tími nýtist sem best í umönnun sjúklinga. E 107 Líkamsþyngdarstuðull íslenskra grunnskólabarna og hjúkrun barna í skólum sem eru yfir kjörþyngd Brynja Örlygsdóttir', Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir2, Sigrún Huld Hjartardóttir3, Urður NorðdahP ’Hjúkrunarfræðideild HÍ, Jþróunarstofa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 3Lund University brynjaor@hi.is Inngangur: Undanfarið hefur verið rætt um vaxandi ofþyngd og offitu bama á Vesturlöndum. Á Islandi mæla skólahjúkrunarfræðingar hæð og þyngd skólabama, til að reikna líkamsþyngdartuðui (LÞS) og fylgjast með hvernig bömin fylgja vaxtarkúrfu. Hins vegar er minna vitað um LÆKNAblaðið 201 3/99 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.