Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 18

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 18
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 lyfjagjöfina einni, tveimur, fjórum og átta vikum eftir aðgerð og græðsla eftir aðgerð metin. Til viðbótar voru sjúklingamir beðnir um að fylla út Visual Analogue Skala (VAS) daglega, fyrstu vikuna eftir aðgerð sem og á 14. degi þar sem þeir voru spurðir um verki, bólgu, mar og blæðingu. Niðurstöður: Viku eftir aðgerð voru 97,18% (PC), 95,59% (Tl), 97,14% (T2), 94,37% (NC) slímhúðarflipanna lokaðir. Sjúklingar í hópi T2 skráðu hæstu tíðni verkja (20,0%) og bólgu (25,7%). Eftir 8 vikur voru allir flip- arnir lokaðir og allir sjúklingar verkjalausir. Graftarútferð var greinan- lega hjá einum sjúklingi. Eitt implant tapaðist í PC hópi og annað í NC, hin 300 implöntin voru beingróin. Spumingar varðandi blæðingu, bólgu, verki og mar sýndu almennt lág gildi fyrir alla hópana og lækkuðu fyrstu tvær vikurnar. Ekki var tölfræðilega marktækur mrrnur milli hópanna á mismunandi tímapunktum á neinu þeirra atriða sem rannsökuð voru. Ályktanir: Fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf fyrir og/eða eftir hefðbundna implantaaðgerð virðist ekki vera réttlætanleg. E 24 Nýjungar í lyfjagjöf til meðhöndlunar á algengum kvillum í munnslímhúð W. Peter Holbrook', Skúli Skúlason2, Þórdís Kristmundsdóttir3, Halldór Þormar1 'Tannlæknadeild HÍ, 2Lífi-Hlaupi ehf., 3lyfjafræðideild og fiíf- og umhverfisvísindadeild HÍ phol@hi.is Inngangur: Samstarf hefur verið milli tannlæknadeildar og lyfjafræði- deildar um þróun nýrra leiða til meðferðar á algengum sjúkdómum í munnholi. Unnið hefur verið með: A. doxýcýklín í lágum skömmtum og B. mónóglýceríðið mónókaprín. Doxýcýklín í lágum styrk er virkur hemill á matrix metallópróteinasa og getur komið í veg fyrir bólgu í slímhúð en mónókaprín er náttúrulegt fituefni sem sýnt hefur mikla virkni gegn ýmsum bakteríum, veirum og sveppum og er meðal annars virkt gegn Herpes simplex virus og Candida sp. Efniviður og aðferðir: Þau lyfjaform sem hafa verið þróuð eru: lausnir svo og hlaup sem loðir við slímhúð, en einnig hefur tannlím verið notað sem burðarefni. Framkvæmdar hafa verið klínískar rannsóknir: 1) Virkni hlaups sem innihélt mónókaprín og doxýcýklín í lágum styrk var prófað í tví-blindri rannsókn gegn HSV-1 sýkingum; 2) virkni doxýcýklínhlaups var prófað í tví-blindri rannsókn við munnangri (aphthous ulcer), 3) virkni mónókapríns gegn Candida sveppum var prófuð og losun lípíðs- ins úr tannlími mæld. Niðurstöður: Af munnangurssárum greru 70% á þremur dögum eftir meðferð með doxýcýklínhlaupi en 25% hjá þeim sem voru í við- miðunarhópi (p<0,005). Rannsókn á herpes labialis sýndi að meðferð með mónókaprín- og doxýcýklínhlaupi stytti þann tíma sem sár eru að gróa um tvo daga (p<0,05). Niðurstöður benda til að mónókaprín í tannlími sé vænlegur kostur til að hindra vöxt Candida undir gervi- tönnum. 3% mónókaprínblanda hefur góða hömlun á sveppavexti og er hentug til áframhaldandi prófana í klínískum rannsóknum til að kanna möguleika á að fyrirbyggja sveppasýkingar undir gervitönnum. Ályktanir: Niðurstöðumar benda til þess að unnt sé að bæta meðferð við algengum kvillum í munnholi með lyfjaformum sem innihalda mónókaprín og doxýcýklín í lágum styrk. E 25 Er sjáifsmat viðeigandi leið til að mæla færni eldri borgara með væga vitræna skerðingu? Sólveig Ása Árnadóttir Háskóla íslands saa@hi.is Inngangur: Niðurstöður á MMSE-prófi (Mini-Mental State Examination) era eitt algengasta viðmiðið sem notað er til að útiloka eldri einstaklinga frá þátttöku í rannsóknum. Gjaman er miðað við að þátttakendur nái að minnsta kosti 24 af 30 MMSE-stigum. