Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 19
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 hlutfallslegu rúmmáli heilavefs, spá eimmgis hvítavefsbreytingar fyrir um hreyfingu (beta=-0,12; p=0,008) og rúmmál hvíts heilavefs fyrir um kyrrsetu (beta=-0,12; p=0,044). Ályktanir: Hlutfallslegt heildarrúmál heilans og rúmmál hvítavefs- breytinga spá fyrir um hreyfingu hjá öldruðum og hlutfallslegt rúmmál hvíts heilavefs spáir fyrir um kyrrsetu. E 27 Tengsl mjólkurneyslu á mismunandi æviskeiðum við bein- heilsu aldraðra Tinna Eysteinsdóttir', Þórhallur I. Halldórsson1, Inga Þórsdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttir2, Gunnar Sigurðsson3, Tamara B. Harris, Vilmundur Guðnason3, Laufey Steingrímsdóttir2 'Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, Tnatvæla- og næringarfræðideild, heilbrigðisvísindasviöi HÍ, 3Hjartavemd, 4!æknadeild HÍ, 5Landspítala, 6Laboratory of Epidem- iology, Demography and Biometry, IRP, National Insdtute of Aging, Bethesda, BNA tinnaeys@hi.is Inngangur: Rannsóknir benda til þess að mjólkurneysla á lífsleiðinni tengist beinheilsu á efri árum þótt ekki sé ljóst hvaða æviskeið skipti þar mestu máli. Fyrri rannsóknir hafa nánast eingöngu beinst að konum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl mjólkumeyslu karla og kvenna á unglingsárum (14-19 ára), á miðjum aldri (40-50 ára) og nú- verandi neyslu aldraðra við beinþéttni í mjöðm. Efniviðurogaðferðir:RannsókninbyggirágögnumÖldmnarrannsóknar Hjartaverndar um fæðuneyslu, lífshætti og beinþéttni 4.798 karla og kvenna, meðalaldur 76 ár. Mjólkumeysla á þremur æviskeiðum var metin með gildismetnum spumingalista. Beinþéttni í vinstri lærleggshálsi var metin með magnákvarðandi sneiðmyndatöku (QCT). Samband beinþéttni og mjólkurneyslu fyrr og nú var metið með fjöl- víðri aðhvarfsgreiningu. Leiðrétt var fyrir aldri, líkamsþyngdarstuðli, hreyfingu, lýsis- og áfengisneyslu og niðurstöður birtar sem munur í beinþéttni milli neysluhópa (D z-gildi). Niðurstöður: Bæði karlar og konur sem neyttu mjólkur >l/dag á allri lífsleiðinni voru með hærri beinþéttni á efri ámm en þeir sem neyttu mjólkur sjaldan eða aldrei. Sterkust tengsl fundust fyrir mjólkumeyslu á miðjum aldri hjá báðum kynjum (Z-gildi 0,20 hjá konum, 0,21 hjá körlum). Tengsl mjólkumeyslu á unglingsárum og beinþéttni aldraðra voru jákvæð en ekki marktæk, og tengsl mjólkurneyslu á efri árum við beinþéttni voru eingöngu marktæk hjá konum. Ályktanir: Mjólkurneysla á lífsleiðinni tengist hærri beinþéttni í mjöðm á efri ámm hjá báðum kynjum. Sterkustu tengslin eru fyrir mjólkur- neyslu á miðjum aldri. Munur á beinþéttni eftir mjólkumeyslu virðist vera af stærðargráðu sem getur skipt máli fyrir lýðheilsu og brotahættu í mjöðm aldraðra. Ástæða er til að beina rannsóknum og forvömum gegn beinþynningu að báðum kynjum. E 28 Næring og efnahagsþrengingar í kjölfar bankahruns Laufey Steingrímsdóttir1, Hrund Valgeirsdóttir1, Þórhallur I. Halldórsson1, Ingibjörg Gunnarsdóttir1, Hólmfríður Þorgeirsdóttir2 'Rannsóknastofa í næringarfræði Landspítala og matvæla- og næringarfræðideild HÍ, 2Embætti landlæknis laufey@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að erfiðleikar við að ná endum saman jukust í kjölfar bankahruns á Islandi. Lágar tekjur og efnahagserfið- leikar geta haft áhrif á mataræði og hollustu fæðunnar. Tilgangur þess- arar rannsóknar var að kanna hvort erfiðleikar við að ná endum saman tengdust lakari hollustu og gæðum fæðisins á íslandi. Efniviður og