Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 44
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 það hvemig skólahjúkrunarfræðingar hér á landi sinna börnum yfir kjörþyngd, þó vitað sé að foreldrar þessara bama óska eftir auknu samstarfi við skólahjúkrunarfræðinga. Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþætturrl) að lýsa faraldsfræði LÞS skólabarna í fyrsta, fjórða, sjöunda ogníunda bekk, frá skólaárinu 2003/4 til 2011/12; og 2) að skoða verklag íslenskra skólahjúkmnarfræðinga í samskiptum við börn yfir kjörþyngd og foreldra þeirra. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var megindleg, lýsandi og gagna- söfnun tvíþætt:l) gögn um líkamsþyngdartuðul voru fengin úr raf- rænum gagnagrunni heilsuverndar skólabarna á höfuðborgarsvæðinu skólaárið 2003/4 til 2011/12 og 2) rafrænn spurningalisti (Minnesota School Nurse Survey), um verklag skólahjúkrunarfræðinga, var sendur til allra skólahjúkmnarfræðinga á landinu vorið 2011. Niðurstöður: Árið 2008 reyndust flest börn vera yfir kjörþyngd eða 22,5% hjá báðum kynjum. Fjöldinn var nokkuð stöðugur þessi níu ár, en tíðni of feitra bama sveiflaðist nokkuð. í yngri bekkjunum vom fleiri stúlkur yfir kjörþyngd, en drengir í efri bekkjum. Rúmlega 60% skóla- hjúkmnarfræðinganna höfðu oft/stundum veitt barni ráðgjöf vegna þess að þyngd var áhyggjuefni og haft samband við foreldra. Af hjúkr- unarfræðingum höfðu 56,6% oft/stundum reglulegt eftirlit með þyngd barnanna. Ályktanir: Ofþyng/offita barna hefur ekki aukist síðastliðin níu ár, líkt og áratugina á undan. Margir skólahjúkrunarfræðingar beita íhlutun þegar börn eru yfir kjörþyngd. Hins vegar eru tækifæri heilbrigðis- þjónustunnar fólgin í samræmdri íhlutun byggðri á árangursríkum aðgerðum. E 108 Frá hugmyndum til hagnýtingar. Hvernig niðurstöður úr rann- sóknum á vinnu starfsfólks í hjúkrun nýtast við hönnun á nýjum spftala Helgi l’nr Ingason1, Helga Bragadóttir2-1, Sigrún Gunnarsdóttir2 'Tækni- og verkfræöideild HR, 2hjúkrunarfræðideild HÍ, 3Landspítala helgithor@ru.is Inngangur: Tilgangur rannsóknar var að skoða hvernig rannsóknir á vinnu og starfsumhverfi á háskólasjúkrahúsi skila þekkingu sem nýtist við gerð forsagnar fyrir nýtt sjúkrahús. Efniviður og aðferðir: Rannsókn á vinnu- og starfsumhverfi fór fram með blandaðri aðferð þar sem megindlegum og eigindlegum gögnum var safnað með stöðluðum mælitækjum og viðtölum. Úttekt á hvernig staðið var að hagnýtingu þessara niðurstaðna fór fram með viðtölum og með því að skoða skilagögn frá hönnunarteymi háskólasjúkrahúss. Niðurstöður: Rýnihópavinna hefur skilað miklum upplýsingum sem nýttar hafa verið í forhönnun. Upplýsingar úr rannsókn á vinnu og vinnuumhverfi eru af öðrum meiði og þær komu sem viðbót inn í for- sagnarvinnu hönnunarteymisins. Dæmi eru mælingar á gönguleiðum og genginni vegalengd starfsmanna á vöktum, en þær voru nýttar við að setja fram fyrirkomulag rýma á nýjum deildum. Annað dæmi er að upplýsingar um tíðar ferðir starfsfólks við að sækja vatn fyrir starfsmenn höfðu áhrif á staðsetningu vatnspósta. Ályktanir: Bygging á nýju háskólasjúkrahúsi er stórt og umfangsmikið verkefni. Mikið er í húfi að vel takist til og að mannvirkið uppfylli þarfir í nútíð og framtíð. Því er nauðsynlegt að vanda til verka í undirbúningi og þarfagreiningu og meðal annars tryggja að niðurstöður úr rannsóknum á vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarstarfsfólks nýtist við skilgreiningu og áætlanagerð í verkefninu. E 109 Ferill almennrar kvíðaröskunar, félagsfælni og