Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 42
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 E 101 Hrein pneumókokkafjölsykra lamar kímstöðvarhvarf og eyðir til frambúðar mótefnaseytandi frumum sem hafa myndast við frum- bólusetningu nýburamúsa með próteintengdu fjölsykrubóluefni Stefanía P. Bjamarson' 2, Hreinn Benónísson'-2, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1-2'4 'Ónæmisfræöideild Landspítala, 'læknadeild HÍ, 'Novartis Vaccines & Diagnostics, Siena, Ítalíu, 'íslenskri erfðagreiningu stefbja@landspitali.is Inngangur: Við höfum sýnt að endurbólusetning með hreinni pneumó- kokkafjölsykru (PPS) undir húð (s.c.) skerðir PPS-sértækt mótefnasvar, sem hefur myndast við frumbólusetningu með próteintengdu fjölsykru- bóluefni (Pnc-TT), en ekki ef bólusett er um nefslímhúð (i.n). Markmið rannsóknarinnar var að meta langtímaáhrif endurbólusetninga með PPS á svörun fjölsykrusértækra B-minnisfrumna í milta, og ratvísi PPS- sértækra mótefnaseytandi frumna og viðhald í beinmerg (BM). Efniviður og aðferðir: Nýburamýs (einnar viku) voru frumbólusettar s.c. eða i.n. með Pnc-TT og ónæmisglæðinum LT-K63 og endurbólusettar með PPS+LT-K63 eða saltvatni 16 dögum síðar. Miltu voru einangruð á sjöunda degi eftir endurbólusetningu og vefjasneiðar litaðar með PNA (kímmiðjur). Fjöldi IgG+ mótefnaseytandi frumna (AbSC), sem voru sértækar fyrir fjölsykru- eða próteinhluta bóluefnisins, var metinn í milta og beinmerg (BM) með ELISPOT 7, 23 og 39 dögum eftir endur- bólusetningu. Niðurstöður: Sjö dögum eftir endurbólusetningu voru virkar kímstöðv- ar flestar í músum sem voru endurbólusettar með PPS i.n. en fæstar í þeim sem fengu PPS s.c. Einnig var tíðni fjölsykrusértækra AbSCs í milta, en ekki í BM, marktækt lægri eftir endurbólusetningu með PPS s.c. en saltvatni s.c. eða PPS i.n. Sama sást á 23. og 39. degi, nema hvað þá greindust einnig marktækt færri fjölsykrusértækar AbSCs í BM eftir PPS s.c. endurbólusetningu miðað við saltvatn s.c. eða PPS i.n. Þessi fækkun AbSC endurspeglaðist í lægri styrk og sækni PPS-sértækra mótefna í sermi og minni verndarmætti gegn pneumókokkasýkingum. Ályktanir: Endurbólusetning með hreinni fjölsykru undir húð eyðir til frambúðar fjölsykrusértækum minnisfrumum og mótefnaseytandi frumum sem hafa myndast við frumbólusetningu með próteintengdu fjölsykrubóluefni. E 102 Hlutur ósérhaefða ónæmiskerfisins í sérhæfingu CD8+ TSt frumna Andri Leó Lemarquis', Una Bjarnardóttir2, Jóna Freysdóttir'* Björn Rúnar Lúðvíksson''2 'Læknadeild HÍ, 'ónæmisfræðideild Landspítala aii10@hi.is Inngangun Meinmyndun fjölda sjúkdóma er orsökuð af röskunábæligetu ónæmiskerfisins. Aukinn áhugi er á hlutverki CD8+ T stýrifrumna (TSt) í því samhengi. Markmið rannsóknar er að meta hlut ósérhæfða ónæm- iskerfisins í sérhæfingu CD8+ framkallaðra TSt (iTSt) og bæligetu þeirra. Efniviður og aðferðir: Óþroskaðar manna CD8+ T-frumur skilgreindar sem CD25-CD45RA+ voru einangraðar úr einkjarna blóðfrumum og ræktaðar í fimm daga á anti-CD3 húðuðum plötum með anti-CD28, IL-2, TGF-þl með og án IL-ip eða TNF-a. Hl að meta bælivirkni frumn- anna voru þær settar í ósamgena rækt með CFSE lituðum einkjama blóðfrumum og Epstein-Barr súperantigen púlseruðum B-frumum (EBB). Sérhæfingarfærni óreyndra CD8+ T frumna í iTSt var