Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 79

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 79
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 Inngangur: Aukinn áhugi er fyrir náttúruefnum til lækninga sem tengist meðal annars meðferðum við krabbameini. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni resveratról varðandi efnaskipti og sjúkdóma. Resveratról dregur úr YKL-40 seytingu stjarnfrumuæxlis- (glioblastoma multiforme) frumna, en aukin tjáning þeirra á YKL-40 hefur verið tengd við þróun æxlis og verri horfur sjúklings. Við skoðuðum hlutverk resve- ratról við að auka lyfjanæmi illkynja stjamfrumuæxlis frumna. Þá var einnig reynt að snúa áhrifunum af resveratról við, með YKL-40. Efniviður og aðferðir: Frumur frá sjúklingum voru einangraðar úr GBM heilaæxli frá Landspítala og var þeim, ásamt U87 frumum (GBM frumulína), sáð í 96 holu ræktunarbakka. Frumumar voru baðaðar í raðþynningum af resveratról, hefðbrmdnum krabbameinslyfjum og loks YKL-40. Eftir 24, 48 og 72 klst í rækt var frumulifun metin með ATP-Lúsiferasa, prestoBlue og Crystal violet prófum. YKL-40 tjáning var metin með ELISA aðferð. Niðurstöður: Resveratról sýndi tíma- og styrkháð frumudráp hjá U87 og jók næmi þeirra fyrir krabbameinslyfjunum Temozolomide og Cisplatin. GBM fmmur sjúklings sýndi resveratról styrkháð fmmudráp en ekki tókst að sýna fram á aukið næmi fyrir Temozolomide með marktækum hætti. Resveratról bældi YKL-40 tjáningu U87 en viðbætt YKL-40 snerust áhrif resveratról ekki við. Ályktanir: Resveratról er talið grípa inn í boðefnaferla frumna, draga úr krabbameinssvipgerð og auka lyfjanæmi GBM frumna. f þessari rann- sókn tókst að staðfesta tíma- og styrkháð frumudráp resveratról á U87 frumulínu og GBM frumur sjúklings. Resveratról bældi YKL-40 tjáningu U87, en YKL-40 breytti ekki áhrifum resveratról sem bendir til þess að áhrifum resveratról sé ekki miðlað í gegnum YKL-40. V 34 Fléttuefnið úsnínsýra hefur áhrif á virkni hvatbera og lýsósóma í krabbameinsfrumum með flutningi prótóna yfir himnur Margrét Bessadóttir1-2, Margrét Helga Ögmundsdóttir1, Már Egilsson', Eydís Einarsdóttir2, Sesselja Ómarsdóttir2, Helga Margrét Ögmundsdóttir1 ‘Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum, læknadeild HÍ, Myfjafræðideild HÍ mab24@hi.is Inngangur: Mismunandi sýrustig innan frumu gegnir mikilvægu hlutverki í starfsemi frumulíffæra og hefur áhrif á dreifingu krabba- meinslyfja. Fléttuefnið úsnínsýra (UA) hefur margskonar líffræðilega virkni. Sýnt hefur verið fram á að úsnínsýra minnkar myndun ATP í hvatberum lifrarfrumna og hefur vaxtarhemjandi áhrif á nokkrar gerðir krabbameinsfrumna. Úsnínsýra er prótónuskutla og markmið verkefnis var að kanna áhrif úsnínsýru á virkni tveggja pH næmra frumulíffæra, hvatbera og lýsósóma, í nokkrum gerðum krabbameinsfrumna og heil- brigðum bandvefsfrumum. Efniviður og aðferðir: Breyting á himnuspennu hvatbera var metin með JC-1 litun og ATP gildi mæld með litrófssjá. Western blott var notað til að meta AMP kinasa fosfórun og niðurbrot á p62. Sjálfsát var metið með skoðun í rafeindasmásjá og mótefnalitun á LC3. Virkni lýsósóma var metin með lýsotracker litun og Lamp2 mótefnalitun. Samruni sjálfsáts- bóla og lýsóma ásamt sýringu innan sjálfsátsbóla var metin með notkun samsetts mRFP-GFP-LC3 plasmíðs. Niðurstöður: Minnkun á himnuspennu hvatbera, lækkun á ATP gildum og aukin fosfónm á AMP kínasa kom fram eftir meðhöndlun með úsnín- sýru. Sýnt var fram á sjálfsát með rafeindasmásjárskoðun og aukningu á LC3 lituðum sjálfsátsbólum. Ekki varð niðurbrot á sjálfsátsflutnings próteini p62. Lýsotracker sýndi dreifða litun en mynstur Lamp2 mót- efnalitunar gefur til kynna að lýsotracker liturinn leki úr lýsósómunum vegna skorts á sýringu. Notkun plasmíðs staðfesti að minnkun verður á sýringu í lýsómsómum eftir úsnínsýru-meðhöndlun. Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að úsnfnsýra trufli pH jafnvægi í frumunni og áhrifum á frumulíffæri sé miðlað í gegnum prótónuskutlu eiginleika hennar. Úsnínsýra ræsir sjálfsát en ekki verður niðurbrot á innihaldi og því ekki vörn gegn svelti. Úsnínsýra gæti verið heppilegur lyfjasproti samhliða með öðrum krabbameinslyfjum. V 35 Tap á BRCA2 villigerðarsamsætu í BRCA2999del5 brjóstaæxlum Sigríður Þ. Reynisdóttir, Ólafur A. Stefánsson, Margrét Aradóttir, Hörður Bjarnason, Hólmfríður Hilmarsdóttir, Sigríður K. Böðvarsdóttir, Jórunn Erla Eyfjörð Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum, Lífvísindasetri læknadeildar HÍ siggarey@hi.is Inngangur: Arfgengar stökkbreytingar í æxlisbæligeninu BRCA2 valda aukinni áhættu á brjóstakrabbameini og öðrum krabbameinum. Tap á villigerðarsamsætu BRCA2 hefur verið talið nauðsynlegt fyrir krabba- meinsmyndun. Hins vegar hefur verið sýnt fram á í músalíkani af arf- gengu briskrabbameini að villigerðarsamsæta BRCA2 tapast ekki alltaf í æxlisfrumum. Hópurinn hefur greint frá því að villigerðarsamsæta tapast ekki í hluta af brjóstaæxlum sem bera arfgenga stökkbreytingu í BRCA2 (BRCA2999del5). Tap á villigerðarsamsætunni sýnir tengsl við æxli af Luminal-B svipgerð. Hér er tap á villigerðarsamsætu BRCA2 skoðað í stærri hóp af brjóstaæxlum úr BRCA2999del5 arfberum. Efniviður og aðferðir: DNA úr 59 brjóstaæxlum úr BRCA2999del5 arfberum var skoðað með magngreinandi PCR. BRCA2-sérhæfður Taqman MGB-þreifari var notaður á móti BRCA2 sérhæfðum fram vísi og aftur vísum sérhæfðum fyrir villigerðarsamsætu annars vegar og BRCA2999del5 samsætu hins vegar (7500 Realtime PCR System; Applied Biosystems). BRCA2 prótínlitun var gerð á 24 BRCA2999del5 brjóstaæxlum (anti-BRCA2 rabbit pAb, Calbiochem). Niðurstöður: Hlutfall villigerðarsamsætu í brjóstaæxlum úr BRCA2999del5 arfberum var 7-60%. Fimmtán af 24 (62,5%) brjósta- æxlum voru með BRCA2 prótíntjáningu, níu brjóstaæxli sýndu enga BRCA2 tjáningu. Marktæk fylgni er á milli BRCA2 prótínlitana og sam- sætugreiningar með magngreinandi rauntíma-PCR. Þessi gögn verða greind frekar með tilliti til klínískt mikilvægra þátta (svipgerð, lifun og meinvörp). Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að tap á BRCA2 villigerðarsam- sætu er ekki alltaf nauðsynlegt fyrir krabbameinsmyndun í brjósti hjá BRCA2999del5 arfberum. BRCA2 samsætugreining í BRCA2999del5 brjóstaæxlum gæti bent á sjúklinga sem hagnast af meðferð með poly- ADP-ribose (PARP) hindrum. V 36 BRCA2 stökkbreytt brjóstaæxli og brjóstafrumulínur með galla í telomere röðum á litningaendum Sigríður Klara Böðvarsdóttir1, Margrét Steinarsdóttir2, Hörður Bjamason1, Jórunn Erla Eyfjörð1 ‘Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum, Lífvísindasetri læknadeild Hí, 2litningarannsóknadeild, erfða- og sameindalæknisfræði Landspítala skb@hi.is Inngangur: Gallar geta komið fram á telomerum á litningaendum ef þeim er ekki pakkað rétt eða ef DNA eftirmyndun er abótavant. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta mögulega galla á telomere LÆKNAblaðið 2013/99 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.