Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 90
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 73
um alvarleg veikindi út frá mælitækjum á borð við stigun bráðveikra
sjúklinga.
V 69 Hvernig má uppræta kransæðasjúkdóm á íslandi?
Rósa Björk Þórólfsdóttir1, Thor Aspelund2-3, Simon Capewell4, Julia Critchley5,
Vilmundur Guðnason23, Karl Andersen2-3,6
Tæknadeild HÍ, 2Hjartavemd, 3Háskóla íslands, 4Division of Public Health, University of
Liverpool, 5Dpt Population Health, St George's, University of London, 6hjartadeild Landspítala
rth15@hi.is
Inngangur: Dánartíðni vegna kransæðasjúkdóms hefur lækkað umtals-
vert á íslandi síðastliðna áratugi. Má það helst þakka bættri stöðu
áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma. Við notum þróun áhættuþátta
síðustu ára til þess að spá fyrir um framtíðardánartíðni vegna krans-
æðasjúkdóms á íslandi og meta hvemig helst megi koma í veg fyrir
ótímabær dauðsföll.
Efniviður og aðferðir: IMPACT reiknilíkanið var notað til að spá fyrir
um dánartíðni vegna kransæðasjúkdóms meðal 25-74 ára íslendinga frá
2010 til 2040. Þetta var gert fyrir þrjá mismunandi möguleika í áhættu-
þáttaþróun: 1. Haldi nýleg þróun áfram (sl. fimm ár); 2. ef söguleg þróun
(sl. 30 ár) heldur áfram; 3. ef gert er ráð fyrir að öll þjóðin nái minnstu
mögulegu áhættu. Útreikningar byggðust á að sameina: i) mann-
fjöldatölur og spár (Hagstofa íslands), ii) áhættuþáttagildi þjóðarinnar
og spár (Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar) og iii) áhrif tiltekinna
áhættuþáttabreytinga (áður birtar rannsóknir).
Niðurstöður: 1. Haldi nýleg þróun áhættuþátta áfram mun dánartíðni
aukast úr 49 í 70 á 100.000.2. Ef söguleg þróun heldur áfram, mun hægja
á fækkun dauðsfalla vegna öldrunar þjóðarinnar. Mismun á sögulegri
og nýlegri þróun má skýra með hækkun í kólesterólgildum og hraðari
aukning í offitu og sykursýki á síðustu fimm árum. 3. Ef öll þjóðin nær
æskilegum áhættuþáttagildum yrði komið í veg fyrir öll fyrirbyggjanleg
dauðsföll vegna kransæðasjúkdóms fyrir 2040.
Ályktanir: Ef ekki verða breytingar á lífsvenjum Islendinga mun dánar-
tíðni vegna kransæðasjúkdóms aukast og ávinningur liðinna áratuga
tapast. Hins vegar er mikið rými fyrir breytingar. Með því að móta
áhrifamestu áhættuþættina með lýðheilsufræðilegum inngripum mætti
draga enn frekar úr ótímabærum dauðsföllum á komandi árum og jafn-
vel útrýma þeim fyrir árið 2040.
V 70 Snemmkominn árangur ósæðarlokuskipta vegna ósæðar-
lokuþrengsla á íslandi 2007-2009. Samanburður við eldri rannsókn
Daði Helgason1, Sindri Aron Viktorsson1, Andri Wilberg Orrason’, Inga Lára
Ingvarsdóttir2, Martin I. Sigurðsson2, Ragnar Danielsen3, Tómas Guðbjartsson1-2
‘Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3hjartadeild Landspítala
dah14@hi.is
Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur
ósæðarlokuskipta hér á landi á árunum 2007-2009 með áherslu á
snemmkomna fylgikvilla og bera saman við fyrri rannsókn sem náði til
154 sjúklinga sem skomir voru 2002-2006.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 137
sjúklinga sem gengust undir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á
Landspítala 2007-2009. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru
meðal annars skráðir áhættuþættir hjartasjúkdóma, niðurstöður hjarta-
ómana fyrir og eftir aðgerð, fylgikvillar og dánarhlutfall innan 30 daga.