aðferðir: Niðurstöður voru unnar úr gögnum Lands- könnunar á mataræði 2010/2011. Þátttakendur voru 680 konur og 632 karlar á aldrinum 18-80 ára, heildarsvömn 68,6%. Mataræði var kannað með tvítekinni sólarhringsupprifjun ásamt spumingum um lýðfélags- lega þætti. Fimm svarmöguleikar voru við spurningunni um hversu auðvelt eða erfitt fólk ætti með að ná endum saman. Neysla næringar- efna og matvæla hópanna var borin saman og reiknuð með lógistískri aðhvarfsgreiningu. Niðurstöðun Átta prósent svarenda taldi sig eiga mjög erfitt með að ná endum saman en 18% frekar erfitt. Samsvarandi hlutföll meðal öryrkja voru 26% og 32% og meðal atvinnulausra 28% og 28%. Þeir sem áttu mjög erfitt með að ná endum saman (N=106) borðuðu marktækt minna af ávöxtum, grænmeti og grófu brauði, en meira af sykruðum gosdrykkjum borið saman við hina sem áttu auðvelt með það (N=582). Leiðrétt var fyrir aldri, kyni og menntun. Hlutfall viðbætts sykur var 10,1% heildarorku hjá þeim sem áttu mjög erfitt, en 8,5% hjá hinum sem áttu auðvelt með að ná endum saman (P=0,01). Ekki fannst munur á neyslu fitu eða próteina milli hópanna. Alyktanir: Erfiðleikar við að ná endum saman tengjast lakari hollustu, miðað við ráðleggingar um mataræði. Ástæða er til að rannsaka frekar samband félagslegrar og efnahagslegrar stöðu og fæðuvals. Leita þarf leiða til að koma í veg fyrir að bágur efnahagur fólks leiði til ójafnræðis til heilsu vegna óheilsusamlegs mataræðis. E 29 Faraldsfræði og einkenni heiladingulsæxla á íslandi 1955- 2010 Tómas Þór Ágústsson1-2, Tinna Baldvinsdóttir', Paul Carroll2, Rafn Benediktsson2 'Innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild Landspítala, 2Dpt of Diabetes and Endocrinology, Guy's and St Thomas' NHS Foundation Trust, London tomas.agustsson@btinternet. com Inngangur: Fáar yfirgripsmiklar eða tæmandi rannsóknir hafa verið gerðar á faraldsfræði heiladingulsæxla. Við höfum safnað nákvæmum upplýsingum um öll heiladingulsæxli á íslandi frá 1955 í gagnagrunn sem veitir einstakt tækifæri til að lýsa þeim í vel skilgreindu þýði heillar þjóðar yfir langt tímabil. Efniviður og aðferðir: Þetta er afturskyggn lýsandi rannsókn. Gagnagrunnur var uppfærður til ársins 2010. Þýðinu var skipt í þrjá jafnstóra hópa eftir dagsetningu greiningar. Til að meta einkenni og eiginleika voru kynjahlutföll, tegund, stærð æxlis og einkenni borin saman á mismunandi tímabilum. Heimili einstaklinga var staðsett á korti af íslandi. Niðurstöður: Alls fundust 392 einstaklingar, 165 karlar og 227 konur. Þrjú hundruð og tuttugu eru á lífi og er algengi því 0,1%. Miðgildi ald- urs var 44,4 ár. Algengustu æxlin voru óstarfandi, 43% og prólaktínóma, 40,1%, 11,2% höfðu acromegaly og 5,6% Cushings sjúkdóm. Acromegaly og Cushings sjúkdómur birtust nær eingöngu með ofseytrun hormóna en óstarfandi æxli með staðbundnum einkennum, við hærri aldur og af tilviljun. Stærri æxli greindust við hærri aldur, voru oftar óstarfandi og með staðbundnum einkennum. Konur voru yngri með minni æxli og sjaldnar með staðbundin einkenni. Þegar tímabilin þrjú voru borin saman var engin markverð breyting á nýgengi stórra æxla en óstarfandi og tilvinjunaæxli voru algengari seinna. Einstaklingar í fyrsta hópnum voru yngri. Ályktanir: Faraldsfræði heiladingulsæxla á íslandi eru svipuð og í öðrum minni rannsóknum. Algengi er þó litlu hærra og nýgengi fer vaxandi. Þetta gæti skýrst af auknu aðgengi að myndgreiningu og fyrri LÆKNAblaðið 2013/99 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.