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða sambandið á milli MMSE-stiga og gagnagata (missing values) á staðlaða matstækinu Efri árin: mat á fæmi og fötlun (MFF). Efniviður og aðferðir: Þátttakendur (N=186) voru á aldrinum 65 til 88 ára (M=74 ár), 48% voru konur og allir bjuggu í heima. MFF var notað fyrir sjálfsmat á athöfnum og þátttöku og MMSE til að gefa vísbendingar um vitræna færni. í athafnahluta MFF gefa þátttakendur sér stig fyrir líkamlega getu í daglegum at- höfnum. í þátttökuhlutanum þarf að svara spurningum um tíðni þátttöku í félagslegum athöfnum. í þessum hluta þarf einnig að meta hvað stendur í veginum fyrir félagslegri þátttöku (takmark- anir á þátttöku). Gögn voru greind með lógistískri aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: MMSE-stig þátttakenda voru frá 16 til 30 og algengi MMSE <24 var 11%. Algengi þess að vera með eitt eða fleiri gagnagöt á MFF var: 5% á spumingum um getu í daglegum athöfnum, 11% tengt þátttökutíðni og 30% tengt takmörkunum á þátttöku. Takmarkanir á þátttöku var eini hluti MFF þar sem marktæk tengsl voru milli gagna- gata og MMSE <24 (p=0,048). Þessi tengsl styrktust þegar tekið var tíllit til áhrifa kyns, aldurs, menntunar og þunglyndiseinkenna (p=0,021). Ályktanir: Niðurstöður benda tíl þess að eldri borgarar, með MMSE-stíg undir 24, eigi erfitt með að svara óhlutbundnum spumingum um hindr- anir á félagslegri þátttöku. Þeir geta hins vegar haft fulla getu til að svara einföldum hlutbundnum spumingum um líkamlega getu í daglegum athöfnum og hversu oft þeir taka þátt í félagslegum athöfnum. E 26 Hvernig spá útkomur úr segulsneiðmyndatöku fyrir um hreyfingu hjá eldra fólki? Nanna Ýr Arnardóttir1-2, Aruiemarie Koster4-6, Dane R. Van Domelen1, Robert J. Brychta3, Paolo Caserotti*’8, Guðný Eiríksdóttir2, Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir2, Lenore J. Launer4, Vilmundur Guðnason2,7, Erlingur Jóhannsson5, Tamara B. Harris4, Kong Y. Chen3, Sigurður Sigurðsson2, Þórarinn Sveinsson' 'Rannsóknastofu í íþrótta- og heilsufræðum HÍ, 2Hjartavemd, 3National Institute of Diabetes and Digestive, et al, Bethesda, 4National Institute on Aging, Lab. of Epidemiol., et al, Bethesda, 'íþróttafræðasetur HÍ á Laugarvatni, ‘Maastricht University, Dpt. Social Medicine, Tdáskóla islands, BInstitut for Idræt og Biomekanik, Óðinsvéum nya@hi.is Inngangur: Heilinn rýmar með aldri sem endurspeglast í minnkun á hvítum- og gráum heilavef sem og auknum hvítavefsbreytingum og heila- og mænuvökva. Þessi breyting á heilanum hefur verið tengd við minnkun vitrænnar fæmi. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort rýmun á heilavef spái fyrir um hreyfingu fimm áram síðar hjá eldri ein- staklingum. Efniviður og aðferðir: Hreyfingin var mæld með hreyfimælum í Öldrunarrannsókn Hjartanvemdar (AGESII). Þátttakendur bára hreyfimæli á hægri mjöðm yfir vökutíma í sjö daga samfleytt og vora alls 759 þátttakendur með fullgilda hreyfimælingu (>4 daga með >10 klst notkun). Alls vora 458 þátttakendur með bæði mælda hreyfingu og segulsneiðmyndatöku (MRI). Meðalaldur þátttakenda var 79,5 ár. Niðurstöður: Fjórar breytur vora skoðaðar, hlutfallslegt rúmmál heilavefs, hlutfallslegt rúmmál hvíts heilavefs, hlutfallslegt rúmmál grás heilavefs og hlutfallslegt rúmmál hvítavefsbreytinga. Þegar leiðrétt var fyrir aldri, kyni og drepi í heilavef, spáðu allar breyturnar marktækt fyrir um heildar hreyfingu (beta=0,15 til 0,19; p<0,01) fimm árum seinna, en einungis rúmmál hvíts heilavefs og heildarrúmál heilavefs fyrir um kyrrsetu (beta=-0,14 og -0,11; p=0,004 og 0,046). Þegar leiðrétt var fyrir 18 LÆKNAblaðið 2013/99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.