metinn í samrækt við ósamgena þroskaðar angafrumur af stórkymingsuppmna (mDC) með og án IL-2 og TGF- pl. Svipgerð iTSt var ákvörðuð með flæðifrumusjá. CD8+ iTSt svipgerð var skilgreind sem CD8+CD127- CD25highFoxP3+. Niðurstöður: IL-ip og TNF-a hamla ekki sérhæfingu CD8+ iTSt (% sér- hæfðra án IL-1 p eða TNF-a =19,4 % vs með IL-ip =18,0% eða með TNF-a =17,15%; p = n.s.). Bólgumiðlarnir virðast þó hindra bæligetu þeirra (% frumuskiptinga, iTSt 15,2% vs iTSt með IL-ip 22,3%; p <0,05). Virkjun óþroskaðra CD8+ T frumna með ósamgena mDC leiddi til marktæks meiri sérhæfingar CD8+ iTSt (9,5%, p< 0,03). Sérhæfingin var aukinn ef í rækt var utanaðkomandi IL-2 og TGF-þl (% CD8+ iTSt án IL-2/TGF-p =19,5% vs með =15,9%). Tjáning CD80 og CD86 yfirborðssameinda hjá angafrumum var auk þess markvert minni ef þær voru útsettar fyrir CD8+ iTSt. Ályktanir: lL-lp og TNF-a virðast ekki hamla þroskun CD8+ iTSt svipgerðar. Starfhæfni CD8+ iTSt er þó skert af IL-ip og TNF-a. Örvun óþroskaðra CD8+ T fmmna með ósamgena mDC virðist leiða til CD8+ TSt þroskunar. E 103 Virðisaukandi og virðissnauð vinna hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku Sólrún Rúnarsdóttir''4, Helga Bragadóttir3-4, Helgi Þór Ingason2, Snjólfur Ólafsson' 'Viðskiptafræðideild, 2iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild og 3hjúkrunar- fræðideild HÍ, 4Landspítala solrunrQlandspitali. is Inngangur: Gæði hjúkrunar skipta sköpum fyrir árangur þjónustunnar. Mikilvægt er að nýta þekkingu hjúkrunarfræðinga sem best í þágu sjúklinga á bráðamóttöku. Virðisaukandi vinna hjúkrunarfræðinga felur í sér vinnu sem mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar sinni þar sem hún stuðlar að velferð sjúklinga. Virðissnauð vinna hjúkmnarfræðinga er vinna sem ekki þjónar hagsmunum sjúklinga beint eða er hreinlega sóun. Tilgangur þessa verkefnis var að varpa ljósi á virðisaukandi og virðissnauða vinnu hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Efniviður og aðferðir: Gerð var bein vettvangsathugun á hjúkr- unarfræðingum á bráðamóttöku Landspítala. Þátttakendum, sem vom reyndir hjúkmnarfræðingar, var fylgt eftir heilar 10 vaktir eða í samtals 80 klukkustundir og var gögnum um vinnu þeirra safnað í handtölvu og á stafrænt upptökutæki. Niðurstöður: Samtals voru 77,35% af vinnutíma hjúkrunarfræðinga virðisaukandi og fór mestur tími þátttakenda í beina og óbeina umönn- un sjúklinga eða 67,84% sem telst virðisaukandi fyrir sjúklinga. Þættir sem mældust títt og teljast til virðissnauðrar vinnu og nokkur tími fór í eru til dæmis að fylla út rannsóknarbeiðnir og að undirbúa rúmstæði. Vinna þátttakenda var títt rofin þar sem þeir þurftu að beina athyglinni að einhverju nýju, þeir vom mikið á ferðinni á milli staða innan deildar- innar og þurftu oft að sinna fjölverkavinnslu. Ályktanir: Mestur hluti vinnutíma hjúkmnarfræðinga á bráðamóttöku fer í virðisaukandi vinnu, en þó er svigrúm til úrbóta þar sem greina má atriði sem draga úr virði vinnunnar. Mikilvægt er fyrir hjúkrunar- fræðingana sjálfa, samstarfsfólk þeirra, stjómendur og ráðamenn að átta sig á, viðurkenna og vinna með áhrifaþætti vinnunnar svo auka megi virði hennar og þar með gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. 42 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.