felmturs- röskunar á tveggja ára tímabili hjá fólki af rómönskum uppruna Andri S. Björnsson', Nicholas J. Sibrava2, Courtney Beard2, Ethan Moitra2, Risa B. Weisberg2-3, Martin B. Keller2 'Sálfræðideild HÍ, 2Dpt of Psychiatry and Human Behavior og 3Dpt of Family Medicine, Warren Alpert Medical School of Brown University asb@hi.is Inngangur: Kvíðaraskanir eru mjög algengar og hafa margvísleg skað- leg áhrif á líf fólks. Það er skortur á vönduðum langtímarannsóknum á þessu sviði og sérstaklega meðal minnihlutahópa. Efniviður og aðferðir: Hér segir frá langtímarannsókninni Harvard/ Brown Anxiety Research Project (HARP). í þessum hluta rannsóknar- innar voru þátttakendur 87 Bandaríkjamenn af rómönskum (latino) upp- runa með almenna kvíðaröskun (generalized anxiety disorder), félags- fælni (social anxiety disorder) og/eða felmtursröskun (panic disorder). Þjálfað matsfólk beitti klínískum viðtölum til að greina kvíðaraskanir og aðrar geðraskanir samkvæmt greiningalykli ameríska geðlæknafélags- ins (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders) og meta lífsgæði og ýmsa aðra þætti. Þátttakendum er fylgt eftir í fimm ár með árlegum viðtölum og segir hér frá ferli þessara kvíðaraskana fyrstu tvö árin í rannsókninni. Kaplan-Meier greiningu á afkomugildum (survival analyses) var beitt. Niðurstöður: Það voru 0,15 líkur á því að þátttakendur með almenna kvíðaröskun hlytu fullan bata (recovery), 0,05 líkur á því að þátttak- endur með félagsfælni hlytu bata og loks 0,11 líkur á því að þátttakendur með felmtursröskun hlytu bata. Ályktanir: Niðurstöðurnar gáfu til kynna að kvíðaraskanir séu lang- vinnari meðal fólks af rómönskum uppruna í samanburði við úrtök sem einkennast af Bandaríkjamönnum af norður-evrópskum uppruna. E 110 Að takast á við lífið eftir krabbamein. Fýsileiki ráðgjafar- meðferðar sem byggð er á hugrænni atferlismeðferð fyrir fólk með krabbameinstengda þreytu að lokinni krabbameinsmeðferð Rannveig Björk Gylfadóttir1, Sigríður Gunnarsdóttir2 'Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð, Heilsugæslunni Akranesi, 2hjúkrunarfræðideild HI, Landspítala rannveig@ljosid. is Inngangur: Einstaklingum sem greinast með krabbamein og ljúka krabbameinsmeðferð fjölgar sífellt. Þeir búa oft við langtímaafleiðingar þess, þar á meðal krabbameinstengda þreytu. Þreytan hefur hins vegar lítið verið rannsökuð og fáar sálfélagslegar meðferðar- og endurhæf- ingarleiðir verið í boði til þess að draga úr afleiðingum þreytu. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru sex konur, meðalaldur 55 ár, sem höfðu fengið brjóstakrabbamein, lokið meðferð fyrir tveimur árum að meðaltali og voru metnar með þreytu. Konumar fengu klukkutíma sérhannaða ráðgjafameðferð veitta af hjúkrunarfræðingi, tvisvar í viku, í sex skipti alls. Ályktanir voru dregnar um fýsileika meðferðar út frá framkvæmd rannsóknar, niðurstöðum úr spumingalistunum sem unnið var úr með lýsandi hætti með samanburði gagna og nótum rannsakanda. Niðurstöður: Niðurstöður verkefnisins benda til þess að meðferðin sé fýsileg. Konunum fannst meðferðin oftast hjálpa sér mikið við að takast á við þreytu og gáfu henni 9,5 stig af 10. Vísbendingar voru um betri líðan kvennanna eftir meðferðina. Áhrifastærð (effect size) meðferðar á þreytu mældist mikil, meiri á þreytukvarða Piper, d=2 en á númera- kvarða, d=l,3. Áhrifastærð á vanlíðan á vanlíðanarkvarðanum mældist líka mikil, d=l,3. Áhrifastærð á einkenni þunglyndis og kvíða mæld með 44 LÆKNAblaóið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.