Niðurstöður: Algengustu einkenni fyrir aðgerð vom mæði (91%) og
hjartaöng (52%). Útfallsbrot hjarta var 55% að meðaltali, hámarks-
þrýstingsfall yfir loku 66±24 mmHg og lokuop 0,73±0,26 cm2. Meðal
EuroSCORE mældist 7,3. AUs fengu 33 sjúklingar gerviloku en 104 líf-
ræna loku og voru 62 þeirra með grind og 42 án grindar. Tangartími var
að meðaltali 109 mín og vélartími 158 mín. Algengustu snemmkomnu
minniháttar fylgikvillamir voru hjartatif (64,8%) og nýrnaskaði (21%).
Af alvarlegum fylgikvillum vom hjartadrep í tengslum við aðgerð (10%)
og fjöllíffærabilun (7%) algengust en auk þessu þurftu 12% sjúklinga að
gangast undir enduraðgerð vegna blæðingar. Miðgildi legutíma var 10
dagar, þar af einn dagur á gjörgæslu. Alls létust sjö sjúklingar innan 30
daga (5%).
Ályktanir: Dánarhlutfall innan 30 daga hélst tiltölulega lágt frá fyrri
rannsókn og fylgikvillar voru tíðir, ekki síst gáttatif og enduraðgerðir
vegna blæðinga. Frá fyrri rannsókn hefur notkun lífrænna loka með
grind aukist og tangartími styst um 15 mínútur sem gæti átt þátt í að
skýra lækkun nýrnaskaða úr 36% í 21%. Einnig bendir lægra þrýstings-
fall og stærra lokuop fyrir aðgerð til þess að sjúklingar séu teknir fyrr í
aðgerð en áður.
V 71 Meðfædd missmíð á kransæð sem orsök hjartadreps og
hjartastopps hjá unglingsstúlku
Valentínus l'. Valdimarsson1, Girish Hirlekar5, Oddur Ólafsson5, Hildur
Tómasdóttir1, Gylfi Óskarsson4, Hróðmar Helgason4, Sigurður E. Sigurðsson5,
Kristján Eyjólfsson2, Tómas Guðbjartsson3'6
’Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2hjartadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala,
4Bamaspítala Hringsins, Landspítala, 5svæfinga- og gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri,
6læknadeild HÍ
valentva@lsh.is
Inngangur: Hjartastopp er sjaldséð hjá börnum og unglingum. Lýst er
missmíð á kransæð sem orsök hjartastopps.
Tilfelli: 12 ára stúlka var flutt á SA eftir andauð og uppköst á sund-
æfingu. Við komu sýndi lungnamynd íferðir sem vöktu grun um
ásvelgingu. Hjartalínurit, hjartaensím og ómskoðun bentu ekki til krans-
æðastíflu. Sex klukkustundum síðar fór stúlkan í hjartastopp og var
hjartahnoði beitt með hléum í rúmar tvær klukkustundir. Hún var flutt
á Landspítala með sjúkraflugi og var þar tengd við hjarta- og lungnavél
(ECMO-vél). Næsta dag var gerð kransæðaþræðing vegna ST-hækkana
á hjartalínuriti og hækkaðra hjartasensíma. Þar sást þrenging í vinstri
höfuðstofni og komið var fyrir stoðneti í kransæðinni vegna gruns um
flysjun. ST-hækkanir gengu til baka en samdráttur hjartans var mikið
skertur (útfallsbrot 15%). Við tök svæsin fjölllífærarbilun. Á fimmta
degi veikinda var hún flutt í ECMO-vél til Gautaborgar til undirbúnings
hugsanlegrar hjartaígræðslu. Þar lagaðist samdráttur hjartans sjálfkrafa
og ECMO-vélin var aftengd tveimur dögum síðar. Hún var flutt til
baka á Landspítala og útskrifaðist rúmum mánuði síðar. Hálfu ári síðar
sást endurþrenging í stoðnetinu og því gerð kransæðahjáveituaðgerð
(LIMA-LAD). í tengslum við aðgerðina var gerð tölvusneiðmynd af
hjarta sem sýndi missmíð þar sem vinstri kransæð átti upptök frá hægri
kransæðabolla í stað þess vinstra. Stúlkan er við góða líðan og stundar
bæði skóla og íþróttir. Hún er einkennalaus frá hjarta og útfallsbrot í
kringum 55%.
Ályktanir: Þetta tilfelli sýnir hversu erfitt getur verið að greina orsök
hjartadreps hjá rmglingum. Orsökin var missmíð á kransæðum sem er
sjaldgæf en vel þekkt orsök skyndidauða og hjartadreps.
90 LÆKNAblaðió 2013/99