Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 79
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 73
Inngangur: Aukinn áhugi er fyrir náttúruefnum til lækninga sem tengist
meðal annars meðferðum við krabbameini. Fjölmargar rannsóknir hafa
verið gerðar á virkni resveratról varðandi efnaskipti og sjúkdóma.
Resveratról dregur úr YKL-40 seytingu stjarnfrumuæxlis- (glioblastoma
multiforme) frumna, en aukin tjáning þeirra á YKL-40 hefur verið tengd
við þróun æxlis og verri horfur sjúklings. Við skoðuðum hlutverk resve-
ratról við að auka lyfjanæmi illkynja stjamfrumuæxlis frumna. Þá var
einnig reynt að snúa áhrifunum af resveratról við, með YKL-40.
Efniviður og aðferðir: Frumur frá sjúklingum voru einangraðar úr
GBM heilaæxli frá Landspítala og var þeim, ásamt U87 frumum (GBM
frumulína), sáð í 96 holu ræktunarbakka. Frumumar voru baðaðar í
raðþynningum af resveratról, hefðbrmdnum krabbameinslyfjum og
loks YKL-40. Eftir 24, 48 og 72 klst í rækt var frumulifun metin með
ATP-Lúsiferasa, prestoBlue og Crystal violet prófum. YKL-40 tjáning var
metin með ELISA aðferð.
Niðurstöður: Resveratról sýndi tíma- og styrkháð frumudráp hjá U87 og
jók næmi þeirra fyrir krabbameinslyfjunum Temozolomide og Cisplatin.
GBM fmmur sjúklings sýndi resveratról styrkháð fmmudráp en ekki
tókst að sýna fram á aukið næmi fyrir Temozolomide með marktækum
hætti. Resveratról bældi YKL-40 tjáningu U87 en viðbætt YKL-40 snerust
áhrif resveratról ekki við.
Ályktanir: Resveratról er talið grípa inn í boðefnaferla frumna, draga úr
krabbameinssvipgerð og auka lyfjanæmi GBM frumna. f þessari rann-
sókn tókst að staðfesta tíma- og styrkháð frumudráp resveratról á U87
frumulínu og GBM frumur sjúklings. Resveratról bældi YKL-40 tjáningu
U87, en YKL-40 breytti ekki áhrifum resveratról sem bendir til þess að
áhrifum resveratról sé ekki miðlað í gegnum YKL-40.
V 34 Fléttuefnið úsnínsýra hefur áhrif á virkni hvatbera og
lýsósóma í krabbameinsfrumum með flutningi prótóna yfir himnur
Margrét Bessadóttir1-2, Margrét Helga Ögmundsdóttir1, Már Egilsson', Eydís
Einarsdóttir2, Sesselja Ómarsdóttir2, Helga Margrét Ögmundsdóttir1
‘Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum, læknadeild HÍ, Myfjafræðideild HÍ
mab24@hi.is
Inngangur: Mismunandi sýrustig innan frumu gegnir mikilvægu
hlutverki í starfsemi frumulíffæra og hefur áhrif á dreifingu krabba-
meinslyfja. Fléttuefnið úsnínsýra (UA) hefur margskonar líffræðilega
virkni. Sýnt hefur verið fram á að úsnínsýra minnkar myndun ATP í
hvatberum lifrarfrumna og hefur vaxtarhemjandi áhrif á nokkrar gerðir
krabbameinsfrumna. Úsnínsýra er prótónuskutla og markmið verkefnis
var að kanna áhrif úsnínsýru á virkni tveggja pH næmra frumulíffæra,
hvatbera og lýsósóma, í nokkrum gerðum krabbameinsfrumna og heil-
brigðum bandvefsfrumum.
Efniviður og aðferðir: Breyting á himnuspennu hvatbera var metin með
JC-1 litun og ATP gildi mæld með litrófssjá. Western blott var notað til
að meta AMP kinasa fosfórun og niðurbrot á p62. Sjálfsát var metið með
skoðun í rafeindasmásjá og mótefnalitun á LC3. Virkni lýsósóma var
metin með lýsotracker litun og Lamp2 mótefnalitun. Samruni sjálfsáts-
bóla og lýsóma ásamt sýringu innan sjálfsátsbóla var metin með notkun
samsetts mRFP-GFP-LC3 plasmíðs.
Niðurstöður: Minnkun á himnuspennu hvatbera, lækkun á ATP gildum
og aukin fosfónm á AMP kínasa kom fram eftir meðhöndlun með úsnín-
sýru. Sýnt var fram á sjálfsát með rafeindasmásjárskoðun og aukningu
á LC3 lituðum sjálfsátsbólum. Ekki varð niðurbrot á sjálfsátsflutnings
próteini p62. Lýsotracker sýndi dreifða litun en mynstur Lamp2 mót-
efnalitunar gefur til kynna að lýsotracker liturinn leki úr lýsósómunum
vegna skorts á sýringu. Notkun plasmíðs staðfesti að minnkun verður á
sýringu í lýsómsómum eftir úsnínsýru-meðhöndlun.
Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að úsnfnsýra trufli pH jafnvægi í
frumunni og áhrifum á frumulíffæri sé miðlað í gegnum prótónuskutlu
eiginleika hennar. Úsnínsýra ræsir sjálfsát en ekki verður niðurbrot á
innihaldi og því ekki vörn gegn svelti. Úsnínsýra gæti verið heppilegur
lyfjasproti samhliða með öðrum krabbameinslyfjum.
V 35 Tap á BRCA2 villigerðarsamsætu í BRCA2999del5
brjóstaæxlum
Sigríður Þ. Reynisdóttir, Ólafur A. Stefánsson, Margrét Aradóttir, Hörður
Bjarnason, Hólmfríður Hilmarsdóttir, Sigríður K. Böðvarsdóttir, Jórunn Erla Eyfjörð
Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum, Lífvísindasetri læknadeildar HÍ
siggarey@hi.is
Inngangur: Arfgengar stökkbreytingar í æxlisbæligeninu BRCA2 valda
aukinni áhættu á brjóstakrabbameini og öðrum krabbameinum. Tap á
villigerðarsamsætu BRCA2 hefur verið talið nauðsynlegt fyrir krabba-
meinsmyndun. Hins vegar hefur verið sýnt fram á í músalíkani af arf-
gengu briskrabbameini að villigerðarsamsæta BRCA2 tapast ekki alltaf
í æxlisfrumum. Hópurinn hefur greint frá því að villigerðarsamsæta
tapast ekki í hluta af brjóstaæxlum sem bera arfgenga stökkbreytingu í
BRCA2 (BRCA2999del5). Tap á villigerðarsamsætunni sýnir tengsl við
æxli af Luminal-B svipgerð. Hér er tap á villigerðarsamsætu BRCA2
skoðað í stærri hóp af brjóstaæxlum úr BRCA2999del5 arfberum.
Efniviður og aðferðir: DNA úr 59 brjóstaæxlum úr BRCA2999del5
arfberum var skoðað með magngreinandi PCR. BRCA2-sérhæfður
Taqman MGB-þreifari var notaður á móti BRCA2 sérhæfðum fram
vísi og aftur vísum sérhæfðum fyrir villigerðarsamsætu annars vegar
og BRCA2999del5 samsætu hins vegar (7500 Realtime PCR System;
Applied Biosystems). BRCA2 prótínlitun var gerð á 24 BRCA2999del5
brjóstaæxlum (anti-BRCA2 rabbit pAb, Calbiochem).
Niðurstöður: Hlutfall villigerðarsamsætu í brjóstaæxlum úr
BRCA2999del5 arfberum var 7-60%. Fimmtán af 24 (62,5%) brjósta-
æxlum voru með BRCA2 prótíntjáningu, níu brjóstaæxli sýndu enga
BRCA2 tjáningu. Marktæk fylgni er á milli BRCA2 prótínlitana og sam-
sætugreiningar með magngreinandi rauntíma-PCR. Þessi gögn verða
greind frekar með tilliti til klínískt mikilvægra þátta (svipgerð, lifun og
meinvörp).
Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að tap á BRCA2 villigerðarsam-
sætu er ekki alltaf nauðsynlegt fyrir krabbameinsmyndun í brjósti hjá
BRCA2999del5 arfberum. BRCA2 samsætugreining í BRCA2999del5
brjóstaæxlum gæti bent á sjúklinga sem hagnast af meðferð með poly-
ADP-ribose (PARP) hindrum.
V 36 BRCA2 stökkbreytt brjóstaæxli og brjóstafrumulínur með
galla í telomere röðum á litningaendum
Sigríður Klara Böðvarsdóttir1, Margrét Steinarsdóttir2, Hörður Bjamason1, Jórunn
Erla Eyfjörð1
‘Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum, Lífvísindasetri læknadeild Hí,
2litningarannsóknadeild, erfða- og sameindalæknisfræði Landspítala
skb@hi.is
Inngangur: Gallar geta komið fram á telomerum á litningaendum
ef þeim er ekki pakkað rétt eða ef DNA eftirmyndun er abótavant.
Tilgangur rannsóknarinnar var að meta mögulega galla á telomere
LÆKNAblaðið 2013/99 79